Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 16
16 2 / 2 0 0 4 Hinir einu sönnu Stuðmenn spil- uðu fyrir 160 káta lögmenn og fylginauta þeirra á árshátíð LMFÍ sem haldin var í Súlnasal Hótel Sögu þann 27. mars sl. Að þessu sinni var Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari heið- ursgestur en í ræðu sem hann hélt sagði hann m.a. þessa sögu: Forstjóri Fínpússningargerðar- innar hf. kærði viðskiptamann til þáverandi RLR, en maðurinn hafði greitt fyrir vöru og þjónustu með falsaðri ávísun. Kæran hljóðaði svo: Ég segi ykkur hér til sakamanns, þið sjáið nú glöggt á verkum hans að svartur er synda listi. Ég átti mér síst á illu von, enda er maðurinn Jósefsson, en líkist þó lítið Kristi. Yfirvöldum skal á það bent að innræta þessum delinkvent að lifa við lög og reglur. Aurana væri fínt að fá, en frekar vildi ég manninn sjá, hengdan á hjól og steglur. Ár honum tromm g miki d Augljós Gunnlaugur Claessen, heiðursgestur kvöldsins. „Lögmanna- bandið“, skip- að þeim Einari Karli Hall- varðssyni, Guðrúnu Sesselju Arnar- dóttur og Jó- hannesi Karli Sveinssyni, kom félögum sínum á óvart með frábæru söngatriði. F.v. Guðbjarni Eggertsson, Elva Rut Helgadóttir, Karl Georg Sigurbjörnsson og Björn Þorri Viktorsson. ja

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.