Peningamál - 01.08.2003, Side 27

Peningamál - 01.08.2003, Side 27
26 PENINGAMÁL 2003/3 Ísland var ekki meðal þeirra 35 ríkja sem valin voru í úttekt IMF. Hins vegar hefur hagfræðisvið Seðlabanka Íslands reiknað út viðkvæmnistuðul verðhjöðnunar fyrir Ísland út frá sömu forskrift og í skýrslu IMF. Samkvæmt þeirri mælingu reiknast Ís- land með óveginn viðkvæmnistuðul 0,27 og veginn stuðul 0,19, þ.e. í lítilli til hverfandi hættu á verðhjöðnun.5 Þau atriði sem þóttu þó gefa vísbend- ingu um slaka í hagkerfinu hér skv. viðkomandi mæl- ingum voru eftirfarandi: (i) verðvísitala VLF lækkaði um 2,1% á milli fyrsta ársfjórðungs 2002 og fyrsta ársfjórðungs 2003; (ii) meðalhagvöxtur síðastliðin þrjú ár var minni en meðalhagvöxtur síðastliðinn ára- tug og (iii) raungengi krónunnar hækkaði um mun meira en 4% á milli ára skv. tölum yfir fyrsta árs- fjórðung 2003. Samkvæmt greiningu IMF virðast nokkrar þjóðir talsvert viðkvæmar fyrir verðhjöðnun um þessar mundir. Ef athuguð er niðurstaða óvegins áhættumats eru það einungis þjóðir sem nú þegar glíma við verðhjöðnun sem mælast í mikilli áhættu fyrir slíku ástandi, þ.e. með viðkvæmnistuðul yfir 0,5. Vegið Áhættumat fyrir verðhjöðnun (óvegið) Áhætta Hverfandi Lítil Nokkur Mikil Stuðull < 0,2 0,2 ≤ X ≤ 0,3 0,3 ≤ X ≤ 0,5 > 0,5 Ástralía Austurríki Belgía Japan Bandaríkin Brasilía Finnland Hong Kong Bretland Holland Noregur Taívan Chile Indland Pólland Danmörk Ísland Portúgal Frakkland Ítalía Singapúr Grikkland Kína Sviss Írland Kórea Svíþjóð Kanada Malasía Taíland Nýja-Sjáland Mexíkó Þýskaland Rússland Suður Afríka Spánn Áhættumat fyrir verðhjöðnun (vegið) Áhætta Hverfandi Lítil Nokkur Mikil Stuðull < 0,2 0,2 ≤ X ≤ 0,3 0,3 ≤ X ≤ 0,5 > 0,5 Ástralía Austurríki Belgía Japan Chile Bandaríkin Finnland Hong Kong Danmörk Brasilía Noregur Taívan Ísland Bretland Portúgal Þýskaland Malasía Frakkland Singapúr Nýja-Sjáland Grikkland Sviss Rússland Holland Svíþjóð Suður Afríka Indland Spánn Írland Ítalía Kanada Kína Kórea Mexíkó Pólland Taíland Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Íslands. 5. Miðað við nýjustu fáanlegar tölur í hverjum flokki.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.