Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Síða 4

Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Síða 4
“Það er nú full mikið sagt,” sagði Guðrún Þórsdóttir, skóla- stjóri Vinnuskóla Reykjavíkur og Breiðhyltingur þegar hún var spurð hvort hún væri hin eig- inlega guðmóðir Breiðholtsdag- anna sem nú standa yfir. “Ég er ekki guðmóðir þeirra en verð þó að viðurkenna hafa átt þátt í því verkefni ásamt fleiru góðu fólki sem varð upphafið að þessari hverfishátíð.” Guðrún segir að upphafið megi rekja til verkefnis sem farið var af stað með í Breið- holtinu og nefnist “Kynslóðirnar saman”. “Þegar ég starfaði hjá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkurborgar fór ég af stað með verkefni sem var kallað “kynslóðirnar mætast”. Þá efndi ég til samstarfs við all- ar félagsmiðstöðvar fyrir aldraða í borginni sem voru 14 að tölu. Þéttasta og besta handtakið í því samstarfi var við Guðrúnu Jóns- dóttur, forstöðumann félagsstarfs- ins í Gerðubergi. Í framhaldi af því þróuðum við ákveðið verkefni þar sem við létum kynslóðirnar mætast. Nafna mín hafði þá yfir- sýn að einhvers virði væri að búa tengingu af þessu tagi og gefa samstarfi kynslóðanna þannig nýtt inntak. Fram til þessa hafði ekki mikið verið hugað að því að það gæti verið ákveðinn ávinning- ur fyrir unga fólkið að kynnast eldra fólki og einnig að eldra fólk gæti hafi gagn og gaman af því að eiga stundir með yngri borgur- um. Fyrstu viðbrögð eldra fólks- ins voru þó nokkuð blendin. Það vissi ekki alveg hvernig það átti að fara að því að hitta einhver börn sem það þekkti ekki neitt. En verkefnið fór af stað og með seiglunni og góðvildinni breyttist þetta viðhorf fljótt. Athyglisvert var líka hversu krakkarnir voru áhugasöm og voru stillt og góð þegar þau fóru að hitta eldra fólk- ið, tala við það, spila við það og jafnvel að dansa.” Guðrún segir að hugmyndir hafi verið sóttar í gömlu baðstofumenninguna. Þessa fallegu heiðursmannasam- komu sem baðstofumenningin fól í sér. “Við nýttum okkur hana og reyndum að endurvekja menn- ingu þar sem kynslóðir voru sam- an. Nafna mín í félagsstarfinu í Gerðubergi var líka mjög áhuga- söm um að þróa nýjar nálganir á þessu sviði og ég held með fullri virðingu fyrir öðrum sem komu nálægt þessu þá hefði það tekið aðra stefnu hefði hún ekki verið þarna að störfum. Breiðholtið er einnig mjög landfræðilega afmark- að og hverfisvitundin er sterk. Ég hygg að það hafi hjálpað til við þetta starf þar auk þess sem skólarnir í Breiðholti hafa notið sterkra stjórnenda sem komu fljótt að þessu með okkur. Þessar aðstæður hjálpuðu okkur við að skapa fyrirmyndarsamstarf á milli kynslóða. Þetta starf hefur farið fram í Breiðholtinu á undanförn- um árum og ég held að ég halli ekki á neinn þótt ég segi að þetta samstarf kynslóðanna sé komið lang lengst þar af öllum hverfum Reykjavíkur. Ég held að við höfum náð að þróa verkefni sem ég vona og held reyndar að muni standa um aldur og ævi.” Þjónustumiðstöðin unnið gott starf Guðrún segir að með tilkomu Þjónustumiðstöðvarinnar í Breið- holti hafi orðið til sterkur vilji til þess að gera eitthvað fyrir Breið- holtið sérstaklega og þá hafi þetta samstarf skólanna og félagsstarfs eldri borgar þegar verið fyrir hendi. “Því þurfti ekki að byrja á hreinum byrjunarreit. Fólk var búið að kynnast því og upplifa að það væri gaman að gera eitthvað saman. Hvatinn var fyrir hendi því náðst hafði að þróa fyrirmynd- arsamstarf milli eldri borgara og grunnskólanemenda sem styrkti þorpsstemninguna með nýju rót- arútskoti. Ragnar Þorsteinsson, fyrrum skólastjóri í Breiðholts- skóla og núverandi forstöðumað- ur Menntasviðs Reykjavíkurborg- ar, stýrði Þjónustumiðstöð Breið- holts á þessum tíma. Hann skildi þetta mjög vel og var ötull stuðn- ingsmaður þess að stækka þetta starf og útfæra á fleiri sviðum. Ragnar hefur mikla tilfinningu fyr- ir því hvernig hægt er að mæta fólki. Hann var einn þeirra sem lagði sig fram um að þróa starfs- fræðslu fyrir nemendur á frumbýl- isárum Breiðholtsskóla og síðan er hann mikill skógræktarmaður. Ég held að það skipti máli vegna þess að þeir sem hafa áhuga fyrir skógrækt hafa jafnan einnig áhuga á mannrækt. Ragnar var einn af frumkvöðlunum við að koma Breiðholtshátíðinni af stað. Hann naut frábærs starfsfólks Þjónustu- miðstöðvarinnar og þá ekki síst Þráins Hafsteinssonar, sem var frí- stundaráðgjafi á þeim tíma og hef- ur einnig sinnt íþróttamálunum af miklum áhuga. Og þeir sem á eftir hafa komið þar til starfa með Þor- stein Hjartarson, núverandi for- stöðumann í broddi fylkingar hafa einnig lagt sig reglulega fram um þetta verkefni eins og sést best af þeim Breiðholtsdögum sem nú standa yfir. Ég myndi segja að þetta væri árangur af góðu upp- leggi með góðu fólki sem hefur unnið að þessu í gegnum tíðina og veit hvaða þýðingu það hefur fyrir fólk að mætast. Ég tel þetta mjög þýðingarmikið starf vegna þess að fólk á að lifa lífinu fram eftir öllum aldri en ekki hverfa af vettvangi og fara inn í biðstof- una innan fjögurra veggja um leið og starfsskyldum þess á hinum hefðbundna vinnumarkaði lýkur. Það er nauðsynlegt að eldri borg- arar fái hlutverk og aðstöðu fyrir sig til þess að miðla sinni þekk- ingu og reynslu yfir til þeirra sem yngri eru. Ég hef mikinn áhuga á að aftengja kynslóðabilið og veit að fullorðna fólkið hefur mikið að gefa og einnig grunnskólanemend- ur sem framkallaðist vel þegar þau kenndu eldri borgurum á tölv- ur. En það verkefni var undanfari Kynslóðir saman.” Fjölmenning að þróast Guðrún er Vesturbæingur að uppruna en fluttist ung í Breið- holtið. “Ég flutti þangað þegar ég fór að heiman. Það var frem- ur auðvelt að fá keypt húsnæði í Breiðholtinu og mín fjölskylda byrjaði sinn búskap í stærsta kast- ala á Íslandi. Í Asparfellinu. Síðar fluttum við okkur yfir í Selin og þar ætla ég mér að vera um ókom- in tíma. Ég verð að viðurkenna að þetta kostaði okkur talsverða umhugsun. En við höfum aldrei séð eftir því að hafa flutt uppeft- ir.” Guðrún segist hafa fylgst nokk- uð vel með í gamla hverfinu sínu. “Ég er alltaf í góðu sambandi við fólk þar og ekki síst við hverfis- bakarann í Fellunum - hann Guð- mund. Hann er búinn að starfa þarna frá því hverfið byggðist og hefur því fylgst vel með þróun- inni í þessa þrjá áratugi. Hann segist sjá umtalsverða breytingu á þessum tíma. Fólk gangi mun betur um en áður og það sé að verða til ný menning í þessum hverfishluta. Þarna hefur ákveðin fjölmenning verið að þróast á und- anförnum árum.” Guðrún segir að búa þurfi til torg fyrir íbúana. “Nýir Íslendingar þurfa að verða sýnilegir og fá að koma með sterk- an slagkraft inn í samfélagið. Ég held að þetta unga og kraftmikla samfélag sem Breiðholtið bygg- ir á sé á margan hátt opnara og fjölbreyttara en eldri samfélög. Fjölmenning getur átt auðveldara uppdráttar í slíku samfélagi en þeim sem eru grónari. Þess vegna þurfum við að virkja hana og gera hana sýnilegri.” Nýtt samfélag “Þarna urðu fjölmennustu grunnskólar landsins til á fáum árum og skólastarfið einkenndist af miklum metnaði. Skólarnir voru mjög sterkir vinnustaðir. Menn voru að feta nýjar leiðir og fólk tókst bara á við hlutina og gerði sitt besta. Ég man að þegar ég var að kenna eðlisfræði í Hólabrekku- skóla þá var ekki til reglustrika í skólanum. En starfsandinn var með þeim hætti að allir lögð sig fram og fólk var ekkert að kvar- ta. Þarna var verið að móta heil- stæða grunnskóla í fyrsta skipti. 4 Breiðholtsblaðið SEPTEMBER 2008 Breiðholtið er bær í borginni Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Gleraugun eru á réttum stað. V I Ð T A L I Ð Ég myndi segja að þetta væri árangur af góðu uppleggi með góðu fólki sem hefur unnið að þessu í gegnum tíðina og veit hvaða þýðingu það hefur fyrir fólk að mætast.

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.