Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 81
Baldur Hafstað Uppgjör í hömrum Lína dregin frá Einari Benediktssyni til Kambans og Laxness I. Laxness og Einar Ben. Halldór Laxness ræðir um skáldskap Einars Benediktssonar í endurminn- ingabókinni Úngur eg var sem út kom árið 1976. Reyndar er sagt á kápu að um skáldverk sé að ræða, „skáldverk um minningar höfundar frá árinu 1919“. Segja má að dómur Laxness um skáldskap Einars Benediktssonar sé allsérkennilegur og hið sama á við um það sem hann skrifar um manninn sjálfan og fjölskyldu hans eftir lausleg kynni veturinn 1924-1925. Þann 29. janúar 1977 getur Jóhann Friðriksson frá Efri-Hólum sér þess til í Morgunblaðinu að minnimáttarkennd unglingsáranna hafi hrakið Laxness út í þessi skrif, „honum með öllu ósamboðin, um þjóðskáldið, glæsimennið og snillinginn“. Þann 12. mars sama ár birtist síðan athyglisverð grein í sama blaði vestan úr Kaliforníu. Þar hrekur dóttir Einars Benediktssonar, Katrín Hrefna, nánast hverja fullyrðingu Laxness um fjölskyldu hennar. Hún styður mál sitt m.a. með því að vitna í orð bróður síns sem einnig bjó í Kaliforníu. Laxness svaraði ekki þessari óvæntu kveðju. Vissulega gat hann skýlt sér á bak við fullyrðinguna á bókarkápu: að þetta væri „skáldverk". En óþægileg var kveðjan. Vera má að nóbelsskáldið hafi talið að enginn annar en hann væri lengur til frásagnar um hina löngu liðnu atburði. Úngur eg var hefst þegar Laxness er að fara „útí þennan fræga heim“, sautján ára. Fyrsta bók hans, Barn náttúrunnarer rétt ókomin út. Þegar Lax- ness rifjar þennan tíma upp er Einar Benediktsson honum ofarlega í huga; einn lengsti kafli bókarinnar er helgaður honum, jafnvel þótt efni hans eigi ekki nema að litlu leyti við þann tíma sem til umfjöllunar er, þ.e. árið 1919. En hvernig má það þá vera að Laxness leggi sérstaka lykkju á leið sína til að fjalla um Einar í bók sem geymir minningar frá útgáfuári Barns náttúr- unnari Athugasemdir hans árið 1976 eru vissulega ekki þess eðlis að maður geti ímyndað sér að hann hafi sótt neitt í smiðju til skáldjöfursins: ... á aungu skeiði ævinnar híngatil hefur kvæði einsog Útsær verkað á mig öðruvísi en viðhafharmikið bull. (89) TMM 2000:1 www.malogmenning.is 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.