Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Qupperneq 5

Breiðholtsblaðið - 01.04.2008, Qupperneq 5
5BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2008 um að leggja áherslun á að vinna með fólkinu sjálfu. Þetta á að verða grasrótarstarf en er í sjálfu sér nokkuð óskrifað blað enn sem komið er. Við ætlum okkur að finna út hvað íbúarnir vilja sjálf- ir gera og þróa þetta í samráði við fólkið á svæðinu.” Einar segir að ef Reykjavík er skoðuð eftir hverfum eða póstnúmerum þá sé fjölmennasta fjölmenningarsam- félagið í Miðborginni, í 101-um og einnig sé mjög fjölmennt samfélag nýbúa á Kjalarnesi. Síðan komi Breiðholtið og þá einkum Fella- hverfið þar sem fólk af erlendum uppruna hafi verið að festa sér eignir að undanförnu. Sérstaða Kjalarnessins að þessu sé tilkom- in af því að fyrirtæki, sem hafi ráðið fólk af erlendi bergi til vinnu hafi skaffað húsnæði þar. Ástæð- ur þess að nýbúar hafi fest kaup á fasteignum í Fellahverfinu byggist meira á lögmálinu um framboð og eftirspurn á fasteignamarkaði. “Íbúðaverð hefur verið ívið lægra þar en í öðrum hverfum Reykja- víkur og þetta fólk hugsar stund- um öðruvísi en okkur er tamt og vill ekki taka of miklar skuldir á sínar herðar og vill sjá fram úr reikningsdæminu um íbúðakaup- in. Þetta getur síðan dreifst meira þegar þetta fólk verður grónara hér og hagur þess batnar. En okk- ur finnst ástæða til þess að reyna þessa nýjung í þjónustu við nýbúa á þessum slóðum og svo verður reynslan að skera úr um hvernig starfið þróast.” Flugvélarframparturinn og stjórnklefinn þaðan sem Einar stjórnaði plötusnúningi í Fellahelli á sínum tíma. Vélin er enn í Fellaskóla þar sem Fellahellir var á sinni tíð. Fjölmenni á lokahátíð Lokahátíðir stóru upplestrarkeppninnar 2008 fóru fram í mars og apríl. Í Breiðholtinu fór upplestrar- keppnin fram í Seljakirkju 2. apríl að viðstöddu fjöl- menni þar sem valdir nemendur úr 7. bekk skólanna í hverfinu lásu brot úr skáldverki og ljóð. Á meðal þess sem nemendur lásu í Seljakirkju var kafli úr Bar- daganum við Bjarndýrið eftir Jón Sveinsson, Nonna og ljóð eftir Stein Steinarr. Þessar myndir voru teknar í Seljakirkju á meðan upplesturinn fór fram. Það eru Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem standa að stóru upplestrarkeppninni og fór lokahátíðin fram á 32 stöðum að þessu sinni. Hluti keppenda á lokahátíðinni í Seljakirkju. Keppendur bíða á meðan einn þeirra les úr Bardag- anum við Bjarndýrið eftir Nonna. Þétt setnir áheyrendabekkir í Seljakirkju. Tónlistaratriði voru á milli upplesturs og þessi unga stúlka lék á fiðlu. Ólöf Ingimundardóttir aðstoðarskólastjóri og Krist- ín Jóhannesdóttir, skólastjóri Fellaskóla létu sig ekki vanta á lokahátíðina.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.