Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Síða 23

Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Síða 23
15BreiðholtsblaðiðSEPTEMBER 2008 Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Samstarfssamningur ÍR við Landsbankann var undirritaður þann 9. sept. sl. og gildir hann til þriggja ára. Hann mun ná til allra deilda ÍR að undanskilinni körfuknattleiksdeildinni. Mark- mið með þessum samning er að aðstoða deildir félagsins í sínum rekstri en Landsbankinn hefur sýnt að þeir hafa mikinn áhuga á samstarfi við ÍR. Allir vita af þeim mikla uppgang sem nú er í ÍR og vildi Landsbankinn taka þátt í því með okkur að gera félagið enn stærra. Samið við Landsbankann Jelena Jovanovic hefur tek- ið við starfi þjálfara hjá meist- ara- og unglingaflokki kvenna í handbolta. Hún hefur nýlega sett skóna á hilluna eftir mjög svo farsælan feril sem endaði með hvorki fleiri né færri en 10 titlum bæði hér og í heimalandi sínu, Serbíu. Það fer ekkert á milli mála að hún hefur úr miklum viskubrunn að deila og mun án efa miðla sinni reynslu til ungs meistaraflokks ÍR-ingana. Hún hefur alltaf verið viðloðin þjálfun í gegnum árin og seinast var þjálfaði hún ung- lingaflokk kvenna Stjörnunnar. Aðspurð af hverju hún hafi valið að taka þessu starfi segist hún hafa heillast af þessum unga hópi og vilji taka þátt í því verkefni sem framundan er. Hún telji að hún hafi einhverju að miðla til þessara stelpna og vill gera það. Hún vill líka innleiða sigurhefð inn í þenn- an flokk og kenna þeim að spila til sigurs þar sem það er það sem hún gerir og hefur alltaf gert. Það sem er upp á teningunum í dag er að fá þær stelpur sem hættu til þess að byrja aftur og ná þeim aftur inn í félagið. Hún telur að þessi hópur gæti náð langt en vill ekkert spá fyrir næsta tímabil þar sem ekki er enn komið á hreint hverjir mótherjarnir eru. Hún seg- ir framtíðina bjarta hjá ÍR-ingum og spáir því að ef vel er haldið utan um ungu leikmennina muni þetta skila sér í titli á næstu fimm til tíu árum. Hún vill einnig bæta við að ungir krakkar sem áhuga hafi á að prófa handbolta ættu endilega að gera það þar sem þetta er bæði skemmtileg íþrótt og félagskapurinn góður. ÍR-ingar hafa unnið frækna sigra í knattspyrnu í sumar. Meistara- flokkar karla og kvenna fara báð- ir upp um deild. Meistaraflokkur kvenna er sigurvegari í 1. deild kvenna eftir frækilega frammi- stöðu. Stúlkurnar unnu sinn riðil glæsilega, hlutu 33 stig í 12 leikj- um og lögðu bæði Hött og GRV til viðbótar í úrslitakeppni. Liliana Maria Pereira Martins og Ana Rita Andrade Gomes hafa verið iðn- astar við að skora hjá ÍR. Í keppni um fyrsta sætið sigraði ÍR GRV með fjórum mörkum gegn einu. ÍR- keppir því í úrvalsdeild kven- na að ári, en liðið lék einnig í efstu deild árið 2007. Halldór Halldórs- son hefur þjálfað meistaraflokk kvenna undanfarin ár. Meistaraflokkur borið höfuð og herðar Meistaraflokkur karla hefur bor- ið höfuð og herðar yfir keppinauta sína í 2. deild karla. Fljótlega kom í ljós að ÍR myndi taka forystu í deildinni. Henni hafa þeir haldið og var ljóst að þeir voru orðnir sigurvegarar í deildinni þegar fjór- ar umferðir voru eftir, en ljóst var einni umferð áður að ÍR myndi flytjast upp um deild. Þegar þetta er ritað hafa ÍR-ingar ekki tapað leik í deildinni. Þeir hafa unnið 17 leiki og gert tvö jafntefli, eru með 53 stig eftir 19 leiki, en næsta lið með 39 stig. Elías Ingi Árnason, leikmaður ÍR, er langmarkahæst- ur í deildinni með 21 mark (og hefur einnig leyft sér að afreka það að láta markmann verja hjá sér þrjár vítaspyrnur í sama leikn- um – en hann náði þó að skora fjögur mörk í þeim leik). Árangur meistaraflokks karla er einstak- lega glæsilegur í ár, því liðið varð Reykjavíkurmeistari í vor og ein- nig deildabikarmeistara í B-deild. Þjálfari meistaraflokks karla er Guðlaugur Baldursson. Stór hópur stráka að æfa Þá má nefna að 2. flokkur karla hefur unnið sína deild, C-deild og leikur í B-deild að ári, en þeir hlutu 31 stig í 12 leikjum, en næsta lið er langt á eftir. Liðsmenn hafa vaxið mjög undir stjórn Sigurðar Þóris Þorsteinssonar þjálfara sem hefur haldið úti tveimur liðum í öðrum flokki, sem er fátítt meðal félaga. Stór hópur stráka hefur verið að æfa, þar af þó nokkrir sem hafa jafnframt æft og leikið með meistaraflokki karla. Einn úr hópnum, Halldór Arnarsson, hefur gert samning við Herfölge, en ungir ÍR-ingar hafa undanfar- in ár farið til æfinga hjá þessu merka danska liði. Til gamans má geta hér í lokin að í síðasta leik 2. flokks karla í deildinni báru okk- ar menn sigurorð af Gróttu með þrettán mörkum gegn einu og skoraði þá Andri Már Ágústsson hvorki meira né minna en fimm mörk, en hann ásamt nafna sínum Andra Birni Sigurðssyni hafa ver- ið nokkuð jafnir við að raða inn mörkum. Starf og árangur í öðrum yngri flokkum karla og kvenna hefur einnig verið með ágætum, svo að knattspyrnan í ÍR á bjarta framtíð fyrir sér. Stefán Jóhann Stefánsson ÍR á mikilli uppleið í knattspyrnunni GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Jelena Jovanovic þjálfari. Eins og ÍR-ingar vita hefur ver- ið í mótun afreksstefna sem á að aðstoða þjálfara og iðkendur hjá ÍR í að ná lengra í sinni grein. Við munum styrkja okkar fólk fjárhagslega. Nú er komið að því að úthluta í fyrsta sinn úr sjóðnum sem heitir Magnúsarsjóður. Markmið sjóðs- ins er m.a. að veita afreksfólki í öll- um deildum innan ÍR styrk vegna æfinga og/eða keppni og búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína. Veita þjálfurum og leið- beinendum sem starfa á vegum ÍR styrk til að sækja viðurkennd þjálf- aranámskeið og/eða aðra mennt- un sem eflir þá í starfi. Stuðningur við þjálfara til endurmenntunar er hvetjandi fyrir viðkomandi m.a. til að halda áfram vinnu sinni fyrir félagið. Þeir sem ætla að nýta sér þetta tækifæri eru beðnir um að skila inn umsókn í sjóðinn á skrif- stofu ÍR til Sigrúnar Grétu íþrótta- fulltrúa. Sækja þarf um fyrir 30. sept. n.k. Hægt er að nálgast nánari upp- lýsingar um sjóðinn inni á www. irsida.is eða með því að hafa sam- bandi við skrifstofu ÍR. Úthlutun úr Magnúsarsjóði Vil að stelpurnar byrji aftur Á myndinni má sjá Hörð Heiðar Guðbjörnsson framkvæmdastjóra ÍR, Úlfar Steindórsson formann ÍR, Viggó Ásgeirsson forstöðu- mann markaðs- og vefdeildar Landsbankans og Tómas Hallgríms- son útibússtjóra Breiðholtsútibús takast í hendur eftir undirskrift. Íþróttaskóli fyrir 3 til 6 ára er á þriðjudögum, aldursskiptir hóp- ar og hægt er að velja milli tíma. Hver tími er 40 mín. í senn og er kennt í íþróttasal í ÍR heimilinu Skógarseli 12. Best er ef börnin eru berfætt og í þægilegum föt- um. Tveir íþróttafræðingar, Atli og Eyjólfur, fá börnin til að gera ýmsar kúnstir þar sem reynir m.a. á jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, ýmsa þroskaþætti og samhæfingu. Þátttaka fyrir áramót kostar 8.000 kr. Leikfimi fyrir eldri Leikfimi fyrir fólk á efri árum er á mánudögum kl.8:15 til 9:45 og á föstudögum kl.13:00-15:00 og kostar ekkert. Á mánudögum er byrjað á hefðbundinni leikfimi og síðan er farið í Ringó og Boccía. Á föstudögum er fyrst farið í Boccía kl. 13 til 14 og síðan leikfimi kl. 14 til 15. Velkomið er að mæta þegar fólki hentar innan þessa tímara- mma. Íþróttakennari er Júlíus Arn- arsson og kennt er á neðstu hæð ÍR heimilisins að Skógarseli 12. Íþróttaklúbbur unglinga Íþróttaklúbbur fyrir unglinga er á miðvikudögum í Seljaskóla kl.15:40 til 16:40 og á föstudögum í Austurbergi kl.16:15 til 17:15. Ætl- að unglingum (8., 9. og 10. bekk) í Breiðholti sem ekki stunda skipu- lagt íþróttastarf hjá íþróttafélög- um. Það sem tekið verður fyrir er það sem unglingarnir vilja gera í samvinnu við hópstjórann Jakob Hallgeirsson. Hann er í síma 899-7082 og með netfangið kobbih@hotmail.com. Markmiðið er að unglingarnir komi saman án allrar pressu um mætingu eða keppni og geri eitthvað skemmti- legt saman, líka utan íþróttasalar- ins. Skokkhópur Skokkhópur eru á mánud., miðvikud. og fimmtud. kl. 17:30. Mæting er við ÍR-heimilið að Skóg- arseli 12. Eftir hlaupaæfingar á mánud. og miðvikud. eru teygjur og styrktaræfingar inni í sal milli kl.18:30 til 19:00. Einnig eru æfing- ar á laugardögum frá Breiðholts- laug kl. 9:30. Nýliðar mæti á mánu- dögum eða miðvikudögum. Nánari upplýsingar veitir þjálfarinn, Gunn- ar Páll Jóakimsson í síma sími: 864 4286 og á netinu gpj@ismennt.is. Verð aðeins 11.000 fyrir veturinn frá okt. til apríl. Kvennaleikfimi Kvennaleikfimi; er á mánudög- um og fimmtudögum kl.17:30 til 18:30 í sal á efri hæð ÍR heimilisins að Skógarseli 12. Alhliða líkams- þjálfun fyrir konur á öllum aldri. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, íþrótta- kennari og lýðheilsufræðingur, sér um tímana. Stakur mánuður kost- ar 3.200 kr. og þrír mánuðir kosta 8.900 kr. Frekari upplýsingar veitir Svava Oddný í síma 898 9614 eða á netinu oddsva@gmail.com. Almenningsíþróttir hjá ÍR Meistaramót Íslands 11 til 14 ára fór fram á Laugum helgina 17. til 18. ágúst. Mótið tókst það mjög vel í alla staða í sól og blíðu báða keppnisdaga, en 197 keppendur tóku þátt í mótinu frá 16 félögum og héraðssamböndum. Að vanda var einstök stemming í herbúðum ÍR-inga og margir foreldrar sem fóru með til að styðja við bakið á liðinu. Niðurstaða helgarinnar var sú að enn og aftur sigraði lið ÍR sigr- aði í heildarstigakeppni mótsins og eru því Íslandsmeistarar félagsliða 11til14 ára 2008. Liðið hlaut sam- tals 554 stig, lið HSK sem varð í öðru sæti fékk 419,8 stig og lið UFA varð í þriðja sæti með 288 stig. Til gamans má geta þess að ÍR-ingar urðu einnig Íslandsmeistarar félags- liða innanhúss á þessu ári og hafa því góða ástæðu til að vera stolt af sinni frammistöðu og fara inn í haustæfingarnar með bros á vor og raunhæfar væntingar. Margir voru með fínan árang- ur og töluvert var um bætingar, ef saman eru taldir Íslandsmeist- aratitlar eru þau Gunnar Ingi Harð- arson sem sigraði í 60 m., 800 m. og langstökki í 12 ára flokki stráka og Arna Stefanía Guðmundsdótt- ir sem sigraði í 100 m., 800 m. og 80 m. grindahlaup í 13 ára flokki telpna sem flesta titlana unnu. Þau Vera Sigurðardóttir (800 m.), Dóróthea Jóhannesdóttir (hástökk), Mikael Gunnlaugsson (hástökk), Hekla Rún Ámunda- dóttir (hástökk og spjótkast), Dag- bjartur Daði Jónsson (spjótkast) og Fanny Hermundardóttir (spjót- kast) unnu einnig glæsilega Íslands- meistara titla. Öll úrslit má finna á www.fri.is mótaforrit. Hins vegar er mjög mikilvægt að muna að þó það sé gott að sigra þá skiptir það að vera með í íþróttinni og leikgleð- in sjálf sem mestu máli skiptir. Ein- nig samveran með góðu fólki og vinum í fallegri náttúru. ÍR sigraði í heildarstigakeppni Hið árlega Golfmót ÍR var hald- ið í Þorlákshöfn 23. ágúst sl. Það er skemmst frá því að segja að það var hann Þórarinn M. Þor- björnsson gjaldkeri aðalstjórn- ar ÍR sem vann þetta mót að þessu sinni en í öðru sæti varð Jóhannes Karl Sveinsson. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt en það var NIVEA sem var aðalstyrktaraðili mótsins. Þórarinn vann golfmót ÍR

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.