Peningamál - 01.11.2007, Side 8

Peningamál - 01.11.2007, Side 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 8 bólgunnar mætti því ætla að verðbólgan muni hjaðna þegar húsnæðis- verð hættir að hækka hlutfallslega miðað við annað verðlag. Reyndar er það algengt viðkvæði þeirra sem gagnrýna Seðlabankann fyrir of háa stýrivexti, að vegna þess að um sé að ræða kerfislæga breytingu sem leiðir til einnar hliðrunar hlutfallslegs verðlags sé engin ástæða til við- bragða af hálfu bankans. Þessi afstaða felur í sér mikið vanmat á tregðu verðbólgunnar. Horft er fram hjá annarrar umferðar áhrifum langvarandi vaxtar eftir- spurnar umfram framleiðslugetu á vinnumarkað, gengi krónunnar og verðbólguvæntingar sem full ástæða er til að bregðast við. Þau eru sérstakt áhyggjuefni um þessar mundir í ljósi þess að kjarasamningar standa fyrir dyrum á sama tíma og spenna á vinnumarkaði er í algleym- ingi og ekki horfur á að ytri jöfnuður þjóðar búsins verði sjálfbær á næstu árum nema innlend eftirspurn dragist meira saman en spáð hefur verið til þessa. Þessar aðstæður gera kröfu um strangt peningalegt aðhald þar til að viðunandi jafnvægi hefur skapast á vinnu-, vöru- og gjaldeyris- markaði. Aðhald stýrivaxta Seðlabankans ætti reyndar að vera töluvert nú þegar, ef marka má flesta mælikvarða á raunstýrivexti. Eins og annars staðar í heiminum ræðst áhrifamáttur peningastefnunnar ekki eingöngu af því hve háir stýrivextirnir eru hverju sinni og væntingum um hvernig þeir muni þróast á næstu misserum. Áhættuálag á vexti hefur farið hækkandi víða um heim að undanförnu og er Ísland ekki undanskilið. Það kann að veita peningastefnunni aukinn slagkraft á næstunni. Á hinn bóginn gæti lækkun gengis eða meiri launahækkun í komandi kjarasamningum en samrýmist verðbólgumarkmiðinu eða önnur áföll af því tagi kynt undir verðbólguvæntingar og þannig dregið úr mætti stýrivaxtanna. Því er nauðsynlegt að íhuga gaumgæfilega hvort núver- andi stýrivextir séu nógu háir til að stuðla að því að verðbólgan hnígi að markmiði innan ásættanlegs tíma, sérstaklega í ljósi þess að verðbólga hefur verið yfir því í 3½ ár samfleytt og horfur eru á því að svo verði um nokkurt skeið enn. Langvarandi frávik eru til þess fallin að grafa undan trausti á peningastefnuna. Verðbólguhorfur hafa versnað til næstu ára að óbreyttum stýrivaxtaferli Ýmislegt bendir til þess að aukin verðbólga að undanförnu sé meira en skammtímafrávik á ferli hjöðnunar. Hún virðist mun þrálátari en áður hefur verið talið. Spár sem gerðar eru á forsendu stýrivaxta ferils Peningamála 2007/2 benda til þess að litlar líkur séu á því að verð- bólgu markmiðinu verði náð innan viðunandi tíma (sjá rammagrein IX-1). Aðrar vísbendingar benda í sömu átt: verðbólguvæntingar fyrirtækja hafa aukist og á fjármálamörkuðum hafa þær verið sveiflu- kenndar. Fleiri fyrirtæki en áður gera ráð fyrir að hækka verð á næstu mánuðum, launakröfur ýmissa launþegahópa eru umfram það sem samrýmist stöðugu verðlagi, hráefnaverð hefur hækkað og eftir spurn eftir vinnuafli gæti verið vísbending um að innlend eftirspurn sé enn vanmetin. Mynd I-5 Raunstýrivextir m.v. kjarnaverðbólgu Mánaðarlegar tölur mars 1998 - október 2007 Raunstýrivextir m.v.: Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % verðbólgu verðbólgu m.v. kjarnavísitölu 2 verðbólgu m.v. kjarnavísitölu 2 án skattaáhrifa -2 0 2 4 6 8 10 12 ‘ 07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 Mynd I-6 Verðbólguþróun árið 2007 og síðasta verðbólguspá Verðbólguspá PM 2007/2, á ársfjórðungstíðni Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % 12 mánaða verðbólga 0 1 2 3 4 5 6 7 8 DNOSÁJJMAMFJ Mynd I-4 Raunstýrivextir1 Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 30. október 2007 Raunstýrivextir m.v.: verðbólgu verðbólguálag ríkisskuldabréfa2 verðbólguálag ríkisskuldabréfa3 verðbólguvæntingar almennings verðbólguvæntingar fyrirtækja verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði 1. Stýrivöxtum hefur verið umbreytt í ávöxtun. 2. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001. 3. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF150914. Verðbólgu- væntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði miðast við verðbólgu eitt ár fram í tímann. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.