Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Page 6

Breiðholtsblaðið - 01.09.2008, Page 6
6 Breiðholtsblaðið SEPTEMBER 2008 Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298 borgarblod@simnet.is Félag heyrnarlausra hefur hafið samstarf við félagsstarfið í Gerðubergi. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri félagsins og Anna Jóna Lárusdóttir, félags- málafulltrúi segja þetta samstarf eiga sér nokkra forsögu eða allt aftur til ársins 1996. Þá hafi heyrnarlausir farið að koma og taka þátt í félagsstarfinu í Gerðu- bergi. “Þetta samstarf stóð í um tvö ár en dó þá út og heyrnarlausir fóru annað. Fólk mundi hinn veg- ar eftir Gerðubergi og mig lang- aði að koma þessu í gang aftur,” segir Anna Jóna. “Því hóf ég máls á því við Guðrúnu Jónsdóttur, for- stöðukonu félagsstarfsins, hvort möguleikar væru á því að koma þessu starfi aftur á fót. Hún tók mér ljúfmannlega og við fórum af stað að skipuleggja að félagsstarf með heyrnarlausum sem nú er farið af stað.” Ekki hópur heldur einstaklingar Anna Jóna bendir á að heyrnar- lausir séu ekki einn hópur heldur einstaklingar sem starfi að félags- málum á víðari grundvelli. Engu að síður sé mjög mikilvægt að þeir eigi aðgang að skipulögðu félagsstarfi og því sé ánægjulegt að hafa komið þessu samstarfi á fót að nýju í þeirri góðu aðstöðu sem félagsstarfið í Gerðubergi búi að. “Hér erum við ein af hópnum. Við fáum táknmálstúlka og erum með í öllu félagsstarfi hvort sem það er handavinna, ferðalög eða eitthvað annað.” Anna Jóna rifjar upp nýlega afstaðið ferðalag með félagsstarfinu í Gerðubergi. “Þetta var mjög skemmtileg ferð og eftir- tektarverk hversu hópurinn var hress og skemmtilegur.” Flestir í eldri kantinum Daði Hreinsson segir að enn sem komið er séu flestir þeirra sem taka reglulegan þátt í félags- starfinu í eldri kantinum. Yngra fólkið sé á vinnumarkaði og fái ákveðinni félagsþörf fullnægt í gegnum vinnu sína. Anna Jóna segir að margir hinna eldri og þá einkum fólk sem ekki er á vinnu- markaði búi við mikla félagslega einangrun. Því sé mikil nauðsyn á að rækta gott félagsstarf þar sem þetta fólk geti komið saman og ekki síður í samband við heyrandi fólk hvort sem það sé í formi nám- skeiða eða annars félagsstarfs. Hún bendir á og beinir þeim möguleikum til heyrnarlausra að koma í Gerðuberg á fimmtudög- um og föstudögum og taka þátt í því starfi sem þá fer fram. Félags- starfið sé þó á engan hátt bundið við þessa tvo tilteknu vikudaga og langi fólk að mæta þangað þá sé það hjartanlega velkomið hvenær sem er og fái þá tækifæri til þess að taka þátt í starfi með heyrandi fólki. Hún segir að alltaf sé möguleiki á að fá túlk ef þörf sé á. Túlkur sé einnig alltaf til staðar ef um fyrirlestra eða ferðir er að ræða eða atriði þar sem nauðsyn- legt er að heyrnarlausir geti fylgst með allri orðræðu sem fram fer. Daði segir félagsstarfið í Gerðu- bergi ekki síst ætlað til þess að gefa heyrnarlausi fólki tækifæri til þess að brjóta upp hið daglega mynstur og eiga samneyti við ann- að fólk, bæði heyrandi og heyrnar- laust. Í því sambandi sé nauðsyn- legt að heyrnarlausir haldi sinni dagskrá og bjóði hinum heyrandi upp á að taka þátt í því sem þeir hafa fram að færa. Þátttakan þurfi að vera gagnkvæm því það sé ekki ætlunin að þeir myndi sér- stakan hóp eða einangrist í heyrn- arleysinu innan félagsstarfsins. “Þetta fólk hefur sitt fram að færa og því er nauðsynlegt að taka þátt í almennu félagsstarfi og bland- ist heyrandi fólki á þann hátt að báðir gefi og þiggi. Þannig geta þeir sem búa við þau skilyrði að heyra ekki bæði gefið til þeirra sem heyra og einnig tekið þátt í þeirra starfi og þegið af þeim.” Bjartsýn á samstarfið Anna Jóna kveðst vera mjög bjartsýn með samstarfið við félagsstarfið í Gerðubergi. “Þetta mun vissulega krefjast mikillar vinnu en ég er viss um að þetta starf muni ganga vel í framtíðinni. Anna Jóna, sem sjálf er heyrnar- laus, er það sem kalla mætti hreyf- anlegur félagsmálastjóri hjá Félagi heyrnarlausra. Hluti af starfi henn- ar felst í því að heimsækja heyrn- arlaust fólk, ræða við það á tákn- máli og veita því aðstoð. Eitt af því er að vinna gegn því að heyrn- arlaust fólk sem ekki er á vinnu- markaði lendi í þeirri aðstöðu að verða félagslega einangrað vegna aðstöðu sinnar að heyra ekki tal- að orð og geta því ekki tjáð sig á hefðbundnu tungumáli. Að því brýna máli er nú unnið í samstarfi Félags heyrnarlausra og félags- starfsins í Gerðubergi. Þá má geta þess að heyrnarlausir stóðu fyrir myndlistarsýningu í Árskógum 4 þar sem þau Vilhjálmur Guðmund- ur Vilhjálmsson, Kolbrún S. Hreið- arsdóttir og Halldór Viðar Garð- arsson sýndu verk sín. Heyrnarlausir í félags- starfi í Gerðubergi Breiðholtsdagurinn er haldinn hátíðlegur í sjötta sinn nú í sept- ember. Að þessu sinni nær dag- skráin til heillar viku, eða frá mánudeginum 15. september til laugardagsins 20. september. Helstu markmið Breiðholtsdaga eru að stuðla að aukinni sam- heldni, samveru og hverfisvitund íbúa þar sem fólk á öllum aldri kemur saman á ýmsum stöðum til að auðga andann og skemmta sér á jákvæðan og uppbygglegan hátt. Af nógu er að taka því menn- ingarstarf í Breiðholti er öflugt og framsækið. Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson og Frú Dorrit Moussaieff, verða sérstakir gest- ir hátíðarinnar mánudaginn 15. september. Forsetinn setur hátíð- ina kl. 14:00 og opnar um leið málverkasýningu heyrnarlausra myndlistarmanna í Félagsmiðstöð- inni Árskógum. Í hátíðarathöfn Breiðholtsdaga, laugardaginn 20. september kl. 14:00, mun Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, ávarpa gesti og afhenda heiður- sviðurkenningar í Íþróttahúsinu Austurbergi. Fleiri borgarfulltrúar taka virkan þátt í Breiðholtsdög- um í ár. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, forseti borgarstjórnar, tekur á móti forsetahjónunum fyrir hönd borgarstjórnar, jafnframt opnar hann Alþjóðahús í Breið- holti formlega þriðjudaginn 16. september. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, ávarpar og setur málþing fjölskyldunnar fimmtu- daginn 18. september og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, verður gestur í pottakaffi Breið- holtslaugar sama dag kl. 7:30. Breiðholtshátíð í heila viku Anna Jóna Lárusdóttir ræðir málefni heyrnarlausra á táknmáli og Daði Hreinsson fylgist með. Vilhjálmur Guðmundur Vilhjálmsson, Kolbrún S. Hreiðarsdóttir og Halldór Viðar Garðarsson ásamt Guðrúni Jónsdóttur, forstöðumanni félagsstarfsins í Gerðubergi, Kristjáni Sigurmundssyni, fostöðumanni félagsstarfsins í Árskógum og Önnu Jónu Lárusdóttur frá Félagi heyrnarlausra. Keppnissveit star fsmanna á Þjónustumiðstöð Breiðholts sigraði Róðrakeppni Reykjavík- ur 2008. Sveitin var heiðruð af því tilefni á starfsmannafundi föstudaginn 29. ágúst sl. Á eftir var efnt til veislu þar sem framkvæmdastjóri og deildar- stjóri afhentu liðsmönnum blóm og innrammað viðurkenningar- skjal en meðlimir sveitarinnar höfðu áður fengið gullpeninga og farandbikar sem Faxaflóahafnir gáfu og keppt verður aftur um að ári. Þessi góði árangur gladdi allt samstarfsfólk á þjónustumiðstöð- inni og er þeim Elsu Guðmunds- dóttur og Guðbjörgu Magnúsdótt- ur á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða þakkað alveg sérstaklega fyrir að standa fyrir og skipuleggja þessa skemmtilegu keppni. Unnu róðrarkeppni Keppnissveitin að róðri loknum. Fimm ára leikskólabörn á leið í Árbæjarsafn. Ferðirnar voru hluti af Breiðholtshátíð. Langar þig að syngja í kór? Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Arnalds, kórstýra, í síma 694-8773. Kór Fella- og Hólakirkju leitar að söngfólki í allar raddir. Kórinn leiðir söng við guðsþjónustur í Fella- og Hólakirkju og æfir auk þess spennandi verk til að flytja við ýmis tækifæri. Æft er á þriðjudagskvöldum kl. 19.30

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.