Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 33
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Fólk Viðtal 33 hvers vegna fjölmiðlar hafi orðið fyrir valinu. „Ég var rosalega feimið barn og held ég hafi ekki sagt orð þang­ að til ég var tólf ára. Ég var alltaf alveg skelfingu lostin, ég var svo hrædd við fólk. Þannig að það að fara í fjölmiðla var ákveðin upp­ reisn til að brjótast út úr feimninni. Svo á ég líka eldri systur, sem bjó þá úti á Möltu, og hún var mjög op­ inn og kátur krakki og fékk auðvit­ að mikla athygli þannig að ég hugsa að ég hafi farið í fjölmiðla til að fólk neyddist til að hlusta á mig; til að komast úr skugganum,“ segir Linda og hlær. Ljóst er að hún hefur fund­ ið sína réttu braut því hún er afar ánægð í starfi og vill starfa við fjöl­ miðla sem lengst. „Ég held að það sé orðið augljóst að þetta er mín ástríða. Mér finnst þetta svo gaman. Maður er alltaf að hitta nýtt fólk og það er enginn vinnudagur eins svo manni getur ekki leiðst. Og maður lendir í að­ stæðum og fer á staði sem maður myndi annars aldrei fara á.“ Hafa þekkst alla ævi Linda er í sambúð með Berki Gunnarssyni, kvikmyndaleikstjóra, rithöfundi og varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en hann hef­ ur hún þekkt nánast alla ævi. Þau léku sér saman sem börn og bröll­ uðu ýmislegt saman á unglingsár­ unum en það var ekki fyrr en árið 2012, þegar Linda og Börkur hittust á ný eftir langan aðskilnað, sem þau hófu ástarsamband. „Við vorum bestu vinir frá fjögurra ára aldri og hann bjó meira að segja heima hjá mér í smá tíma þegar við vorum tólf ára. Hann svaf inni í herberginu mínu því mamma hans og pabbi voru í útlöndum,“ út­ skýrir Linda. „Við bjuggum í sömu blokk í Leirubakkanum í Breiðholti og for­ eldrar okkar voru vinir svo við Börk­ ur urðum leikfélagar. Þannig að við höfum þekkst alla ævi. Svo slitnaði sambandið upp úr tvítugu og Börkur fór til útlanda og bjó lengi þar. Hann lærði kvikmyndagerð í Tékklandi og fór svo til Íraks og Afganistan og lifði mjög ævintýralegu lífi. Á meðan var ég bara hérna heima og við heyrðu­ mst ekkert í nokkur ár.“ „Það fór eitthvað í gang“ Fyrir tveimur árum fékk Linda svo skilaboð frá sínum gamla vini og þau ákváðu að hittast yfir drykk. Tenging vinanna varð þó talsvert frábrugðin því sem hún hafði verið í æsku. „Það fór eitthvað í gang, eitthvað sem er erfitt að útskýra. En það var samt svolítið eins og maður væri að sofa hjá bróður sínum fyrst. Við fór­ um heim fyrsta kvöldið og þá sváf­ um við bara hlið við hlið. Við veltum alveg fyrir okkur hvort við ættum að fara yfir þessa línu,“ segir hún. „Hann er besti vinur minn og ég hef þekkt hann alla ævi. En þegar við byrjuðum að vera saman kynnt­ ist ég honum upp á nýtt sem full­ orðnum manni. Það var alveg nýtt.“ Linda segir þó að æskuvinurinn hafi lítið sem ekkert breyst í gegn­ um árin. „Hann er nákvæmlega eins og hann var,“ segir hún og brosir. „Þetta var mjög praktískt“ Aðspurð segir Linda að á yngri árum hafi aldrei neinar tilfinningar verið í spilinu. „Það hvarflaði aldrei að mér og var í raun gjörsamlega útilok­ að í mínum huga að við myndum nokkurn tímann byrja saman. Börk­ ur sagði mér reyndar síðar að hann hafi alltaf verið svolítið skotinn í mér. Ég var aldrei skotin í honum en honum fannst ég alltaf voða sæt. Hann var samt ekkert að játa það,“ segir Linda og hlær. „Við fæddumst með tuttugu daga millibili og mömmur okkar sögðu alltaf að við ættum að giftast. Fjöl­ skyldunni fannst það náttúrlega rosalega fyndið þegar við sögðum þeim að við værum byrjuð saman. Það voru allir mjög glaðir með þetta. Og þetta var líka mjög praktískt; við þurftum ekkert að byrja á því að spyrja hvaðan við kæmum eða hverra manna við værum. Við gát­ um skautað yfir það allt og byrjað strax að rífast,“ segir Linda og hlær. Gefur frelsi að vera barnlaus Linda og Börkur eru í sambúð, en þrátt fyrir að vera orðin 44 ára eru þau bæði barnlaus. „Okkar líf er því mjög einfalt,“ segir Linda. „En við erum ennþá að reyna að ákveða hvað við ætlum að gera í þessu barnleysi. Okkur langar alveg í börn. Við erum bara alltaf að hugsa um eitthvað annað og komum okk­ ur ekki í að ákveða hvað við ætlum að gera. Það kemur bara í ljós.“ En hvernig er að vera barnlaus á þessum aldri? „Það gefur ofboðslegt frelsi og ég hef alltaf notið þess að vera svona rosalega frjáls. Ég hef einhvern veg­ inn alltaf séð mig svona. Það hefur samt verið erfitt að reyna að útskýra það fyrir fólki.“ Aðspurð segist Linda þó ekki finna fyrir pressu frá öðrum þegar kemur að barneignum. „Nei, en ég finn að fólki finnst þetta eitthvað skrýtið. Þetta er greinilega svolítið feimnismál; ég er aldrei spurð beint út í þetta og fólk heldur líklegast að ég geti ekki átt börn. Ég finn líka ákveðna fjarlægð á milli mín og þeirra vina minna sem eru í barnastússi, en það er náttúr­ lega alveg eðlilegt.“ Fékk sinn skammt af börnum Linda segist aldrei hafa hugsað mik­ ið um barneignir í gegnum tíðina. „Mig langaði alltaf að lifa ein­ hverju ævintýri. Ég er að átta mig á því fyrst núna að það að eiga börn er ævintýri. En ég hef alltaf þráð frelsið umfram það,“ segir hún. „Systir mín eignaðist börn og var með þau heima til að byrja með og svo á ég yngri bróður sem fæddist þegar ég var tólf ára svo það var alltaf rosalega mikið af börnum heima. Ég held ég hafi bara fengið minn skammt. Ég vildi frelsi.“ „Algjör martröð“ Árið 2002 varð Linda fyrir erfiðu áfalli þegar mikill bruni varð í nokkrum húsum á Laugavegi. Íbúð­ in hennar brann til kaldra kola ásamt öllum hennar eigum, en sjálfri tókst Lindu að bjarga sér úr voðanum með því að stökkva fá­ klædd fram af svölunum. „Þetta var skelfilegt. Það brann allt sem ég átti,“ segir Linda er hún rifjar upp þetta erfiða atvik. „Það brunnu fjögur hús á Lauga­ veginum og ég bjó í risinu á einu þeirra. Það kviknaði í öllu og það brann bókstaflega allt. Ég var að horfa á sjónvarpið og svo allt í einu kom mikil birta inn. Ég leit niður og þá var kviknað í öllu portinu á bak við húsið. Ég henti úlpunni yfir mig, setti gemsann í vasann og hljóp út. Ég ætlaði niður stigaganginn en þar var bara svartur mökkur svo ég hringdi í Neyðarlínuna. Svo skall hurðin aftur þegar ég var komin út á gang svo það munaði litlu að ég hefði lokast inni þar. En ég komst aftur inn í íbúðina, hljóp berfætt út á svalirnar og hopp­ aði niður. Þetta var algjör martröð.“ Enginn til að hjálpa „Það var mikill vindur og slökkvi­ liðið réð ekkert við eldinn. Svo voru bakhús þarna sem voru ekk­ ert á teikningum svo það myndað­ ist algjört kaos. Lögreglan reyndi að ráða við fólkið og vísa því í burtu því vindurinn var að feykja öllu til og frá. Ég var þarna hlaupandi um að reyna að komast að einhverju, en það var enginn til þess að hjálpa manni. Rauði krossinn vildi til dæmis koma um nóttina en það var afþakkað,“ segir Linda. „Þetta var mjög mikið gagnrýnt. Borgarráð ræddi þetta sérstaklega og það var haldinn samráðsfundur þeirra sem komu að málum og mér skilst að verkferlum hafi verið breytt eftir þetta. Ég var afar gagnrýnin og kom í blöðin þar sem ég lýsti þessu öllu. Ég var í algjöru adrenalínkasti.“ Sér eftir fjölmiðlafári Bruninn reyndist Lindu mjög erfiður. „Ég svaf ekkert eftir þetta. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum brunann og ég tók að mér að fara í alla fjölmiðla og tala um þetta,“ seg­ ir hún. „Ég var mjög lengi að jafna mig. Ég gat ekkert sofið og fékk einhvers konar áfall. En ég er oft svo mikill brjálæðingur og þarna stökk ég í alla fjölmiðla og gaf þeim allt sem þeir vildu. Ég sá eftir því að mörgu leyti. Ég var ekki í neinu standi til að opin­ bera mig svona. Var í algjöru áfalli eftir þessa nótt og svaf ekki neitt, þetta var bara alltof mikið. Ég var heimilislaus; sofandi hér og þar hjá vinum og ættingjum, fann hvergi frið og ég missti hreinlega allan fók­ us.“ Lenti á spítala „Að opinbera sig svona þegar mað­ ur er í áfalli, það er mjög varhuga­ vert,“ segir Linda. „Ég fór í viðtal í Kastljós þar sem ég var að segja brandara og vera rosalega sniðug. Svo var ég komin upp á spítala daginn eft­ ir. Ég var orðin svo rugluð af áfalli og svefnleysi að ég var keyrð upp á spítala og þar var ég látin sofa eina nótt. Ég vaknaði meira að segja um nóttina þrátt fyrir að hafa fengið sterkar svefntöflur því adrenalínið var svo mikið. Svo voru blaðamenn að hringja og ég tók slaginn fyrir öll fórnarlömbin. En ég var náttúrlega í engu standi til þess.“ Linda segist hafa lært af þessari erfiðu reynslu. „Ég lærði að hugsa betur um sjálfa mig. Ég verð aðeins að passa upp á mig því ég á til að hlaupa fram úr mér. Ég hef alltaf verið mjög orkumikil og ör og svo langar mig að þóknast öllum. Svo hef ég líka bara rosalegan áhuga á fjölmiðlum og vinnunni og maður getur orðið hel­ tekinn af vissum málum. Þetta er fjölmiðlaveikin,“ segir hún. En hvernig er að missa allt sem maður á? „Það er rosalega skrýtið. Rauði krossinn gaf okkur pening til að kaupa þessa helstu hluti eins og nærbuxur, en svo fer maður ósjálfrátt að reyna að kaupa sér allt eins og það sem maður átti. Þetta er mjög óraunveruleg tilfinning. Það fer einhvern veginn partur af þér.“ Ætlar að eiga blómabúð Aðspurð segist Linda ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. Hana langar að ferðast meira og starfa áfram við fjölmiðla, en þessi öra og orkumikla kona er staðráðin í að hafa það rólegt í ellinni. „Draumurinn er að eiga stórt og fallegt hús með garði. Gamla Linda ætlar að eiga blómabúð og lifa mjög rólegu lífi. Það er framtíðarplanið. Afi minn átti blómabúð og ég vann þar þegar ég var yngri. Ég elska blóm. Svo ætla ég að halda rosa­ lega mikið af veislum og bjóða fullt af skrýtnu fólki,“ segir hún og brosir. „En annað er óráðið. Dags dag­ lega er ég alveg skipulögð en ég er rosalega óskipulögð með líf mitt. Kannski er það barnleysið, maður er einhvern veginn alltaf hálf kæru­ laus. Svo það verður bara að koma í ljós.“ n Góðir vinir Linda og Börkur, 25 ára, í ferm- ingarveislu litla bróður Lindu. Myndin er tekin árið 1995. Börkur bjó þá í Berlín og Linda var komin í stjórnmálafræði í háskólanum. Mynd úr EinkASAFni Æskuvinir Börkur (til hægri) og Linda (í miðjunni) ásamt Dóru, eldri systur Lindu. Myndin er tekin árið 1979. Mynd úr EinkASAFni Ástarsamband útilokað „Það hvarflaði aldrei að mér og var í raun gjörsamlega útilokað í mínum huga að við myndum nokkurn tímann byrja saman,“ segir Linda um kærastann sinn og æskuvin, Börk Gunnarsson. Mynd SiGtryGGur Ari Barnleysi er feimnis- mál „Þetta er greinilega svolítið feimnismál; ég er aldrei spurð beint út í þetta og fólk heldur líklegast að ég geti ekki átt börn,“ segir Linda um barnleysið. Mynd SiGtryGGur Ari „Ég var ekki í neinu standi til að opinbera mig svona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.