Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 30
30 Verklagsreglur við mat á umsóknum um embætti héraðsdómara samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998 Grundvöllur þessara reglna er 3.mgr. 4.gr. reglna nr. 693/1999 um störf nefndar samkvæmt 3.mgr. 12.gr. laga nr. 15/1998. Nefndin mun í mati sínu taka einkum tillit til eftirtal- inna atriða: Formleg skilyrði Samkvæmt 2.mgr. 12.gr. laga nr. 15/1998 um dóm- stóla þarf umsækjandi að uppfylla þar til greind skilyrði til þess að fá skipun í embætti. Starfsreynsla Auk þess að uppfylla hin formlegu skilyrði mun nefndin miða við, að æskilegt sé að umsækjandi hafi fjölbreytta reynslu af lögfræðistörfum og/eða öðrum störfum. Víðtæk þátttaka í félagsstarfi yrði að jafnaði metin umsækjanda til aukins gildis. Fræðileg þekking Við það er miðað, að umsækjandi hafi staðgóða þekkingu í lögfræði. Ákjósanlegt er, að hann hafi hlotið 1. eða góða 2. einkunn á embættisprófi. Framhaldsnám eða starfsnám hérlendis sem erlendis gefur umsókn aukið vægi. Þátttaka í endurmenntunarnámskeiðum og starfsemi fræðafélaga verður talin vísbending um, að umsækjandi hafi gert sér far um að halda við þekkingu sinni. Almenn starfshæfni Þar sem dómari þarf að sýna sjálfstæði, óhlutdrægni, frumkvæði og skilvirkni í störfum, verður metið hvort umsækjandi sé þeim hæfileikum búinn. Æskilegt er að hann hafi reynslu af stjórnun og skipulagningu starfa. Þar sem reynsla af vinnu við tölvu (ritvinnsla, heimild- aleit) er nánast nauðsynlegt við vinnu í nútímadómstól, verður litið til þess. Umsækjandi verður að hafa góða þekkingu á íslensku máli og eiga auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti. Sérstök starfshæfni Miklu skiptir að umsækjandi hafi bæði einkamála- og opinbert réttarfar á valdi sínu og fari að fyrirmælum laga um samningu dóma og riti þá á góðu máli. Hann verður að geta stjórnað þinghöldum af röggsemi og sanngirni og afgreitt þau mál sem honum eru fengin fljótt og með öryggi. Mikilvægt er að umsækjandi geti tileinkað sér breytingar á starfsháttum, svo sem vegna breytinga á lögum eða reglum. Þá er æskilegt að hann geti átt frumkvæði að því að þróa og bæta starfsemi og skipulag réttarins innan ramma gildandi reglna á hverjum tíma. Persónuleiki Umsækjandi þarf að eiga auðvelt með mannleg sam- skipti, bæði við samstarfsmenn og þá sem erindi eiga við hann. Ætlast er til þess, að af umsækjanda fari gott orð bæði í fyrri störfum og utan starfa og að reglusemi hans sé í engu ábótavant. Æskilegt er að umsækjandi treysti sér til að hafa samskipti við fjölmiðla og hann verður að þola umfjöllun þeirra og annarra um mál sem hann fer með án þess að láta utanaðkomandi hafa áhrif á störf sín. Rannsókn nefndarinnar Í samræmi við 4.mgr. 4.gr. reglna nr. 693/1999, getur umsækjandi vænst þess að nefndin boði hann í viðtal til þess að afla frekari skýringa. Fylgigögn Fyrir nefndinni þurfa að liggja helstu upplýsingar um umsækjandann. Umsækjandi skal gefa upp nöfn 2- 3 manna, sem geta gefið umsögn um hæfileika hans og eiginleika. Eftirfarandi gögn skulu liggja fyrir eftir því sem við á: 1. Ljósrit prófskírteinis úr lagadeild 2. Ljósrit framhaldsnámsprófskírteina 3. Ljósrit vottorða um þátttöku í endurmenntunar- námskeiðum 4. Vottorð um starfsnám 5. Sakavottorð 6. Ljósrit verkefna í lögfræði, t.d. af tímarits- greinum, stefnum, greinargerðum, álitsgerðum, úrskuðum eða dómum. 7. Önnur gögn sem umsækjandi telur skipt geti máli varðandi hæfnismat um hann. Þannig gert á fundi nefndar þann 22. mars 2001. Haraldur Henrysson, formaður Sigríður Ingvarsdóttir Jakob R. Möller 2 / 2 0 0 4 Reynsla af málflutningi við val á dómurum Þar sem ég er tilnefnd af stjórn Lögmannafélags Íslands í dómnefnd samkvæmt 12. gr. dómstólalaga tel ég rétt, vegna greinar Daggar Pálsdóttur hrl. í síðasta tölublaði Lögmannablaðsins, að blaðið birti verklagsreglur þær sem nefndin vinnur eftir við mat sitt á umsækjendum. Reglur þessar hefur nefndin sjálf sett sér til viðbótar þeim leiðbein- ingum sem dómstólalög nr. 15/1998 og reglugerð nr. 693/1999 veita. Þessar verklags- reglur eru sendar öllum umsækjendum til kynningar þegar í upphafi starfa nefndar- innar í hvert skipti. Að öðru leyti mun ég ekki fjalla um grein Daggar. Lára V. Júlíusdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.