Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 32

Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 32
30 Magnús Már Lárusson Skírnir Skúla og Hákonar er djúp, sem Hákon reynir að brúa til frið- ar landinu, m. a, með því að kvænast dóttur Skúla og síðan að gjöra Skúla að hertoga. Svo sem kunnugt er, kom þessi viðleitni fyrir ekki. Skúli hertogi hóf uppreisn og gjörði til- kall til konungdóms, sem hann var borinn til. En þessu lykt- aði með falli Skúla 1240. Og sem kunnugt er, var dráp Snorra 1241 ein af afleiðingum þess. Nú kann sú spurning að gjöra vart við sig, hvort Snorri hafi verið stjórnmálamaður og alið á einhverri pólitískri skoðun. Séu heimildir grandskoðaðar, þá virðist einsætt, að svo hafi verið. Séu heimildir athugaðar, kemur nægilega margt fram til þess að leiða í ljós meginstefnu skoðana hans. Heimildir skýra svo frá, að 1218—19 hafi hann verið með Skúla jarli. Um sumarið eftir, 1220, fór hann austur á Gautland á fund Ás- kels Magnússonar lögmanns og frú Kristínar konu hans, er áður hafði átt Hákon galinn, er andaðist 1214. Segir um þetta í íslendinga sögu kap. 35: „Snorri hafði ort um hana kvæði þat, er Andvaka heitir, fyrir Hákon jarl at bœn hans. Ok tók hon sœmiliga við Snorra ok veitti honum margar gjafir scemiligar. Hon gaf honum merki þat, er átt hafði Eiríkr Svíakonungr Knútsson. Þat hafði hann, þá er hann felldi Sgrkvi konung á Gestilsreini.“ Heimild þessi er allathvglisverð, auk þess sem hún er nokkuð trúverðug, þótt skringileg sé. Það er sjaldan, sem íslendingi hefir áskotnazt jafnfágætur hlutur í farar- minningu: merkið, sem leiddi Fólkungaherinn til sigurs. Á þetta atriði bendir Erik Lönnroth í grein sinni „De akta folk- ungarnas program“. Hins vegar nefnir Sture Bolin ekki Ás- kel lögmann í grein merkri, er heitir „Folkungarna. En ter- minologisk och historiografisk undersökning“. Á því leikur vart vafi, að Sturla Þórðarson færir hann rétt í ætt, er hann er sagður vera sonur Magnúss minniskjaldar, en bróðursonur Birgis jarls brosu. En þá er hann einnig bróðir Birgis jarls, föður Valdimars og Magnúss Svíakonungs hlöðuláss. Það er því stórmenni, sem Snorri sækir heim á Gautlandi. Um erindi Snorra virðist ekkert koma fram í heimildum. Eitthvert til- efni hlýtur samt að hafa verið til fararinnar. Áskell lögmaður er einn fremstur Svía um þessar mundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.