Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 17
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Fréttir 17 Lögmenn kröfðust rannsóknar n Óttuðust um starfsheiður sinn n Vonlaus starfsandi í ráðuneytinu M ikil óánægja hefur ríkt í innanríkisráðuneytinu mánuðum saman vegna viðbragða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkis ráðherra við trúnaðar- brestinum gagnvart nígerísku hæl- isleitendunum. Samskiptin urðu strax stirð á fyrstu stigum máls- ins. Um leið og lögmönnum í ráðu- neytinu varð ljóst að skjal sem þeir höfðu útbúið hafði ratað til fjölmiðla fóru þeir fram á að upplýst yrði hver hefði lekið því. Fáir höfðu komið að gerð skjalsins, líkt og fram kem- ur í greinargerð lögreglu, og töldu lögmennirnir að það gæti beinlínis skaðað starfsheiður þeirra ef lekinn yrði ekki upplýstur tafarlaust. Þeir óskuðu eftir því að utanaðkomandi aðili sæi um rannsóknina. Hulduathugun Hanna Birna hefur margsinnis haldið því fram að rekstrarfélag stjórnarráðsins, félag sem meðal annars sér um ræstingar og hefur engu formlegu eftirlitshlutverki að gegna, hafi annast athugun á lekan- um. Framkvæmdastjóri þess hefur ekki staðfest að slík athugun hafi far- ið fram né hefur fjármála- og efna- hagsráðuneytið svarað fyrirspurnum DV um athugunina. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins í byrjun árs var fullyrt að „athugun ráðuneytis- ins og rekstrarfélags stjórnarráðsins staðfesti að trúnaðargögn vegna um- rædds máls hafa einungis farið til þeirra aðila sem samkvæmt lögum eiga rétt á þeim“. Lögreglurannsókn- in leiddi hins vegar í ljós að þessi niðurstaða var röng. Skömmustuleg tilkynning Eftir að dómsúrskurðir höfðu varp- að nýju ljósi á vinnubrögð ráðu- neytisins í lekamálinu fyrr í sumar var haldinn starfsmannafundur. Þegar starfsmenn spurðu spurninga skammaði Hanna Birna þá fyrir að sýna ekki nægan liðsanda. Einn þeirra fundarmanna sem DV ræddi við sagði Hönnu Birnu hafa sett út á að starfsmenn væru „með fýlusvip“. Þegar innanríkisráðuneytið full- yrti svo ranglega í tilkynningu á vef sínum að Evelyn Glory Joseph væri „eftirlýst“ vildi enginn gangast við því að hafa skrifað tilkynninguna. Þetta fór í taugarnar á starfsmönn- um ráðuneytisins. Einn þeirra starfs- manna sem DV ræddi við fullyrti að vinnubrögðin væru „farsakennd“, höfundur tilkynningarinnar hefði „greinilega farið fram úr sér“ og tölu- verðs pirrings gætti í garð ráðherra og aðstoðarmanna, enda væri öllum ljóst að eitthvert þeirra þriggja hefði skrifað tilkynninguna. Fram kom í samtali við upplýs- ingafulltrúa innanríkisráðuneyt- isins á dögunum að mjög þröngur hópur komi nálægt tilkynningum á vefnum. Tveir fyrrverandi starfs- menn í stjórnarráðinu fullyrða að tilkynningar á ráðuneytisvefjum séu nær undantekningarlaust skrifaðar í samráði við aðstoðarmenn eða ráð- herra sjálfan. n johannpall@dv.is Slæmur starfsandi Starfsmenn pirraðir á ráðherra og aðstoðarmönnum. Mynd Sigtryggur Ari Fékk ekki upplýsingar sem óskað var eftir H anna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra af- henti ekki þau gögn um samskipti sín við Stefán Eiríksson, fráfarandi lög- reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem umboðsmaður Alþingis óskaði eftir. Hún svaraði ekki hvenær fundirnir hefðu farið fram, hvert til- efni þeirra hefði verið og hver hefði átt frumkvæði að þeim. Fyrir vikið sendi umboðsmaður Alþingis ráð- herranum annað bréf og ítrekaði spurningar sínar. Innanríkisráðherra átti að eigin sögn fjóra „almenna fundi“ með lögreglustjóranum meðan lög- reglurannsóknin stóð yfir, en full- yrðir í bréfi sínu til umboðsmanns að enginn þeirra hafi verið „boðað- ur til að ræða rannsóknina sérstak- lega“. Þá hafi hún átt símtöl, en ekki sé haldin skrá yfir samskiptin. reglur um skráningu séu virtar Líkt og umboðsmaður bendir á í síðara bréfi sínu til innanríkisráð- herra setti forsætisráðherra Íslands reglur um skráningu formlegra samskipta í stjórnarráðinu þann 20. desember í fyrra. Samkvæmt þeim ber að skrá í málaskrá ráðu- neytis formleg samskipti og form- lega fundi milli ráðuneyta og við aðila utan stjórnarráðsins. Um símtöl segir í reglunum: „Að lágmarki skal skrá upplýsingar um að samskipti hafi átt sér stað. Sé upplýsinga, sem hafa þýðingu við meðferð og afgreiðslu formlegra stjórnsýslumála, aflað með símtali skal jafnframt skrá minnispunkta um það í málaskrá að því marki sem þörf þykir.“ Umboðsmaður gerir þá kröfu til Hönnu Birnu að hún upp- lýsi hann um það sem skráð var á grundvelli þessara reglna og „ef það var ekki gert hverjar hafi verið ástæður þess“. Veit ekki hvers vegna Svör ráðherra líktust fremur frétta- tilkynningu en formlegu svari við upplýsingabeiðni frá eftirlits- stofnun á borð við umboðsmann. Spurningar umboðsmanns voru skýrar. Hann óskaði eftir tiltækum gögnum um samskipti ráðherra við Stefán Eiríksson, þ.e. öllum þeim gögnum sem til eru og unnt er að afhenda, en varð ekki að ósk sinni. Samt kom fram í kvöldfréttum RÚV á miðvikudag að nánari upplýs- ingar um fundina væri að finna í dagbók ráðherra. Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar vilja ekki tala við DV og láta Jóhannes Tómasson, faglega skip- aðan upplýsingafulltrúa í ráðu- neytinu, svara fyrir sig. Hann segist ekki vita hvers vegna Hanna Birna svaraði ekki strax þeim spurning- um sem umboðsmaður spurði. Aðspurður hvers vegna Gísli og Þórey vilji aldrei ræða við DV segist Jóhannes ekki kunna neinar skýr- ingar á því. Lögfræðiráðgjöf til ráðherra DV bíður nú eftir gögnum úr ráðu- neytinu um þá lögfræðilegu ráð- gjöf sem ráðherra segist hafa feng- ið vegna samskipta sinna við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Tveir lög- fræðingar sem DV hefur rætt við telja það mjög athyglisvert ef rétt reynist að lögmenn innanríkis- ráðuneytisins hafi ráðlagt Hönnu Birnu að ræða við Stefán Eiríksson um lögreglurannsókn lekamáls- ins með óformlegum hætti og án þess að vitna nyti við. Í ljósi þess hve málið er viðkvæmt hljóti að vera sérstaklega mikilvægt að skrifa ítarlegar fundargerðir og hafa ráðu- neytisstjóra með í ráðum. Í ályktun þingmannanefndar- innar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er sérstaklega vikið að upplýsinga- og skráningarskyldu ráðuneyta. „Vegna smæðar samfélagsins skiptir formfesta, skráning upp- lýsinga, verkferlar, tímamörk og skýr ábyrgðarsvið enn meira máli en í stærri samfélögum,“ segir þar auk þess sem þingmannanefndin mælist til þess að „á fundum innan stjórnarráðsins séu skráðar fundar- gerðir, svo og þegar oddvitar ríkis- stjórnar eða ráðherrar koma fram gagnvart aðilum úr stjórnkerfinu eða utanaðkomandi aðilum.“ Hver einasti þingmaður á síðasta kjör- tímabili greiddi þingsályktunar- tillögunni atkvæði sitt. n Umboðsmaður þurfti að ítreka spurningar sínar til ráðherra„Að lágmarki skal skrá upplýs- ingar um að samskipti hafi átt sér stað. Vill svör Tryggvi Gunnarsson er umboðs- maður Alþingis og kallar eftir því að innanríkisráð- herra svari spurningum sínum. Mynd Sigtryggur Ari Svarar bara sumu Hanna Birna svaraði einungis sumum þeirra spurninga sem um- boðsmaður Alþingis bar upp. Hann þurfti að ítreka spurningar sínar og bíður enn eftir svörum. Jón Bjarki Magnússon Jóhann Páll Jóhannsson jonbjarki@dv.is / johannpall@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.