Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 22
22 Inngangur Þann 30. október 2003 féll dómur í Héraðsdómi Austurlands í sakamálinu nr. S-175/2002. Málavextir voru þeir að tveir menn voru ákærðir fyrir brot á lögum um veiðar á villtum fuglum og spendýrum nr. 64/1994 (veiðilög). Brotið fólst í því að mennirnir fóru á vélsleðum á veiðislóð og gengu frá sleðunum til veiða auk þess sem þeir höfðu ekki veiðikort meðferðis. Mennirnir neituðu sök að öðru leyti en því að þeir játuðu að hafa ekki haft veiðikort meðferðis umrætt sinn. Þeir voru sakfelldir og báðum gert að greiða kr. 50.000 í sekt til ríkis- sjóðs, þola sviptingu á skotvopna- og veiðileyfi í eitt ár og upptöku á tveimur haglabyssum og 16 rjúpum. Mennirnir vildu ekki una dómi héraðsdóms og hugðust áfrýja málinu til Hæstaréttar. Til þess að svo mætti verða þurfti að sækja um áfrýjunarleyfi, en umsókn þess efnis var hafnað af Hæstarétti Íslands. Hér á eftir verður stuttlega fjallað um rétt manna samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, til þess að áfrýja dómum í saka- málum og borinn saman við hinn sama rétt á grundvelli ákvæða Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE), sbr. lög nr. 62/1994, með hliðsjón af svari Hæstaréttar við beiðni um áfrýjunarleyfi á málinu S-175/2002 Ákvæði MSE um rétt manna til áfrýjunar sakamála Kveðið er á um rétt manna til réttlátrar máls- meðferðar fyrir dómi í 6. gr. MSE. Í þessum rétti manna felst m.a. rétturinn til að bera mál undir dómstóla hvort sem um einkamál eða sakamál er að ræða. Raunar er mönnum ekki tryggður réttur til þess að fá úrlausn lægra dómstigs endurskoð- aða fyrir æðra dómi í 6. gr. MSE en fyrirmæli þess efnis varðandi sakamál eru í 2. gr. 7. samningsvið- auka við MSE og hljóðar svo: 2. gr. Réttur til áfrýjunar sakamáls. 1. Sérhver sá, sem dómstóll finnur sekan um afbrot, skal hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfell- inguna eða refsinguna. Um beitingu þessa réttar skal gilda löggjöf, þar á meðal um tilefni þess að beita megi. 2. Réttur þessi getur verið háður und- antekningum þegar um er að ræða minni háttar brot, eftir því sem fyrir er mælt í lögum, eða þegar fjallað var um mál viðkomandi manns á frum- stigi af æðsta dómi, eða hann var sakfelldur eftir áfrýjun á sýknudómi. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins skal gilda sér- stök löggjöf um beitingu réttar manns, sem fund- inn hefur verið sekur, til þess að áfrýja máli sínu til æðra dóms. Slíka löggjöf er að finna hér á landi í 18. kafla laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, sem fjallað verður um hér á eftir. Þessi réttur manna skv. 2. gr. 7. samningsviðauka við MSE er þó ekki undantekningarlaus og eru undan- tekningarnar þrjár og raktar í 2. mgr. ákvæðisins. Viðamesta undantekningin tekur til minni háttar brota eftir því sem mælt er fyrir í lögum hverju sinni. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur metið það svo í allmörgum dómum sínum að játa verði aðildarríkjum Mannréttindasáttmálans all víðtækt svigrúm til að meta hvaða lagaskilyrði verði að uppfylla svo áfrýja megi sakamálum til æðra dóms. Takmörk eru þó á því hversu ströng þessi skilyrði mega vera svo þau fari ekki á svig við rétt manna skv. 2. gr. 7. samningsviðauka MSE. Í máli Krombach gegn Frakklandi frá 13. febrúar 2001 komst komst MDE svo að orði í umfjöllun sinni um það álitaefni hvort ákvæði franskra laga brytu í bága við ákvæði 2. gr. 7. samningsviðauka MSE: … in certain countries, a defendant wis- hing to appeal may sometimes be required to seek permission to do so. However any 2 / 2 0 0 4 Um áfrýjun dóma í sakamálum Friðbjörn Garðarsson hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.