Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 120
RITDÓMAR Kvöldstef næturgalans Þorsteinn frá Hamri: Meðan þú vaktir. Iðunn 1999. Þorsteinn frá Hamri hefur verið eitt mik- ilvirkasta ljóðskáld íslendinga síðustu áratugi. Það eru liðin rúm fjörutíu ár síð- an hann kvaddi sér hljóðs með ljóðabók- inni í svörtum kufli áriðl958. Aldrei hafa liðið meira en fimm ár á milli ljóðabóka Þorsteins og Meðan þú vaktirer sú fjórt- ánda í röðinni. Þó ljóðagerð hafi vissu- lega verið eitt helsta viðfangsefni Þorsteins frá Hamri má ekki gleyma því að hann sendi ffá sér þrjár skáldsögur á árunum 1969-1980, einnig hefur hann ritað sagnaþætti af nafhgreindu fólki, samtals þrjár bækur. Skáldsögur Þor- steins hafa fallið nokkuð í skugga ljóða hans enda hefur hann lagt skáldsagna- gerð á hilluna síðustu tvo áratugi. Samt sem áður verðskulda þær meiri athygli og má með sanni segja að þessar hagan- legu og velfléttuðu sögur, sem eru að miklu leyti byggðar á þjóðsagna- og ævintýraminnum, hafi verið prýðilegt framlag til hinnar módernísku íslensku skáldsögu sem var í gerjun í lok sjöunda áratugarins. Nafn Þorsteins sómir sér því vel við hlið ffægari höfunda á borð við Guðberg, Thor og Svövu. Eitt helsta einkenni á ljóðagerð Þor- steins er hversu „þjóðleg“ hún er, hann vísar oft í íslenskar sögur og ævintýri og sýnir svo ekki verður um villst að bók- menntaarfurinn er lifandi í höndum hans. Það sést ennfremur á valdi hans á íslensku máli - Þorsteinn er málhagur með afbrigðum, tungutak hans skýrt og kjarnmikið. Hann hefur einnig sinn sér- staka stíl sem einkennir verk hans, en er ffemur erfitt að lýsa. í sem stystu máli má þó segja að hann sé lágvær, hófstilltur, dulur en jafnframt sterkur, hlýlegur og kraftmikill. Málróf og útmálun tilfinn- inga forðast hann eins og heitan eld, kann fremur að meta æðruleysi og kald- tempraðan stíl. Þetta má samt ekki skilja svo að skáldið sé tilfinningakalt, fátt væri fjarri lagi. Það hefur einfaldlega tileinkað sér innhverfan ljóðstíl og tjáir sig með því að finna tilfinningum sínum „hlutlægar samsvaranir“ og tákn eins og T.S. Eliot benti eitt sinn á að einkenndi nútíma ljóðagerð. Ádeilu gætir í ljóðum Þorsteins alla tíð, einkum á yfirborðsmennsku, hræsni og sjálfsréttlætingu. Samfélagsádeilan er yfirleitt lágstillt en að sama skapi áhrifa- rík, hugtök eins og trúnaður og samviska gegna lykilhlutverki í ádeiluljóðum hans. Off gætir sjálfsgagnrýni í ljóðum Þor- steins þegar hann lítur til baka yfir farinn veg. Sum ljóða hans eru erfið túlkunar enda er hann spar á allar útskýringar og ljóðin því stundum margræð og á köfl- um beinlínis torræð. Þróunin hefur þó fremur verið í átt til einföldunar hin síð- ari ár og Meðan þú vaktir einkennist af skýru, öguðu tungutaki og klassískum ljóðstíl. Yrkisefnin í þessari nýju ljóðabók Þor- steins ffá Hamri eru fjölbreytt og hér er að- eins rúm til að gera stutta grein fýrir þeim helstu. I nokkrum ljóðanna er fjallað á spaklegan hátt um takmarkanir og eðli mannsins. Má þar nefha ljóðin „Morgnar" og „Or brotum“. 1 því síðarnefnda er lýst hve huganum er tamt að mynda sér heimssýn byggða á margskonar blekking- um: „ofsjón, ægisýn: / aldarhátt sem var / glæðir hann sér úr glapsýn!" Vissulega eru það sígild sannindi að maðurinn setji heimsmynd sína saman úr brotum og hætti til að offneta trausdeik hennar. Menn leita gjaman samsinnis hjá þeim sem eru sömu skoðunar og þeir sjálfir og sleppa því sem ekki stemmir við þeirra eigin skoðun eins og lesa má úr niðurlagi ljóðsins, að hugurinn: 110 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.