Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 39
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Lífsstíll 39 Vöðvafíkn Vöðvafíkn hefur verið lýst sem öfugum einkennum lystarstols og er ríkjandi meðal karlmanna sem stunda lyftingar. Vöðvafíkn er jafnvel talin angi af líkamslýtaröskun (e. body dysmorphic disorder) sem er sálfræðilegur kvilli sem einkenn- ist af því að einstaklingur verður gríðarlega upptekinn af því sem hann telur galla á útliti sínu. Einstaklingi með vöðvafíkn finnst líkami hans aldrei nægjanlega magur og vöðvamassi aldrei nógu mikill. Þetta veldur því að viðkomandi dvelur löngum stundum við æfingar og þá er hann óhóflega upptek- inn af mataræðinu. Þá forðast vöðvafíkillinn ítrekað félags- legar athafnir og lokar á fjölskyldu sína og vini vegna æfinga. Hann fyllist jafnvel kvíða og líður illa þegar hann er í öðrum aðstæðum en tengjast lyftingum eða ströngu mataræði. Þá viðheldur hann stífum æfingum, ströngu mataræði og jafnvel steranotkun þrátt fyrir vitneskju um skaðleg áhrif. Brúnkufíkn Nátengd vöðvafíkninni er svokölluð brúnkufíkn. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða sjúklega áráttu í sólbrúna húð og sækja brúnkufíklar í ljósabekki og sólböð í miklu óhófi. Brúnkufíkn hefur stundum verið kölluð tanorexía en rannsóknir hafa sýnt að þeir sem þjást af brúnkufíkn eru einnig líklegri til þess að vera gríðarlega grannir. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að fólk fái vellíðunartilfinningu í sólarljósi vegna aukinnar framleiðslu endorfíns. Brúnkufíklar halda því áfram að sækja í sólarljósið og ljósabekkina þrátt fyrir vitneskju um skaðleg áhrif á húðina. Facebook-fíkn Facebook-fíkn er af sama meiði og snjall- símafíkn enda nota margir snjallsímana til þess einmitt að kíkja á Facebook. Gríðarlega mikið hefur verið skrifað um Facebook á árunum eftir að samskiptamiðillinn leit dagsins ljós og ljóst að fáar uppgötvanir hafa valdið jafn mikilli samfélagslegri byltingu á síðari árum. Í kjölfarið hafa verið gerðar margar rannsóknir og skrifaðar margar greinar um Facebook-fíkn og neikvæð áhrif Facebook á líf margra. Ætla má að Facebook-fíkn hrjái marga Íslendinga en aðeins ein þjóð í heiminum notar samskiptamiðilinn meira en Íslendingar – íbúar Katar – en 72,4% landsmanna eru á Facebook. Sem dæmi þá skrifaði Auður Jónsdóttir rithöfundur til að mynda eftirminni- legan pistil í Kjarnanum um Facebook-fíkn sína fyrr á árinu og vakti verðskulda athygli. Sex atriði sem benda til þess að þú sért haldinn Facebook-fíkn: Fræðimenn við Háskólann í Bergen í Noregi voru með þeim fyrstu til þess að rannsaka Facebook-fíkn og árið 2012 birtu þeir eftirfarandi fíkniskala. Ef fjögur eða fleiri atriði eiga við um þig ertu háður Facebook. 1. Þú hugsar stöðugt um Facebook og skipuleggur hvernig þú ætlar að nota Facebook. 2. Löngun þín til þess að kíkja á Facebook verður stöðugt sterkari og sterkari. 3. Þú notar Facebook til þess að gleyma persónulegum vandamálum. 4. Þú hefur reynt að minnka Facebook-notkun þína, án árangurs. 5. Þú verður eirðarlaus og áhyggjufullur ef þér er bannað að fara á Facebook. 6. Facebook-notkun þín hefur neikvæð áhrif á störf þín og/eða nám. Kynlífsfíkn Kynlífsfíkn hefur löngum verið kvik- myndagerðarmönnum innblástur. Margir muna eftir bandarísku þáttunum Californication sem fjalla um rithöfund- inn Hank Moody sem þjáist allt í senn af áfengis-, eiturlyfja- og kynlífsfíkn. Aðal- leikari þáttanna, Dave Duchovny, steig síðar fram í kastljósið og viðurkenndi að hann væri haldinn sömu fíkn og persónan. Þá fjallar kvikmyndin Thanks for Sharing um hóp fólks sem glímir við kynlífsfíkn að ógleymdum stórmyndum Lars von Trier - Nymphomaniac I og II. Kynlífsfíkn á sér margar birtingar- myndir, allt frá þráhyggjukenndri sjálfsfróun til kynferðisglæpa. Á vefsíð- unni Lífssýn.is segir að kynlífsfíklar, sem ekki eru svo langt leiddir að þeir stundi beina kynferðisglæpi, stundi gjarnan strippklúbba, skoði klámblöð og horfi á klámmyndir. Þeir frói sér fram úr hófi, kaupi sér vændi, stundi margendurtekin skyndikynni og eigi marga bólfélaga. Fíknin hefur þannig veruleg áhrif á daglegt líf viðkomandi. Ástarfíkn Nátengd kynlífsfíkninni er svokölluð ástarfíkn. Oft er talað um svokallaða ástarvímu í byrjun sambands. Ástin verður að fíkn þegar þessi tilfinning sem á sér stað í upphafi sambands verður að markmiði. Ástarfíklar lifa því örvæntingarfullu og tilfinninga- þrungnu lífi þar sem óttinn við höfnun ræður ríkjum. Ástarfíklar eru því ekki sjúkir í raunverulega ást, nánd og heilbrigð sambönd – heldur í tilfinninguna „að verða ástfanginn“. Á heimasíðu Lífssýnar má finna könnun sem fólk getur tekið þátt í til þess að athuga hvort það þjáist af kynlífs- eða ástarfíkn. Einnig eru þar leiðir til þess að ná bata. Varasalvafíkn Húðsjúkdómalækna greinir á um hvort varasalvafíkn sé læknisfræðilega réttmætt hug- tak. Margir telja að varasalvaframleiðendur setji efni í salvana sem valda því að þú verður að halda áfram notkun þeirra. Fyrirtækin sem framleiða varasalvana sem um ræðir, Labello til dæmis, verjast því í lengstu lög og segja ekki mögulegt að verða háður varasalva. Hins vegar má finna ýmsa stuðningshópa fyrir varasalvafíkla á netinu, til að mynda stuðningshópinn Lip Balm Anonymous. Á heimasíðu hópsins segir meðal annars að varasalvafíklar finni fyrir líkamlegum fráhvarfseinkennum reyni þeir að hætta notkun. Varirnar verði þurrar og bólgnar svo dögum og jafnvel vikum skiptir. Á íslenskum vefsíðum, á borð við Bland.is, má einnig finna líflegar umræður um varasalvafíkn og þar er meira að segja, í hálfkæringi kannski, talað um að stofna íslenskt félag. Þú veist að þú ert með varasalvafíkn ef: n Þú brýtur upp daginn til þess að fara sér ferð út í búð að kaupa þér varasalva. n Þú hugsar stöðugt um varasalvann í vasanum þínum. n Þú berð á þig varasalva nánast ósjálfrátt mörgum sinnum á dag. n Þér líður illa ef þú hefur ekki varasalva innan seilingar. n Þú lætur athugasemdir annarra um varasalvafíkn þína fara í taugarnar á þér. n Þú hefur nokkrum sinnum reynt að hætta að nota varasalva, án árangurs. n Þú hefur logið til um hversu mikinn varasalva þú notar. Selfie–fíkn Þörfin fyrir að taka selfie, sjálfsmynd eða „sjálfu“ getur verið raunverulegt vanda- mál og hafa sálfræðingar viðurkennt að þessi sjálfsmyndataka geti orðið að fíkn meðal þeirra sem þegar þjást af ákveðnum sálfræðilegum kvillum á borð við kvíða, þunglyndi og lágt sjálfsálit. Þá eru gífurleg tengsl á milli líkamslýtaröskunar (e. body dysmorphic disorder) og sjálfsmyndafíknar. Tilfelli hins 19 ára Dannys Bowman vakti heimsathygli fyrr á þessu ári en hann þróaði með sér gríðarlega selfie-fíkn og tók hátt í tvö hundruð sjálfsmyndir af sér á dag. Ástandið varð svo slæmt að hann reyndi að lokum að fremja sjálfsvíg vegna áráttu sinn- ar. Tilfelli Bowmans er vissulega öfgakennt en samhliða örri tækniþróun og sífellt betri myndavélasímum virðist þetta vandamál vera að færast í aukana. Verslunarfíkn Flestir sem þjást af verslunarfíkn eru í verulegri afneitun og gera sér ekki grein fyrir því að hegðun þeirra er komin úr böndunum. Þörfin til þess að versla verður hins vegar sífellt sterkari. Eitt einkenni er að viðkomandi man ekki alltaf hvað hann keypti. Þá fela verslunarfíklar hluti sem þeir hafa keypt fyrir fjölskyldu og vinum, þeim líður illa án greiðslukortsins og upplifa sektarkennd og skömm eftir verslunarferðir. Þráhyggjukennd kaup geta valdið gríðarlegu fjárhagslegu tjóni ásamt því að valda einstak- lingum töluverðu þunglyndi og streitu. Svona nærðu stjórn á fíkninni: n Í fyrsta lagi þarftu að gera þér grein fyrir að þú hefur misst stjórn á hegðun þinni. n Reyndu að koma auga á ástæðu þess að þú færð þörf til þess að versla. n Skiptu út verslunarleiðangrinum fyrir aðrar tómstundir. n Notaðu reiðufé í stað greiðslukorta. n Búðu til vikulega eyðsluáætlun og fylgdu henni. n Hafðu með þér innkaupalista í búðina. n Ekki fara ein/n að versla. Taktu með þér vin. n Reyndu að forðast verslunarmiðstöðvar. n Leitaðu þér sálfræðihjálpar ef þú finnur fyrir þunglyndi eða kvíða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.