Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 38

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 38
Bjöm Bjömsson Sem kunnugt er á óvígð sambúð sér langa sögu hér á landi, og tala bama fæddra utan hjónabands hefur verið hærri hér en í nokkru öðm Evrópulandi um áratugaskeið.7 Eins og sjá má á töflu 4 hér að framan em Danir og þó einkum Svíar mjög að nálgast okkur að þessu leyti. Pví veldur ugglaust, að óvígð sambúð nýtur í þeim löndum samfélagslegrar viðurkenningar í mjög auknum mæli. Sú viðurkenning hefur verið ríkjandi hér á landi um langan aldur. Sænski félagsfræðingurinn Bo Lewin setur fram þá kenningu í doktorsritgerð sinni Om ogift samboende í Sverige, að rekja megi uppgang óvígðrar sambúðar þar í landi til þess, hversu mikil óvissa sé rOcjandi um siðgæðisreglur á sviði kynlífs og sambúðar. Hann gengur svo langt að neíha anomi í því sambandi, nánast upplausn siðakerfisins sbr. kenningar E. Durkheim. Ungu fólki, sem hyggur á samlíf og sambúð, mæti ekki lengur skýr siðgæðisleg fyrirmæli um, að slíkum málum beri að skipa með lögformlegum hætti með því að ganga í hjónaband. Hér sé ekki svo mjög um það að ræða, að fólk sniðgangi hjónabandið af ásettu ráði, heldur sé skýringanna frekar að leita í því, að þrýstingur utan frá um að „festa ráð sitt“ sé lítill og fari minnkandi. En sé skýringa leitað á vaxandi gengi óvígðrar sambúðar, þá má samt gjaman hafa í huga, að til em þeir, sem einmitt „af ásettu ráði“ taka óvígða sambúð fram yfir hjónaband. Par liggja að baki hugmynda-fræðileg viðhorf, andóf gegn „kerfinu“, þar sem hjónabandið er talið vera ein af grundvallarstofnunum þess. Slíkra hugmyndafræðilegra viðhorfa til hjúskapar og óvígðrar sambúðar hefur talsvert gætt á Vesturlöndum á undanfömum árum. Pá hefur það vafalítið áhrif á aukna tíðni óvígðrar sambúðar, að miklu fremur en áður fyrr er nú litið á kynlíf og sambýlishætti fólks sem einkamál þess. Sjálfdæmishyggja segir til sín á þessu sviði eins og á svo mörgum öðrum nú á dögum. Menn una því illa að fara eftir forskriftum utan frá í málum, sem þeir telja sig einfæra um að ráða fram úr sjálfir. Hitt er svo annað mál, að löggjafarvaldið lætur menn ekki einráða um máleíhi, þar sem mikilvægir hagsmimir annarra en þeirra sjálfra eru í húfi, t.d. sambýlismanns/konu eða bama, og varðar óvígða sambúð lögum og reglugerðarákvæðum í síauknum mæli. Viðhorf til óvígðrar sambúðar í könnun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum íslendinga er ekki spurt beint um afstöðu manna til óvígðrar sambúðar. En þar er þó að finna nokkrar spumingar, sem varpa ljósi á viðhorf til kynlífs og siðgæðisreglna á því sviði. Eina spumingu meira almenns eðlis er ástæða til að skoða fyrst. Um það er spurt, hvort til séu einhlítar skilgreiningar á bví hvað sé gott og illt eða hvort gott og illt sé algjörlega háð aðstæðum hverju sinni. Svörin leiða í ljós, að íslendingar em allra þjóða í Evrópu mestir afstæðishyggjumenn um þessi efni. Allt að 85% svarenda völdu síðari 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.