Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 20

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 20
Bjami Siguðrsson dýrð.“ Sálmurinn hefði aldrei orðið langlífur í þessum búningi, enda bætti sr. Stefán um betur og þýddi sálminn að nýju. Birtist þýðing hans í sálmabókinni 1886, nr. 75, og hefir haldizt óbreytt síðan. Hann er nr. 86 í Sb. 1945 og Sb. 1972. Nú kom hjálp þín, heiðin þjóð Annar þeirra sálma latneskra, sem komu út í þýðingu Lúters árið 1524, var sálmur eftir Ambrósíus biskup í Mílanó (340- 397), Veni redemptor gentium, Nun komm der Heiden Heiland. Þýðing hans er nákvæm og þykir ekki bera af öðrum þýðingum sama sálms, sem birzt höfðu áður eða um sömu mundir Lúter hafði miklar mætur á miðaldasálmum, og telja menn, að einkum hafi skírskotað til hans, hve þar er lögð rík áherzla á guðdóm jólabamsins. Trúarkenningin er honum þvílíkt fagnaðarefni, að hana verður að syngja. Sálmurinn er 8 erindi, og snýr Lúter þeim öllum. Marteinn tekur hann upp í sálmasafn sitt og þýðir eftir Lúter, Nú kom hjálp þín, heiðin þjóð, nr. 19. Sálmurinn er nr. 1 í sálmabók Guðbrands, einnig öll erindin. Páll Eggert Ólason,13 efast um, að þýðingin sé þar gjörð eftir Lúter, heldur eftir latneska textanum, en ekki eru það fullgild rök, sem hann sýnist helzt grípa til, að þýðingin sé heldur nákvæm. Þykir honum þýðing Guðbrands, Nú kom heiðirma hjálpar ráð, standa að baki gerð Marteins Einarssonar, og má það til sanns vegar færa. í 2. útgáfu sálmabókar Guðbrands biskups 1619 hefir 5. og 6. erindi verið steypt saman, ef til vill af vangá. Sálmabókin í útgáfu Jóns biskups Ámasonar 1742 hefir sálminn aftur í upphaflegri mynd. Hann var felldur niður í Aldamótabókinni, og kemur ekki aftur í sálmabókina fyrr en 1972, nr. 67. Þar er hann í þýðingu Sigurbjöms Einarssonar, 3 erindi. Hins vegar sneri Helgi Hálfdanarson sálminum á íslenzku, og er hann 4 erindi í gerð hans. Hann birtist fyrst í „Sálmum“ hans 1873 og síðan í Viðbæti við sálmabókina 1933, og er hann þar nr. 672.14 Hymnen Veni redemtor. Nv kom hialp þiin heidin þiod hana bar hingat Jungfru god undrar þad nu vm allann heim ad Gud vill suo fædazt þeim. Hymnus. Veni Redemptor. Nu kom Heidina Hialpar Raad helgasta þetta meyiar Saad Vndarligt virdist ollum heim Gud villde so fædast þeim. 13 Upptök sálma og sálmalaga, bls. 62. 14 Heims er komið hjálpairáð himinn opinn, boðuð náð. Guðdóms hátign hefir æðst hér á jörð í læging fæðst. 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.