Peningamál - 01.08.2003, Page 25

Peningamál - 01.08.2003, Page 25
við stóriðjuframkvæmdir, því síðar og því minna munu vextir þurfa að hækka. Í því sambandi er mikil- vægt að ekki komi til skattalækkana á allra næstu ár- um nema þær séu fjármagnaðar að fullu með niður- skurði útgjalda eða hækkun annarra skatta. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar nú í vor er boðað að lánshlutfall almennra íbúðalána verði hækkað á kjörtímabilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna. Ekki liggur á þessu stigi fyrir með hvaða hætti þessi stefnumörkun verður útfærð. Hins vegar er mjög mikilvægt að haft sé í huga að breyt- ingar af þessu tagi gætu við núverandi aðstæður haft hliðstæð áhrif á gengi og peningastefnu og minna aðhald í ríkisfjármálum, sérstaklega ef samhliða hækkun lánshlutfalls á sér stað veruleg hækkun há- markslána, eins og nefnt hefur verið. Hætt er við að það örvi eftirspurn heimila, bæði varðandi íbúðar- húsnæði og einkaneyslu, og stuðli þannig að meiri verðbólgu en ella. Peningastefnan yrði þá að bregð- ast við með hærri vöxtum en ella og gengið mundi þá hækka samsvarandi. Við þær aðstæður sem framund- an eru mundi það ekki bæta ástandið að erlendir aðil- ar fjármögnuðu húsnæðisviðskipti óbeint með aukn- um kaupum á húsbréfum, þótt það myndi vissulega halda aftur af vaxtahækkunum á skuldabréfamarkaði vegna þessara breytinga. Á móti kemur hins vegar að gengi krónunnar myndi hækka enn frekar, nema ef skuldabréfakaupin eru að fullu varin áhættu vegna breytinga á gengi krónunnar. Það er hins vegar ekki heppilegt eins og sakir standa að stuðla að frekari hækkun gengis krónunnar. Til viðbótar skapast sú hætta að útlendingar dragi úr húsbréfaeign sinni ef tímabundin efnahagslægð vegna loka stóriðjufram- kvæmda verður til þess að þeir endurmeta áhættu við fjárfestingu hér á landi. Að svo miklu leyti sem fjár- festing þeirra verður óvarin fyrir gengisáhættu myndi það auka á gengislækkunarþrýsting sem væntanlega yrði til staðar vegna niðursveiflu við lok stóriðju- framkvæmda og langtímavextir myndu hækka þvert á þróun hagsveiflunnar. Til viðbótar vanda við eftir- spurnarstjórnun er því hugsanlegt að fjármálalegur óstöðugleiki gæti skapast. Því er mjög mikilvægt að þjóðhagsleg áhrif þessara áforma verði skoðuð ræki- lega áður en í þau verður ráðist. Ekki er enn tilefni til vaxtabreytinga Samantekin niðurstaða verðbólguspár og greiningar- innar hér að framan er að ekki sé tilefni til vaxta- breytinga að sinni. Í síðustu Peningamálum var talið líklegast að vextir yrðu óbreyttir um hríð en færu síðan hækkandi þegar nær dragi hátoppi stóriðju- framkvæmda. Þetta er enn talið líklegast. Hins vegar gæti orðið eitthvað lengra en áður var talið í að nauð- synlegt verði að hækka vexti þar sem verðbólga hef- ur verið mjög lítil að undanförnu, m.a. vegna lítillar alþjóðlegrar verðbólgu, og metinn slaki er meiri. Þó veltur þetta eins og alltaf á framvindunni og sérstak- lega á þeirri stefnu sem kynnt verður á næstunni varðandi fjármál hins opinbera og húsnæðisfjár- mögnun. Í ljósi þess hvað verðbólga er nú lítil er ekki hægt að útiloka að breytingar sem draga úr innlendri eftirspurn og innfluttri verðbólgu kalli á tímabundna lækkun vaxta frá því sem nú er. Dæmi um slíkt er að ekki verði af framkvæmdum vegna Norðuáls, inn- lend eftirspurn vegna annars en stóriðjuframkvæmda reynist minni en nú er talið að hún verði eða að verð- hjöðnunarþrýstingur heldur áfram að magnast í um- heiminum. Þetta er hins vegar ekki líklegasti mögu- leikinn nú sem stendur en ekki er hægt að útiloka hann. Vextir verða því að gefnum forsendum verð- bólguspár óbreyttir á næstunni. Stefnan í peninga- málum verður í síðasta lagi tekin til endurmats þegar stefnan í ríkisfjármálum og/eða húsnæðismálum liggur fyrir. 24 PENINGAMÁL 2003/3

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.