Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 91
Sigríður Albertsdóttir Töfraraunsæi í íslenskum samtímaskáldsögum Notkun hugtaksins töfraraunsæi hefur aukist í rannsóknum um vestrænar listir og bókmenntir á síðustu áratugum. Töfraraunsæi er heiti sem gefið hefur verið ákveðinni bókmenntategund og hafa fr æðimenn ekki verið á eitt sáttir hvar bera skuli niður í umfjöllun um þennan bókmenntaflokk. Töfraraunsæi hefur á fremur óskipulegan hátt verið flokkað með þeim bók- menntum sem ekki teljast til hreinna raunsæisskáldsagna. Má þar nefna goðsögur, þjóðsögur, ævintýri, útópíur, súrrealíska texta, vísindaskáldsögur og hryllingssögur. Hugtakið rennur auðveldlega saman við aðrar bók- menntalegar skilgreiningar, sérstaklega fantasíuna sem reyndar hefur átt við nákvæmlega sömu vandamál að stríða og töfraunsæið, þ.e. fræðimenn hafa átt erfitt með að njörva hana niður. Sem dæmi um fræðimann sem lendir á villigötum í tilraunum sínum til þess að nálgast viðfangsefni fantasíunnar má nefna Kathryn Hume en í bók sinni Fantasy and Mimesis (1984) leggur hún upp með eftirfarandi skilgrein- ingu: „Fantasían er allt það sem hvikar að einhverju leyti frá því sem við skynjum raunverulegt, allt frá skrímsli til myndhverfmgar í ljóði“.1 Með til- liti til þessarar fullyrðingar eru flestar bókmenntir fantasíur. Þ.e.a.s. allar bókmenntir eru fantastískar sem einnig má túlka sem svo að engar bók- menntir séu fantasía (ekkert er undanskilið og þar með er ekkert meðtalið!) Sumsé: þessi skilgreining segir okkar nákvæmlega ekkert. Vandaðri skilgreiningu er hins vegar að finna í bók Tzvetans Todorovs: The Fantastic. A Structural Approach to a Literary Genre en í rannsóknum sínum leitast hann við að nálgast það sem hann kallar „hreina" fantasíu. Ef skilgreiningar hans eru raktar í stuttu máli segir hann að „hrein“ fantasía sé sú saga sem kalli á hik eða óvissu lesandans um það hvort umhverfið sé upp- spuni eða ekki. Ef lesandi hikar allan tímann er um fantasíu að ræða en ef hann finnur útskýringar á fyrirbærinu er sagan ekki fantasía.2 Þessi skil- greining er mjög þröng og útilokar margar sögur sem erfitt gæti reynst að setja í annan flokk. Einnig hefur Todorov verið gagnrýndur fýrir að að hafna TMM 2000:1 www.malogmenning.is 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.