Peningamál - 01.08.2003, Side 30

Peningamál - 01.08.2003, Side 30
PENINGAMÁL 2003/3 29 Ljóst er að Englandsbanki fer fremstur í flokki að því er varðar gæði verðbólguskýrslunnar. Nánast á hvaða mælikvarða sem er fær skýrsla bankans hæstu einkunn meðal samanburðarbankanna. Ánægjulegt er hins vegar að sjá hvað Peningamál koma vel út í þessum samanburði, sérstaklega að því er varðar gæði og trúverðugleika greiningarinnar og hversu ít- arleg og tæmandi skýrslan er. Það sem lesendum finnst helst áfátt í Peningamálum er hins vegar skort- ur á upplýsingum um hvenær ákvarðanir eru teknar í peningamálum, hverjir taka þær, hverjar skoðanir einstakra ákvörðunaraðila eru og nánari útlistun á skoðanaskiptum milli ákvörðunaraðila. Samanburð- urinn gefur því til kynna að á heildina litið standi Seðlabankinn sig nokkuð vel í útgáfu á verðbólgu- skýrslu sinni og telst greiningin í Peningamálum vera bæði fagleg og trúverðug. Samanburðurinn gefur hins vegar einnig til kynna hvar Seðlabankinn getur bætt sig og er því ákaflega gagnlegur sem slíkur. Samkvæmt heildarmati lesenda skýrslnanna telst greiningin sem birtist í Peningamálum ágætlega sannfærandi og fær 7,8 í einkunn af 10 mögulegum. Meðaleinkunn fyrir þennan lið er 6,4 og er greining- in í Peningamálum talin sú þriðja besta á eftir ritum seðlabanka Bretlands og Nýja-Sjálands. Jafnframt var skýrslan talin endurspegla ágætlega getu Seðla- banka Íslands til að ná markmiði sínu. Fyrir þann lið fær ritið 7,0 í einkunn og er það í sjöunda til níunda sæti ásamt ritum seðlabanka Ungverjalands og Nor- egs en meðaleinkunn fyrir þennan lið var 6,3. Les- endur töldu jafnframt að Peningamál svöruðu spurn- ingum þeirra nokkuð vel og gáfu ritinu 7,2 í einkunn en meðaleinkunnin var 5,9. Eru Peningamál þar í flokki með ritum seðlabanka Chíle og Tékklands. Hlutfallslega fá Peningamál lægsta einkunn fyrir læsileika en fyrir þann lið fær ritið 7,4 í einkunn sem er rétt undir meðaleinkunn. Efst trónir Bretland með 10 í einkunn en Peningamál aðeins í ellefta sæti. Hér er því möguleiki á að bæta ritið. Að lokum teljast upplýsingar í Peningamálum ágætlega tæmandi. Fyr- ir þann lið fær bankinn 7,6 í einkunn en meðalein- kunn allra ritana er 6,5 og er ritið í sjötta til sjöunda sæti ásamt peningamálariti seðlabanka Taílands. Á heildina litið fá Peningamál 7,4 í einkunn, sem er sjöunda hæsta einkunnin. Efst trónir verðbólgu- skýrsla Englandsbanka með 9,2 í meðaleinkunn en nokkru þar á eftir kemur skýrsla seðlabanka Nýja- Sjálands með 8,2 í meðaleinkunn. Síðan koma nokk- ur rit í hnapp: skýrsla seðlabanka Brasilíu með 7,8 í meðaleinkunn, skýrsla seðlabanka Taílands með 7,6 í meðaleinkunn, skýrslur seðlabanka Chíle og Tékk- lands með 7,5 í meðaleinkunn og loks Peningamál. Miðað við uppgefin staðalfrávik á matinu má hins vegar ætla að munurinn á þessum fimm ritum sé varla tölfræðilega marktækur. Nokkuð er síðan í næstu rit en það eru skýrslur seðlabanka Noregs og Svíþjóðar með 6,8 í meðaleinkunn. Heildarmeðalein- kunn er 6,5 eins og sést á meðfylgjandi mynd af heildareinkunn einstakra rita (mynd 3.3 í skýrslunni). Meðal annarra niðurstaðna má nefna að lesendur töldu upplýsingar í Peningamálum ágætlega tæm- andi og magn upplýsinga í ritinu hæfilegt. Almennt telja þeir hvorki skorta upplýsingar né þeim vera of- aukið og töldu þeir jafnframt að auðvelt væri að finna þær upplýsingar sem verið væri að leita að. T.d. fær ritið næsthæstu einkunn af öllum ritunum í saman- burðinum fyrir rökstuðning á bak við framtíðar- ákvarðanir. Peningamál eru einnig meðal hæst metnu ritanna þegar kemur að mati á skýrleika umfjöllunar um þær forsendur sem liggja að baki ákvarðana í peningamálum. Lesendur telja þó að bæta megi umfjöllun um forsendur fyrir þróun alþjóðlegra fjár- málaskilyrða. Ritið kemur einnig vel út í samanburði á gagnsæi forsendna á bak við spár bankans. Í rannsókninni er einnig lagt mat á hversu vel tekst að skýra ákvörðunarferlið að baki peningastefn- unnar og koma Peningamál ágætlega út í þeim sam- anburði nema að því sem snýr að umfjöllun um um- ræðu og skoðanaskipti meðal þeirra sem taka B re tl an d N ýj a- S já la nd B ra si lí a T aí la nd C hí le T ék kl an d Ís la nd N or eg ur S ví þj óð S uð ur -K ór ea F il ip ps ey ja r Ís ra el K an ad a M ex ík ó U ng ve rj al an d S vi ss P ól la nd S uð ur -A fr ík a Á st ra lí a P er ú 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Einkunn Heildarmat á verðbólguskýrslum 20 verðbólgumarkmiðslanda Heimild: Skýrslan „How do central banks write“, sjá neðanmálsgrein 2. Meðaltal = 6,5

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.