Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 99
TÖFRARA UNSÆI í ÍSLENSKUM SAMTÍMASKÁLDSÖGUM völdum en einhvers staðar djúpt í hugskoti hans leynist efinn. Hvað nú ef Gunnvör er komin á stúfana? Lesandinn lifir sig inn í efasemdir Bjarts í myrku heiðarkotinu þar sem heyrast alls kyns undarleg hljóð sem enginn mannleg vera fær skilgreint. Og það er auðvelt að verða hræddur í öllu þessu myrkri og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Bjartur heldur aftur af sér en það gerir Rósa ekki. Hún er hrædd og miður sín frá fyrstu stundu í Sumarhúsum, ekki bara við myrkrið heldur líka við Bjart. Og í tengslum við þá hræðslu skapar höfundur senu sem er líkt og sag- an af Gunnvöru, saga í sögunni. Saga sem brýtur upp raunsæið og ljær verk- inu ævintýralegan blæ. Þegar sagan hefst er Rósa ófrísk og eftir því sem lengra líður á meðgöng- una því hungraðri verður hún. Hana langar í nýmeti, í ferskt kjöt og mjólk en Bjarti finnst hún ekkert of góð til að borða úldnar afurðir! Þegar Bjartur fer í göngur um haustið notar hún tækifærið og slátrar kind sem Bjartur hefur skilið eftir henni til huggunar í einverunni, bútar hana niður, matbýr og borðar með áfergju! Þegar Bjartur kemur heim vill hann vita hvað hafi orðið um kindina en Rósa þykist ekkert vita, hún er of hrædd við Bjart til að segja sannleikann. Sennilega veit Bjartur innst inni hvernig í öllu liggur en samt sem áður ákveður hann að leita að kindinni og hverfur út í vetrarkuldann. Hann gengur yfir holt og hæðir í hríðarkófi og kulda en enga finnur hann kindina. Hins vegar kemur hann auga á nokkur hreindýr og ákveður að kló- festa tarfinn. Hefur hann engar vöflur á heldur hendir sér á tarfinn. En tarf- urinn er ekki á því að láta kotungsbónda buga sig og æðir með Bjart á baki sér „beint útí Jökulsá, og þegar á hrokbullandi sund.“14 : Tók boli stundum dýfur miklar í straumköstunum, og gekk þá vatnið Bjarti uppað höku og var óbærilega kalt, og sundlaði hann mjög, vissi ekki hvort mundi fyr að hann misti meðvitundina, eða tuddi tæki þá dýfu sem riði honum að fullu.15 Endalokin verða þau að Bjartur sætir lagi, sleppir hornum hreindýrsins, hef- ur sig upp úr vatninu og hendir sér yfir á næfurþunna ísskör sem brotnar undan þunga hans en samt tekst honum að krafla sig í land! Það er ekki bara þessi ótrúlegi atburður sem Ijær sögunni töffaraunsæjan blæ heldur allt sem á eftir kemur. Skyndilega fær kotbóndinn Bjartur sem er þjakaður af striti, ofurmannlegan kraft líkt og hetjur fornsagnanna og held- ur sér stokkffeðnum á lífi með því að kveða rímur og grafa sig í fönn. Þetta er að mínu viti hreint og klárt minni úr íslendingasögum þar sem venjulegir menn ffemja hinar ótrúlegustu hetjudáðir. En sá er munurinn að hjá Hall- dóri má greina írónískan tón sér í lagi þegar Bjartur er í ánni enda kemur á TMM 2000:1 www.malogmennmg.is 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.