Peningamál - 01.08.2003, Síða 44

Peningamál - 01.08.2003, Síða 44
PENINGAMÁL 2003/3 43 jörðinni, heldur er það ávallt bundið súrefni og því er hráefni til álframleiðslu oft nefnt súrál. Ál er unnið úr súráli með rafgreiningu þar sem súrefnið er losað frá álinu. Ál er til í mörgum mismunandi jarðefnum, en er þó einungis unnið á hagkvæman hátt úr bergteg- undinni báxíti, sem inniheldur um 50% súrál. Ál er nálægt því að vera einsleit vara sem verslað er með á einum alþjóðlegum markaði, þar sem kaupendur eru aðallega framleiðendur neytendavara. Fjórir stærstu notendur áls eru framleiðendur farartækja (bifreiða, flugvéla, skipa, lesta o.fl.) sem nota um fjórðung framleiðslunnar, umbúða- og pökkunariðnaður notar um fimmtung álframleiðslunnar, sem er sama hlutfall og byggingariðnaður notar, raftækjaframleiðendur (rafmagnslína, spenna og raftækja) nota um 10% en aðrir nota minna. Eftirspurn og verðþróun á áli er því að talsverðu leyti háð eftirspurn eftir neytendavörum og efnahagsástandi í heiminum á hverjum tíma. Þótt sjávarútvegur hafi verið talinn orsök óstöðugleika í efnahagslífinu hefur orðið breyting til batnaðar tvo síðastliðna áratugi. Fiskveiðistjórnunar- kerfið gerir það að verkum að afli er ekki eins sveiflukenndur og áður var. Veiði og vinnsla fleiri tegunda hefur dregið úr sveiflum í verðmæti sjávar- afurða. Útflutningi sjávarafurða má skipta í fjóra þætti. Í fyrsta lagi eru það misjafnlega mikið unnar frystar afurðir sem fluttar eru út til neyslu í Japan, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi og nema um helmingi útflutningsverðmætis sjávarafurða. Í öðru lagi eru það saltaðar og þurrkaðar afurðir sem einkum eru fluttar út til Portúgal, Spánar og Nígeríu og nema um fimmtungi af útflutningsverðmæti sjávarafurða. Í þriðja lagi eru það mjöl og lýsi sem eru að mestu leyti flutt út til Bretlands, Noregs og Danmerkur og nema um sjöunda hluta útflutnings- verðmætis sjávarafurða. Að lokum er það ferskur fiskur, aðallega fluttur út til Bandaríkjanna, Bret- lands og Þýskalands og nemur um tíunda hluta útflutningsverðmætis sjávarafurða. Sveiflur í verðmæti vöruútflutnings í sögulegu sam- hengi Í umræðunni um stóriðju á Íslandi hafa vonir verið bundnar við að aukið vægi stóriðju og minnkað vægi sjávarafurða muni draga úr sveiflum í útflutnings- verðmæti og draga þar með úr sveiflum í íslensku atvinnulífi. Það er athyglisvert að skoða hvaða áhrif það hefði haft á þróun útflutningsverðmætis, á árunum 1981 til 2001, ef magn áls hefði verið tæp- lega þrefalt meira, sem er sambærilegt við þá aukningu sem nú stendur fyrir dyrum. Á mynd 2 eru þessi áhrif dregin upp, þar sem gert er ráð fyrir að allar aðrar stærðir séu óbreyttar. Ekki er t.a.m. gert ráð fyrir ruðningsáhrifum vegna tilkomu stóriðju. Það sem er athyglisvert á mynd 2 er í fyrsta lagi hversu lítil áhrif það virðist hafa á breytingarnar ef útflutningsverðmæti áls hefði verið nálægt þrefalt meira. Ástæður þess eru líklega einkum þær að sveiflur í útflutningsverðmæti áls eru fremur litlar, gildir þá einu þótt við margföldum útflutning á áli, breytingarnar milli ára verða ekki svo ýkja miklar. Í öðru lagi er vert að veita því athygli að sveiflurnar virðast aukast á árunum 1983-1985. Ástæða þess er sú að vegna lítillar eftirspurnar framleiddi ÍSAL ál í birgðir á árunum þar á undan, en seldi talsvert magn af birgðum á árinu 1983. Eins kemur framleiðslu- aukning ÍSAL og tilkoma Norðuráls fram á myndinni sem aukning í útflutningsverðmæti upp úr árinu 1997. Í sögulegu samhengi virðist því sem aukið vægi áls hefði ekki dregið úr sveiflum og skapað mótvægi við útflutningsverðmæti annars vöruút- flutnings. Sveiflur í verðmæti útflutnings við tæplega þre- falt vægi áls, sem sýnt er á mynd 2, eru annmörkum háðar. Verðmæti er margfeldi magns og verðs, en þá er enginn greinarmunur gerður á því hvort sveifl- urnar stafa af breytingu í magni eða verði. Við skul- um því greina hér á milli magn- og verðsveiflna. 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 00 02 0,0 0,1 0,2 0,3 -0,1 -0,2 -0,3 Breyting milli ára í % 1. Ef ál hefði vegið tæplega þrefalt meira en útflutningsverðmætið var á árinu 2002, sambærilegt við þá stækkun sem nú stendur fyrir dyrum. Gert er ráð fyrir að annað haldist óbreytt. Útflutningsverðmætið er leiðrétt fyrir áhrifum gengis og verðlags til ársins 2002. Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands. Þróun útflutningsverðmætis 1981-2002 Mynd 2 Sögulegt útflutningsverðmæti og áætlað miðað við aukið vægi áls1 Sögulegt Áætlað, m.v. aukið vægi áls
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.