Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 39
ÞANKAR UM MÁLVERKAFALSANIR í umferð þar sem hann vann að forvörslu í Morkinskinnu milli Hverfisgötu og Laugavegar. Vandi hans var þó sá að hann varð að finna eitthvert áþreifan- legt atriði sem fölsurunum hefði séstyfir í fjöldaframleiðslu sinni. Minnugur ófara tveggj a blaðamanna Pressunnar snemma á 9. áratugnum - en þeir vor u dæmdir í fjársektir fyrir að fara of geyst í að vekja athygli lesenda á þessum vaxandi faraldri - taldi hann sig þurfa að afla sönnunargagna sem dygðu til að stöðva þessa óáran í eitt skipti fyrir öll. Effir að hafa dvalið við hvert smáatriðið af öðru án þess að finna leið til að nýta það sem sönnunargagn, nam hann staðar við ramma utan um málverk sem merkt var Jóni Stefánssyni. Málverkið var svo viðvaningslega málað að útilokað var að það gæti verið eftir Jón. Þó var það merkt með undirskrift sem líktist nokkuð rithönd listamannsins. Ólafur Ingi hafði tekið eftir því að tvær meginaðferðir voru notaðar við fölsun málverkanna sem komið höfðu inn á borð til hans. Önnur aðferðin var sú að mála nýtt verk ofan á annað sem keypt var hjá fornsala fyrir lítinn pening, eða á ónotaðan pappír. Hin aðferð- in og löðurmannlegri var að láta myndina á striganum eða pappírnum standa óhreyfða, en afmá í staðinn merkingu hins rétta höfundar - annað hvort með því að nema hana burt eða hylja hana málningu - og falsa merk- ingu þess listamanns sem maður vill hafa fyrir höfund. Hvorugt varð þó Ólafi Inga til framdráttar því hvergi fannst í fölsuninni sú óyggjandi sönnun sem hann þurfti til að sækja málið. Það var ekki fyrr en honum hugkvæmdist að skoða merkingarnar á rammanum utan um mál- verkið sem sagt var eftir Jón Stefánsson. Hingað til höfðu falsararnir ávallt gætt þess vel að slá nýjum römmum utan um verkin svo ekkert sæist sem tengt gæti hið falsaða verk við sinn raunverulega höfund. En hér höfðu þeir gleymt að víxla römmum til að fela spor sín, og Ólafur greip símann sam- stundis og fékk að vita frekari deili á uppboðsnúmerinu á rammanum. Það staðfesti það sem hann hafði lengi grunað: Málverkið sem í uppboðsskrá var sagt vera eftir Jón Stefánsson, og merkt honum, reyndist vera eftir Wilhelm nokkurn Wils, danskan málara, sem einnig var höfundur hinna tveggja mál- verkanna sem einnig komu fýrir réttinn, árituð með nafhi Jóns Stefánssonar. Þannig varð glöggskyggni Ólafs Inga Jónssonar til þess að flett var ofan af fölsunarferlinu. Rannsóknarlögreglan sem fram að því hafði haldið að sér höndum leysti nú málið fljótt og örugglega. En því má ekki gleyma hve Ólaf- ur Ingi átti sér fáa formælendur og stuðningsmenn meðan á sókn hans gegn fölsununum stóð en allt var enn ósannað. Honum var borið á brýn að vera öfgamaður haldinn ofsóknaræði, og eindrægni hans í málinu líktist engu öðru en nornaveiðum. Að nánustu starfsfélögum sínum frátöldum urðu afar fáir til að taka upp hanskann fyrir hann. Miklu oftar varð hann að sitja undir barnalegum svívirðingum og atvinnurógi, svo sem þeim að nú væri ný TMM 2000:1 www.malogmenning.is 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.