Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 17

Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 17
Fimm ÍR-ingar voru í Ólympíu- landsliðinu í handbolta sem kom með silfrið heim frá Bejing á dög- unum. Nokkrir þeirra eru búsett- ir í Breiðholti eða eru ættaðir þaðan. Tveir Breiðhyltinganna, þeir Ingimundur Ingimundar - son og Sturla Ásgeirsson settust um stund með tíðindamanni Breiðholtsblaðsins í ÍR heimil- inu morguninn eftir heimkom- una og fagnaðalætin sem fylgdu afrekum þeirra í Kína. Bæði Ingi- mundur og Sturla léku nokkra æfingaleiki með liðinu þar sem þeir stefndu á að komast með. “Það var fyrsta baráttan okkar í þessu máli og síðan tók sú næsta við þegar út var komið,” segja þeir. Draumurinn var að komast á pall Þeir kváðust ekki hafa búist við þessum árangri en engu að síður farið fullir vissu um að þeir ætl- uðu að gera sitt besta. “Draum- urinn er auðvitað sá að komast á pall á Ólympíuleikunum og við það miðast keppnin er að þótt sá draumur náist ekki alltaf. Maður horfir á næsta leik og þegar við vorum komnir í úrslitakeppnina þá vöknuðu vissulega vonir um að komast alla leið. Við gerðum okkur auðvitað grein fyrir því að lokaleikurinn yrði ekki auðunninn en engu að síður var ljúft að láta sig dreyma og kannski vorum við stund að átta okkur á því að sá möguleiki að vinna Ólympíuleika væri raunverulega til staðar.” Þeir segja þann árangur sem náðist tilkominn af því að liðið hafi náð vel saman og einnig að spila mjög vel og sérstaklega hafi vel tekist til í vörninni sem hafi verið liðinu ákveðin akkelisarhæll að undan- förnu. Náðst hafi að komast fyrir þann vanda og síðan hafi hraða- upphlaupin lukkast með þeim árangri sem varð og menn þekkja. “Við fengum auðvitað meira sjálfs- traust með hverjum leik og það sýndi okkur að við gátum gert þetta. En árangurinn byggðist þó fyrst og fremst á að öll atriði frá þeim stærstu til hinna smæstu féllu saman. Að öðrum kosti hefð- um við ekki náð svona langt.” Ingi- mundur og Sturla segja liðið alltaf verið með gott í sókn og mark- vörslu en þurft að bæta sig í vörn- inni, sem hafi tekist.” En hvað fór í gegnum huga íslenska liðsins eftir tapið gegn Frökkum? “Við vorum auðvitað hundfúlir. Svona til að byrja með þegar við geng- um á verðlaunapallinn. Það var mjög sérstakt að taka við silfrinu og okkur fannst það ekkert merki- legt svona í fyrstu. En eftir því sem leið á og ekki síst eftir heim- komuna og þær móttökur sem við fengum fórum við að gera okkur grein fyrir því hvað þetta er mikið afrek fyrir svona litla þjóð eins og Ísland. Við vorum því ekkert fúlir mjög lengi og við vorum raunar farnir að brosa strax á verðlauna- pallinum. Okkur óraði auðvitað ekki fyrir þessu í byrjun.” 20 ár í boltanum Þeir Ingimundur og Sturla eru búnir að fylgjast að á vellinum í nær tvo áratugi. Þeir byrjuðu snemma að æfa. Um átta ára ald- ur voru þeir mættir á völlinn hjá ÍR í hornið og til að skjóta. “Það er löng leið að sigri,” segja þeir hlæjandi en bæta við að ekki saki að hafa byrjað snemma. ÍR varð fyrir valinu vegna nálægðarinnar. “Það var hverfisfélagið í Breiðholt- inu. Við vorum báðir í Breiðholts- skóla og margir af okkur strákun- um fóru að æfa með því. Við erum hluti af þessum hóp sem ólst upp hjá félaginu ef svo má segja. Bjarni Fritzson er einn af okkur. Hann er búinn að vera með okkur í þessi 20 ár og Hreiðar Levy Guð- mundsson var líka búinn að vera með okkur lengi þótt hann hafi búið vestur í bæ. Hann er ekki uppaldinn ÍR-ingur en við tókum hann í okkar hendur,” segja þeir Ingimundur og Sturla, “þannig að hann er ÍR-ingur í dag.” Þeir segja að haldboltinn hafi dottið dálít- ið niður á árunum 1993 og fram til 1996 en þá hafi nokkrir áhuga- samir og öflugir strákar komið til liðs við félagið og verið farnir að spila í meistaraflokki 15 til 16 ára gamlir. Allir ÍR-ingarnir í liðinu og raunar allt Ólýmpíulandsliðið var skipað strákum sem hafa boltann að atvinnu og spila með félagslið- um erlendis. Þeir höfðu unnið að undirbúningi Ólympíuleikana frá því í maí. “Því er ekki að neita að ákveðin spenna einkenndi hópinn til að byrja með en menn náðu síðan að slaka vel á og það hjálp- aði þeim að vinna betur saman. Hópurinn þéttist smám saman að baki verkefninu.” Hefðum viljað sjá meira af gamla Kína En hvernig var að koma til Kína? Kom allt á óvart eða var þetta það Kína sem menn áttu von á. Ingi- mundur og Sturla segja að erfitt hafi verið að gera sér grein fyrir því fyrir fram hvaða umhverfi biði þeirra. Eitt það fyrsta sem þeir ráku sig á voru kínversku táknin og hversu erfitt sé fyrir Vestur- landabúa að átta sig á þeim. “Við vissum lítið hvert við vorum að fara nema að hafa einhvern með- ferðin sem kunni að lesa úr þeim. Þetta er allt öðru vísi en í Evrópu þar sem letrið er skiljalegt hvað sem tungumálakunnáttu líður. Annað sem kom okkur á óvart var hversu allt er stórt. Háhýsi hlið við hlið út um allt. Þetta var allt mun vestrænna að sjá en við höfðum ímyndað okkur. Okkur skilst að þessi uppbygging hafi orðið á síðustu árum og umhverf- ið hafi breytt mjög hratt um svip. Kínverjar hafi hreinlega verið að breyta ímynd sinni fyrir Ólymp- íuleikana og verið að byggja sína Manhattan í miðri Bejing. Þarna eru breiðar verslanagötur með stórverslunum á fleiri hæðum. Einhverjir okkar fóru inn í gömul hverfi og sáu þar hluta af gamla Kína sem okkur skilst að nóg sé enn eftir af. Við hefðum ekkert haft á móti því að sjá meira af hinu raunverulega Kína. Fólki á reiðhjólum með stráhatta og hefð- bundna kínverska menningu. En tíminn var ekki mikill. Við verðum að fara aftur til Kína til þess að skoða okkur meira um og kynnast landi og þjóð betur,” segja þeir Ingimundur og Sturla sem eru að vonum ánægðir með framgöngu íslenska Ólympíulandsliðsins í Bejing á dögunum og ekki síður þátt ÍR-inga í þessum einstæða árangri. 9BreiðholtsblaðiðSEPTEMBER 2008 Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298 www.borgarblod.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Draumurinn var að komast á pall Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson Ólympíufarar úr ÍR. Á milli þeirra er Hörður Guðbjörns- son, framkvæmdastjóri félagsins. Mynd: Sigrún.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.