Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 86

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 86
Kristján Búason lærissveina Jesú í Nýja testamentinu um þessa atburði og innihald þeirra er grundvallarviðfangsefni guðfræðinnar. Guð verður ekki viðfangsefni vísindalegra rannsókna, aftur á móti vitnisburður manna um verk hans í lífi manna, vitnisburður þeirra um afstöðu hans til þeirra, tiltal eða ávarp hans í þesssum verkum. Guðfræði má í stuttu máli skilgreina sem gagnryna sjálfsryni hins kristna trúarsamfélags varðandi sannleika og innihald kristirmar trúar svo og sem gagnryna tiáningu trúarinnar gagnvart samtíðinni. Biblíufræðin og þar með nýjatestamentisfræðin leggja áherzlu á hið fyrra. Nokkrar túlkunarfræðilegar forsendur Víkjum nú nánar að nýjatestamentisfræðum. Það gefur auga leið, að fræðimenn leggja stund á nýjatestamentisfræði, af því að efni Nýja testamentisins skiptir þá eða samfélag þeirra máli. Og flestir ganga út frá eða em opnir fyrir þeim skilningi á tilverunni og þeirri forsendu, sem ofan greinir og Nýja testamentið sjálft endurspeglar. En til hafa verið og em þeir fræðimenn, sem leggja stund á þessi fræði og em efahyggjumenn í þessu tilliti eða nálgast viðfangsefnið út frá þeirri forsendu, að Guð hafi eídci nein afskipti af tilverunni, og hafna þar með sjálfsskilningi Jesú og kristninnar. Enda þótt það eigi ekki að hafa áhrif á greinargerð þeirra fyrir skilningi höfunda rita Nýja testamentisins, þá hefur lífsskoðun fræðimannsins áhrif á val skýringa hans, t.d. á sjálfsvitund Jesú, kraftaverkum, upprisu o.fl. Meginástæða þess, að menn stunda nýjatestamentisfræði, er með öðmm orðum sú, að efni Nýja testamentisins skiptir menn máli hér og nú, og það hefur vakið tvær meginspumingar. Annars vegar er spurt: Hvað vildi höfundur tiltekins texta segja samtíð sinni? Hins vegar er spurt: Hvað þyðir það í mínum kringumstæðum? Fyrri spumingunni verður að svara, áður en hægt er að svara hinni síðari. Ritskyring Nýja testamentisins sem og allra fomra texta leitast við að svara á rökstuddan hátt fyrri spumingunni: Hvað vildi höfundur tiltekins texta segja samtíð sinni? En það getur stundum verið erfítt, þegar um ólíka löngu liðna tíma er að ræða, sem takmarkaðar upplýsingar em til um. Margt er þó auðskilið vegna augljósra sammannlegra þátta og eins vegna þess, að lengri rit og ritsöfn frá sama tíma veita nauðsynlegar upplýsingar, t.d. hinum athugula almenna lesanda Nýja testamentisins. Fræðileg ritskýring í dag á sér langa sögu. í dag felur hún í sér þekkingu og rannsóknir á tungumáli viðkomandi texta, handritum og textaafbrigðum, byggingu rits eða textahluta, bókmenntaformi, félagslegu hlutverki eða tilgangi, höfundi, ritunartíma, málefni og hugarheimi höfundar, heimildum og meðferð þeirra, samtímaaðstæðum í landfræðilegu, efhahagslegu, félagslegu og trúarlegu tilliti, sem varpað geta ljósi á textann, ennfremur sannleiksgildi. Allir þessir þættir og niðurstöður þeirra þurfa að styðja hverjir aðra eða falla hver að öðmm, ef skýringin á að teljast trúverðug. Það gefur auga leið, að hugmyndir og greiningarhugtök rannsakandans svo og efnisval til samanburðar hefur 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.