Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Qupperneq 7

Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Qupperneq 7
7BreiðholtsblaðiðSEPTEMBER 2008 ERT ÞÚ HEIMAVINNANDI? Vilt þú starfa í líflegu umhverfi, 2-3 kvöld í viku og aðra hverja helgi?Hæfniskröfur:Reynsla af heimilisrekstri 30 ára eða eldri Hæfni í mannlegum samskiptum Geta unnið vel undir álagiÍ boði er 70% starfshlutfall, full þátttaka í öllum störfum, jákvæður starfsandi, traust fyrirtæki og mjög samkeppnishæf laun.Allar nánari upplýsingar veitir Herwig:atvinna@foodco.is . Umsóknir á: http://umsokn.foodco.is Veitingastjóri,kvöld- og helgar, óskast á veitingastaði American Style í Skipholti og Nýbýlavegi Haustdagskráin í Gerðubergi hófst með Safnaramarkaði í tengsl- um við sýninguna Stefnumót við safnara III sem nú er nýlokið. Sýningin Kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum verður fram- lengd til 5. nóvember vegna góðra undirtekta frá skólum og leikskól- um en margir hafa þegið leiðsögn um sýninguna frá því hún opnaði í vor. Föstudaginn 12. september voru opnaðar tvær sýningar. Guð- ný Svava Strandberg myndlistar- kona opnaði sýninguna Flæði í Boganum þar sem sjá má penna- teikningar og vatnslitamyndir. Í kaffihúsinu opnaði á sama tíma sýningin MOLA en um er að ræða útsaumuð munstur og tákn í litrík- um efnisbútum frá indíánaættbálk- um í Suður-Ameríku. Steina Vasulka á sjónþingi Sunnudaginn 21. september mun vídeólistakonan Steina Vasulka sitja fyrir svörum á Sjón- þingi og að því loknu verður opn- uð yfirlitssýning á verkum hennar. Steina er meðal virtustu lista- manna á þessu sviði á heimsvísu. Stjórnandi þingsins og sýningar- stjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdótt- ir og í hlutverki spyrla eru þau Halldór Björn Runólfsson og Mar- grét Elísabet Ólafsdóttir. Alþjóðahúsið í Gerðubergi Alþjóðahúsið í Breiðholti hefur aðsetur í Gerðubergi og verður opnað formlega 16. september. Ýmis samstarfsverkefni eru í bígerð og verða unnin með verkefnastjóra Alþjóðahússins, Kamillu Ingibergsdóttur. Þar má t.d. nefna handverkskaffi þar sem allir sem eru að vinna eitthvað skapandi í höndunum geta kom- ið saman, spjallað og fengið sér kaffibolla. Fyrsta handverkskaff- ið verður miðvikudagskvöldið 1. október kl. 20 og þá mun Bergþór Ingi Leifsson segja frá tilurð sýn- ingarinnar MOLA þar sem sjá má einstakt handverk frá indíanaætt- bálkum í Suður-Ameríku. Í byrjun nóvember verðum síðan jólaundir- búningsstemning og sýnikennsla í gerð aðventukransa. Iðunnarfélögum fjölgar Kvæðamannfélagið Iðunn hefur nú fest sig í sessi í dagskrá Gerðu- bergs og heldur áfram að bæta við félagsmönnum. Kvæðalagaæfingar Iðunnar eru alltaf fyrsta miðviku- dagskvöld í mánuði og félagsfund- ir föstudaginn þar á eftir. Sjá allar upplýsingar um félagið á www.rimur.is. Nína Grímsdóttir byrjar í klassísku hádegi Tónleikaröðin Klassískt hádegi hefur göngu sína í byrjun októ- ber í samstarfi við Nínu Margréti Grímsdóttur, píanóleikara og list- rænan stjórnanda tónleikaraðar- innar. Hópur valinkunnra tónlistar- manna stígur á stokk og flytur okk- ur yndislega tóna í erli dagsins. Tilvalið að skella sér á tónleika og fá sér hádegisverð í kaffihúsinu í Gerðubergi í leiðinni. Halldór Viðar, Björn og Halldóra sýna Um miðjan nóvember opnar Halldór Viðar Garðarsson mál- verkasýninguna Minningar í Bog- anum en hann hefur notið leið- sagnar í myndlist síðustu árin í Félagsstarfi Gerðubergs. Afrakst- urinn er heillandi, fólk og dýr í íslenskri náttúru. 23. nóvember opnar Björn Sigurjónsson, ljós- myndari, sýningu sem hann nefnir Ungblind þar sem blind ungmenni taka áskorun sinnar eigin fötlun- ar með þátttöku sinni í sýningu á opinberum vettvangi. Sama dag opnar myndlistarkonan Halldóra Helgadóttir málverkasýningu sem hún nefnir Utan-garð en umfjöll- unarefnið eru fíflar, fífur og annað það sem við viljum utan garðs. Fjölbreytt vetrarstarf í Gerðubergi HAUSTVÖRURNAR STREYMA INN Spennandi tilboðsslár í göngugötu á Breiðholtsdögum. Verið velkomnar. Mjódd • Sími: 5575900 Safnamarkaður og safnahorn í Gerðubergi Safnaramarkaður var haldinn í Gerðubergi 6. september sl. Safnamarkaðurinn var haldinn í tengslum við sýninguna Stefnu- mót við safnara III sem staðið hefur yfir í menningarmiðstöð- inni að undanförnu. Sýningin Stefnumót við safn- ara III var tileinkuð hljóðfærum og ýmsum hlutum sem tengjast tónlist á einn eða annan hátt. Á sýningunni gaf að líta ýmis konar hljóðfæri sem endurspegla bæði ástríðu hljóðfærasafnara og einnig og ekki síður þá þróun hljóðfæra sem hefur orðið í gegnum aldirn- ar; allt frá frumstæðum ásláttar- hljóðfærum til elektrónískra stíló- fóna. Sýningin í Gerðubergi var um margt skemmtileg og einkar tilvalið að velja hljóðfæri sem sýn- ingargripi því mikil þróun hefur átt sér stað í smíði hljóðfæra í gegnum tíðina þótt ákveðin klas- sík sé þar ávallt ríkjandi. Sama dag eða þann 6. septem- ber var fyrsta sýningin opnuð í Safnarahorni Gerðubergs en þar dregur listakonan Lóa Guðjóns- dóttir fram ýmsa skemmtilega og forvitnilega hluti úr búi sínu. Þar má m.a. nefna forláta postulíns- brúður, gamalt hljóðfæri, styttur, mynt og fleira. Lóa hefur áður komið við sögu Gerðubergs því hún hélt málverkasýningu í Bog- anum fyrir þremur árum.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.