Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 15
15 mála er afgreidd með því annars vegar að telja jafnréttislögin barn síns tíma og hins vegar að niðurstöðum kærunefndarinnar sé nú hvort sem er meira og minna snúið við. • Lagt er fram af ríkisstjórn frumvarp til breytinga á lögum um meðferð opinberra mála, þar sem gert er ráð fyrir því að hler- anir verði heimilar án dómsúrskurðar. • Niðurstaða umboðsmanns Alþingis, um að embættisveiting hafi falið í sér brot á reglum dómstólalaga og stjórnsýslulaga, er túlkuð af þeim sem hún beinist að á þann veg að hafi ekki falið í sér niðurstöðu um að lög hafi verið brotin. Kannski sú afstaða breytist að fenginni niðurstöðu prófessors Páls Hreinssonar, sem telur viðmið um- boðsmanns eðlileg og í fullu samræmi við hefðbundnar kröfur. Páll er almennt talinn fremsti fræðimaður okkar á þessu sviði. Ætli umboðsmaður komi ekki næstur hon- um í því. • Haft er eftir utanríkisráðherra í umræðu um svokallað fjölmiðlafrumvarp að vegna breytinga sem gerðar hafi verið á frum- varpinu sé hann öruggari gagnvart stjórn- arskrá við 3ju umræðu en hinar tvær fyrri. Hann greiddi þó atkvæði með frumvarpinu að lokinni bæði 1. og 2. umræðu, væntan- lega í verulegum vafa um að það stæðist gagnvart stjórnarskrá. Verðum við ekki að ætlast til meira af þeim sem við veljum til forystu í samfélaginu? L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Skil fjárvörsluyfirlýsinga vegna ársins 2003. Félagið minnir sjálfstætt starfandi lög- menn á að skila inn yfirlýsingum vegna fjárvörslureikninga og verðbréfaskrár fyrir árið 2003, en skilafrestur rennur út 1. september n.k. Eyðublöð hafa verið send lögmönnum, en eyðublaðið má einnig finna á heimasíðu félagins, en slóðin er: www.lmfi.is/documents/eydu- blad_fjarvorslur.pdf Verðmat og skipting dánar- og þrotabúa Áratuga reynsla við verðmat, sölu og skiptingu dánar- og þrotabúa. Svið þekkingar og þjónustu okkar nær yfir antik, listmuni, bækur, frímerki, húsbúnað, nytjamuni, tæki og tól. SANNGJARNT VERÐ. • Jónas Ragnar Halldórsson antik- og listmunasali. Laugavegi 101, GSM 897 5117 Bréfasími 552 8222 og sími 551 5222 Netfang: goco@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.