Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 8.–11. ágúst 201454 Fólk Ristilskolunar- hótel Jónínu Atorkusemi Jónínu Ben ríður ekki við einteyming. Detox-meðferð hennar í Póllandi hefur sjaldan verið vinsælli og rær hún nú að því öllum árum að bæta aðstöð- una. „Nýr samningur var gerð- ur í dag við stórglæsilegt hótel í Kartuzy fyrir þá sem fljúga til Póllands einhverjum dögum áður en meðferðirnar byrja eða fara seinna. Nú er enginn í þörf fyrir ykkur að leita að gististað, við fundum hann svo um mun- ar,“ skrifar Jónína á Facebook- síðu sína og bætir við að gisting, ristilskolun og matur sé ekki það eina sem innifalið sé í verði. „Ég hlakka til þess að kenna bowling (leyni á mér).“ Svalar stelpuþorsta samfélagsins Ilmur Kristjáns og Stelpurnar snúa aftur G rínþættirnir Stelpurnar hefja göngu sína á ný í lok september. Þættirnir verða – sem fyrr – sýndir á Stöð 2. „Tökur hefjast von bráðar og það er bara gaman,“ segir Ilmur Krist- jánsdóttir en hún sló í gegn í síð- ustu þáttaröð í hinum ýmsu hlut- verkum. Varaborgarfulltrúinn nýkjörni endurtekur leikinn nú auk þess sem hún skrifar handritið í félagi við aðrar í leikhópnum. „Þetta kom mjög skyndilega upp, þannig að við þurftum að ganga rösklega til verks en það hafðist. Handritið er tilbúið.“ Svala þorsta Ilmur segir að ákveðið hafi verið að endurvekja grínteymið vegna gríðarlegrar eftirspurnar hvaðanæva að úr samfélaginu. „Gömlu seríurnar eru ennþá vin- sælar og fólk þyrstir greinilega í meira,“ segir hún og bætir við að þeim grínþorsta svali Stelpurn- ar með ánægju. Auk Ilmar ætla flestir leikarar úr fyrri seríum að snúa aftur, þótt einhverjar manna- breytingar verði. „Það verða ein- hver ný andlit en ég veit ekki hvort ég megi segja frá því, við erum enn- þá að ganga frá „castinu“. Kjarninn verður samt þarna: Brynhildur, Katla, María Reyndal, Daddi, Mar- íanna Klara Lútersdóttir, Gulla, Edda, Nína og … já.“ Ilmur er þessa dagana í fæðingarorlofi frá Borgarleik- húsinu en hyggst ekki hefja störf þar aftur að því loknu. Sem áður greinir er hún varaborgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og tekur við for- mennsku velferðarráðs Reykja- víkurborgar á næsta ári. „Það verð- ur fullt starf.“ n Hinsegin sokka- ásetning Braga Ummerki Hinsegin daga umlykja borgina en hátíðin stendur nú sem hæst. Hver heldur uppi boð- skapnum með sínum hætti, enda þurfa ekki allir að mæta í Gleði- gönguna á laugardaginn til þess að taka þátt. „Í tilefni hinsegin daga mun ég ganga í hægri sokk á vinstri fæti næstu daga – og öf- ugt,“ segir Bragi Valdimar Skúla- son, sjónvarpsmaður og tónlist- armaður, á Facebook-síðu sinni. Í ljósi þess að Hinsegin dagar eru til þess gerðir að fagna fjöl- breytileikanum, ættu forsvars- menn að taka sokkauppátæki Braga fagnandi, enda ný og frum- leg leið til þess að vera hinsegin. Eftirsótt Ilmur Kristjáns mætir eftirspurn með framboði. Mynd SIgtryggur ArI Ívar vel á verði Ívar Guðmundsson, dagskrár- gerðarmaður á Bylgjunni, varð vitni að því þegar maður leiddi grátandi stúlkubarn úr mann- mergðinni á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum um síðustu helgi. Gekk hann upp að stúlkunni og spurði hana: „Er þetta pabbi þinn?” Þegar hún svaraði játandi leyfði hann þeim að halda áfram. Frá þessu er sagt á Pressunni. Móðir stúlkunnar segist afar þakklát Ívari. „Ég lít mjög upp til hans og þess að hann hafi látið öryggi barnsins míns hann varða. Það eru ekki allir sem hefðu hugsað út í að eitthvað óeðlilegt gæti hafa verið í gangi en Ívar var greinilega með hausinn á réttum stað,“ segir hún meðal annars. Verslunarferð með Tobbu á 200 þúsund tobba Marinós fararstjóri í New York-ferð Icelandair T obba Marinósdóttir mun í nóvember næstkomandi leiða hóp Íslendinga um verslunarfrumskóga New York-borgar. „Ég fékk þessa hugmynd og spurði Icelandair hvort þeir væru með eitthvað svona. Svo reyndist ekki vera þannig að við ákváðum að henda upp einni ferð,“ segir Tobba en á heimasíðu flugfé- lagsins getur hver sem er slegist í verslunarförina með rithöfundinum. „Við verðum í fjóra daga og pælingin er að klára að kaupa allar jólagjafir. Þarna er hægt, þekki menn til, að fá merkjavöru á algerum spottprís og gera sjúklega góð kaup. En til þess þarf að vera með nokkuð mörk trikk á hreinu.“ 200 þúsund Fyrir ferðina hyggst Tobba halda lærðan fyrirlestur um aðferðafræði sína, svo að ferðalangarnir verði ekki eins og beljur á svelli í eplinu stóra. „Þar fer ég yfir þetta allt saman, þessi trix. Hvað borgar sig að panta á netinu áður og láta senda á hótel- ið? Hvernig útvegar maður sér af- sláttarmiða? Hvar getur maður not- að þá? Hvaða verslanir er best að fara í?“ Þessum spurningum, og fleirum, mun Tobba svara og lofar öllum sem fundinn sækja vænum teyg úr versl- unarvísdómsbrunni sínum. En upp- lýsingarnar, fararstjórnin og flug- ferðin fást ekki endurgjaldslaust. Öðru nær. Allur pakkinn kostar tæp- ar 200 þúsund krónur íslenskar. En borgar það sig? Sérstaklega með til- liti til veikrar stöðu krónu gagnvart dalnum? „Það fer svolítið eftir því hvað þú ert að versla. Sjálf á ég stóra fjöl- skyldu og þarf að kaupa margar jólagjafir. En svo er ég líka bara að dressa fjölskylduna upp. Barnafötin eru töluvert ódýrari þarna. Ég kaupi svo heilu sjampóin og snyrtivörurn- ar fyrir árið. Þetta kostar bara brot af því sem þetta kostar á Íslandi. Þetta borgar sig.“ Aðdráttarafl ferðarinnar felst ekki einvörðungu í téðri hagkvæmni. Tobba lofar stuði. „Þetta verður rosalega upplifun. New York er stór- kostleg borg.“ Karlaferð Undanfarin ár hefur mikil vit- undarvakning orðið í hinum vest- ræna heimi um skaðsemi fyrirfram- gefinna hugmynda samfélagsins um hlutverk kynjanna, bæði hvað at- vinnu og áhugamál áhrærir. Tobbu er mikið mun að kveða niður bábilj- una lífseigu um að verslunarferðir séu einungis fyrir konur. „Þetta er alls engin sérstök konuferð. Kalli [Baggalútur, maður Tobbu, innsk. blm.] fór með mér síðast þegar ég fór og hann sat bara á barnum í „mall- inu“, drakk bjór og horfði á fótbolta. Þannig að honum leiddist ekk- ert sérstaklega. Hann dressaði sig líka upp. Kíkti í Nike-búðina. Þarna er síðan hægt að kaupa alls konar græjur og dót þannig að karlmenn koma ekkert illa út úr svona ferð.“ n Baldur Eiríksson baldure@dv.is Í new york „Ég fyrir utan húsið hennar Carrie Bradshaw úr 6 and the city. Rétt hjà er Magnolia bakaríið sem þær stöllur í þáttunum stunduðu stíft. Red Velvet bolla- kökurnar þar er „lifechanging“.“ góð kaup Þennan Calvin Klein-kjól keypti Tobba á litlar 6.000 krónur í New York. „Kalli fór með mér síðast þegar ég fór og hann sat bara á barnum í „mall- inu“, drakk bjór og horfði á fótbolta. nýbökuð móðir Tobba segir hagkvæmt að versla jólagjafirnar í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.