Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 122
RITDÚMAR hve torræð ljóð Þorsteins geta verið, les- andinn verður sjálfur að yrkja í eyðurnar. Hvernig getur ljóðmælandi verið drott- inn og ómáttugur í þokkabót? Eða er hver maður skapari, sjálfur drottinn síns eigin lífs og er þá guðsafneitun niður- staða ljóðsins? Eða þá að drottinn birtist ljóðmælanda sem talar í véfréttarstíl eins og vera ber og stendur þá „allt heima“? Ef vikið er aftur að upphafmu, að kveikju ljóðsins, sem fólgin er í vísuninni í ljóð Jónasar. Jónas vill annast huga sín „sjálfs í hjarta þoli vörðu“ þá er ekki ólíklegt að Þorsteinn hafi svipað í huga í sínu Ijóði er hann líkir lífi sínu við eyðimerkurgöngu. Jónas talar einnig um „andstreymi" og „þokuna voðaligu“ í sinni frægu sonn- ettu. Þá er komið að kjarna málsins; Þor- steinn er að lýsa listamannslífi sínu eins og Jónas, þeir velja ekki auðveldustu leiðina, en heldur vilja þeir „kenna til og lifa“ eins og þar stendur. Ljóðið „Sum djásn“ fjallar á hnittinn hátt um þau fyrirbæri tilverunnar sem hvorki má orða né snerta. „Sum djásn / er dauðasök að snerta.“ Og ef þau villast „íklædd orðunum / á bók eða blað / þekkja þau sig / sjaldnast sjálf.“ En þau: Eru til, una við sitt... Helzt á sem nafnlausustum nesjum. Ljóðunum „Maurer“ og „Hammershus“ fylgja athugasemdir Þorsteins þar sem hann gerir stutta grein fyrir tilurð þeirra. Hið fyrrnefnda er ort útffá ferðasögu Konrad Maurers, kátlegri ffásögn er göm- ul kona í Vatnsdal flutti honum kvæði um Friðrik Barbarossa. Síðarnefnda ljóðið er ljóðrænna og eftirminnilegra, ort um beinaleifar ungrar stúlku, sem eru til sýnis við Hammershus, foman kastala og fang- elsi á Borgundarhólmi. Þorsteinn lýsir hinni grimmdarlegu afföku stúlkunnar á effirfarandi hátt: „Tvítug að aldri / var hún tekin af, / husluð / með hálsjárnin á.“ I næsta erindi er dregin upp þessi fallega, kyrrláta mynd, hrópandi andstæða affök- unnar: Hvar skyldi jafn skært næturgalinn sín kvöldstef kliða, Heimsádeila setur mark sitt á allmörg ljóðanna í Meðati þú vaktir og má þar nefna t.d. ljóðið „Möttull konungur“ sem er vísun í skáldsögu Þorsteins sjálfs sem kom út 1974. Margt í bók hans sem var full af barnalegum og hvatvíslegum sleggjudómum sér hann því miður „... standast líkt og allt / sé að öðru snið- ið, / um hrokann, fordómana, / hræsn- ina, svikráðin, / neyðina, æðið / og hina naumu útleið . . .“ og skáldinu líst ekki nema mátulega vel á blikuna. Fátt já- kvætt er einnig sjáanlegt í ljóðunum „Fok“, „Óland“ og „Á sandinum" sem draga upp nöturlega heimsmynd. Öllu jákvæðari og persónulegri tón má finna i ljóðinu „Sumarmál" þar sem ljóðmæl- andi segist vera hættur að tilbiðja vetrar- kuldann, kýs heldur vorið, ljósið og daginn. Sama má segja um hið snotra ljóð „Vængjaburður“. Gleðin, ástin og ljóðið eru persónugerð og hafa lent í klóm dreka nokkurs en „sloppið ... / úr hreiðrinu / hrakin og tætt,“ þau eru nú gróin sára sinna og hafa brátt lært að fóta sig „á veruleikans vísu - // og líða nú um gættir / á léttum / jarðneskum fjöðrum." Þetta ljóð býður heim ýmsum túlkunar- möguleikum og hægt er að lesa það al- legórískt en það fjallar augljóslega um andstæðurnar gott og illt. Hið góða gerir þau mistök að tilbiðja hið illa og kaupir það dýru verði en þjáningin dýpkar gleð- ina, ástina og ljóðið og þau læra líka að meta frelsið betur en áður. Stundum er ádeilan blandin trega, eftirsjá, jafnvel 112 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.