Peningamál - 01.11.2007, Side 71

Peningamál - 01.11.2007, Side 71
Þórarinn G. Pétursson1 Hlutverk peningastefnunnar 1. Höfundur er staðgengill aðalhagfræðings og forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands og dósent við Háskólann í Reykjavík. Höfundur þakkar samstarfsmönnum sínum gagnlegar ábendingar. 2. Niðurstöður Khans og Senhadjis (2000) gefa t.d. til kynna að viðvarandi verðbólga yfir 1-3% fyrir iðnríki og 7-11% fyrir þróunarríki hafi slæm áhrif á langtímahagvöxt. Á undanförnum vikum hefur mikið verið rætt um peningastefnu Seðlabanka Íslands. Fram hafa komið hugmyndir sem virðast algerlega á skjön við sjónarmið sem þróast hafa á síðustu þremur áratugum í alþjóðlegri umræðu meðal hagfræðinga, þ.m.t. seðlabankamanna. Rétt er því að rifja upp þau grundvallaratriði sem ,,peningayfi rvöld og stjórnvöld um nánast allan heim telja einkenna árangursríka peninga- stefnu”, eins og Frederic Mishkin, einn seðlabankastjóra Bandaríkj- anna, komst að orði í nýlegri grein (Mishkin, 2006, bls. 1). Slæmar afleiðingar verðbólgu Hagrænn og samfélagslegur kostnaður mikillar verðbólgu er orðinn fl estum ljós. Óðaverðbólga víða um Evrópu á þriðja áratug síðustu aldar, langvarandi verðbólguvandi margra Suður-Ameríkuríkja á seinni hluta síðustu aldar og nú síðast óðaverðbólga í Zimbabwe sem hleyp- ur á þúsundum prósenta, hefur undirstrikað þá ringulreið sem slíku fylgir. Reyndar þarf ekki að horfa til slíkra öfgatímabila: tiltölulega mikil verðbólga í nánast öllum iðnríkjum á sjöunda og áttunda áratug síð- ustu aldar, þegar verðbólga var um og yfi r 10%, var dýrkeypt.2 Slæmar afl eiðingar verðbólgu eru margvíslegar. Tilheyrandi verð- bólgusveifl ur gera almenningi og fyrirtækjum erfi tt að greina á milli breytinga á hlutfallslegu verði einstakra afurða og almennrar verð- bólgu. Verðskyn slævist en það er einmitt grundvallarforsenda virkrar samkeppni. Erfi ðara verður að áætla framtíðarþróun verðlags en það torveldar skynsamlegar ákvarðanir um fjárfestingu og aðra ráðstöfun fjármuna. Slík óvissa dregur úr upplýsingagildi verðbreytinga og tak- markar getu markaðsbúskaparins til að ráðstafa takmörkuðum gæð- um á skilvirkan hátt. Samspil verðbólgu og skattkerfi sins eykur þessa óskilvirkni enn frekar. Skattkerfi ð hefur t.d. tilhneigingu til að hygla neyslu dagsins í dag á kostnað neyslu í framtíðinni (þ.e. sparnaðar) og fjárfestingu í íbúðarhúsnæði á kostnað annars konar fjárfestingar. Þessi áhrif skattkerfi sins eru því meiri sem verðbólga er meiri. Mikil verðbólga eykur einnig félagslegan ójöfnuð og dregur úr þjóðfélags- legri samstöðu. Tekjur færast frá almennum sparifjáreigendum til fag- fjárfesta sem hafa svigrúm til þess að verja sig gegn verðbólgunni, frá lágtekjuhópum til hátekjuhópa og frá leigjendum til húseigenda svo að eitthvað sé nefnt. Því fylgja togstreita og átök á milli tekjuhópa og er sá leikur ójafn sem fyrr segir. Mikilli verðbólgu og verðbólgusveifl um fylgja því óheppilegar efnahagslegar og félagslegar afl eiðingar og því alvarlegri sem verð- bólgan verður meiri og varanlegri. Söguleg reynsla bendir jafnframt

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.