Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 104
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR „Galdraheimurinn" sem Haukur býr til í því skyni að halda öllu í réttum skorðum er lokaðri en heimur Einfríðar. Hann er óhugnanlegur, dularfullur og merktur dauðanum enda deyr Haukur í örvæntingarfullri tilraun til að halda öllu í réttum skorðum, til að gæta þess að faðirinn fari sér ekki að voða. Ein áhrifamesta mynd bókarinnar er „haugarnir“, gryþa þar sem Haukur safnar saman beinagrindum af dauðum skepnum til að virkja lífskraft þeirra. Hann vonar að einn daginn verði þessi staður svo magnaður að hann nái völdum yfir föðurnum og haldi honum heima. En öfugt við Einfríði lok- ast Haukur inni í helgiathöfnum sínum og ferst að lokum.23 Eins og áður er sagt gegna draugarnir í sögu Vigdísar mikilvægu hlutverki. í gegnum samræðu sína við draugana nær Einfríður að kanna sitt eigið sjálf og í lok bókarinnar má skynja skilning og sátt við að missirinn sé í eðli sínu hluti af þeirri áhættu að elska, að treysta á aðra. Segja má að vofurnar séu að- eins leikendur í sálarkvölum Einffíðar, tákn fyrir innri baráttu hennar en þær geta einnig vísað til þess að tilvera okkar sé alltaf háð öðrum röddum, öðrum tíma og öðru rúmi og því séum við aldrei bara hér og nú, skýrt af- mörkuð frá öðrum. Tilvera okkar er ekki bara bundin nútíðinni heldur skiptir fortíðin einnig máli, þ.e. nútíðin er óaðskiljanlegur hluti af þátíðinni og til að skilja okkur sjálf og stöðu okkar í veröldinni þurfúm við að viðhalda tengslum við fortíðina. Það er einmitt þetta atriði sem svo sterk áhersla er lögð á í töffaraunsæjum bókmenntum og því tel ég að hiklaust megi flokka bók Vigdísar undir töfraraunsæi. Hin sterka hjátrú sem lifað hefur með þjóðinni um aldir, skyggnigáfa, draugar og fylgjur, er vakin til lífsins í sögu Vigdísar og í gegnum hana nær aðalpersónan Einfríður að tengjast sjálfri sér á nýjan og þroskandi máta. Ef við mátum Grandaveginn við liði Faris sjáum við strax að fyrstu sex lið- irnir passa. Liður þrjú er reyndar umdeilanlegur því ekki er víst að allir lesendur efist um tilvist drauganna. Líklegt er að íslenskir lesendur taki þeim sem sjálfsögðu og eðlilegu framhaldi af lífi Fríðu. Hún er bara skyggn en það eru líka svo ótal margir aðrir! Áður sagði ég að missirinn væri eitt meginþemað í sögunni en annað þema er einnig áberandi, þ.e. hin óljósu mörk á milli veruleika og texta, lífs og dauða, sannleika og lygi, þessa heims og annars. Reyndar gefur nafn sögunnar þessi óljósu mörk til kynna því ,,„grandi“ merkir meðal annars eiði milli eyjar og lands. Grandinn brúar bil milli tveggja þátta, tengir saman eyju og land, en getur þó hvenær sem er far- ið á kaf, færst til eða jafnvel rofnað“24. Þannig er tilvera manneskjunnar á þessu ótrausta landi háskaleg og mörkin fljótandi.25 Fríða lifir á báðum þess- 94 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.