Peningamál - 01.11.2007, Side 20

Peningamál - 01.11.2007, Side 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 20 í heiminum hafa því aukist. Frá áramótum hefur heimsframleiðslan aukist um 12% en notkun um 9%. Hlutfall birgða og notkunar, sem talið er gefa vísbendingu um verðþróun, hefur því hækkað. Sem fyrr er það stöðugt vaxandi álnotkun í Kína og Indlandi sem heldur uppi eftir- spurninni. Framvirk verð benda til þess að álverð verði að meðaltali um 2% lægra á næsta ári en hækki lítillega árið 2009. Raungengi hátt yfir langtímameðaltali Í september hafði mánaðarleg vísitala raungengis miðað við hlutfalls- legt neysluverð hækkað um 5,6% frá því í janúar. Þetta er talsvert meiri hækkun en sem nemur nafnstyrkingu krónunnar á tímabilinu, enda hefur verðlag hérlendis hækkað meira en í viðskiptalöndunum. Raungengisvísitalan var í september 12% hærri en meðaltalsgildi reiknað frá upphafi ársins 1990 og ríflega 9% hærri en meðaltal frá aldamótum. Flest bendir því til að raungengið sé talsvert yfir jafnvægis- gildi um þessar mundir, en nánar er fjallað um það í viðauka 3. Heimild: Seðlabanki Íslands. Janúar 2000=100 80 85 90 95 100 105 110 115 120 Mynd II-11 Raungengi janúar 1990 - september 2007 Mánaðarleg gögn m.v. hlutfallslegt neysluverð ‘90 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.