Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 99

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 99
Nýjatestamentisfæði áfangar og viðfangsefni Allt frá dögum Adolfs Hamacks hefur fræðimönnum orðið æ ljósar, að í frumkristninni hrærðust hlið við hlið ólíkar áherzlur. Annars vegar höfum við kristni, sem lifði í Palestínu innan hebresku- og arameiskmælandi gyðingdóms, og hins vegar höfum við grískumælandi kristna Gyðinga, sem stunduðu heiðingjatrúboð og kölluðu Pál til starfa með sér. Þessir síðar töldu tóku í vaxandi mæli á móti heiðnum mönnum, sem gerðust krismir. Þetta leiddi m.a. til þess, að kristnin hætti að njóta sérréttinda Gyðinga innan rómverska heimsveldisins og mætti tortryggni rómverska ríicisvaldsins. Skipan safnaða var breytileg frá einum stað til annars. Þessar breytilegu aðstæður endurspeglast í ritum Nýja testamentisins og verða því ekki settar í einfalda tímaröð eins og Tiibinger-skólinn gerði. Hlutur heiðingkrismu safnaðanna varð yfirgnæfandi. Gyðingkristnir hverfa í móðu sögunnar, en miðstöðvar kristninnar verða stórir söfnuðir stórborganna við Miðjarðarhaf. Rannsóknir á grískum trúarbrögðum og trúarbrögðum ausmrianda nær svo og trúarbragðablöndu hellenismans hafa skilað margvíslegum upplýsingiun, sem hafa varpað ljósi á tjáningarform höfunda Nýja testamentisins. Við upphaf aldarinnar kom fram trúarbragðasögulegi skólinn, Religionsgesichtlieche Schule, sem beitti aðferðum samanburðarfræða og gerði ráð fyrir talsverðum áhrifum trúarbragða umhverfisins á kristidóminn, ekki aðeins í orðfæri, heldur einnig í hugmyndum, t.d. tilbeiðslu á Jesú sem Drotmi og í friðþægingarlærdómi. Helzti talsmaður þessa skóla var þýzki málfræðingurinn R. Reitzenstein (d. 1931). Mest áhrif meðal guðfræðinga hafði þó guðfræðingurinn W. Bousset (d. 1920) í gegnum rit sitt Kyrios Christos frá 1913. Ýmsar niðurstöður fræðimanna af þessum skóla hafa ekki staðizt síðari rannsóknir. Það virkar t.d. sýnt að orðið drottinn í Nýja testamentinu um Jesúm á aðeins samsvömn sína í notkun orðsins í Gamla testamentinu um Guð, og ekki í neinum eldri hellenstískum textum. En skólanum fylgdi, að fræðimenn tóku að huga að helgihaldi og tilbeiðslu svo og heimslitahugmyndum í Nýja testamentinu meir en áður. Þá drógu gnostar 2. aldar sérstaka athygli að sér meðal fræðimanna af þessum skóla. En gnostar aðhylltust tvóiyggju, þar sem andi mannsins var guðlegs uppruna, en fangi efnis og vanþekkingar um uppruna sinn. Þeir boðuðu, að himneskur sendiboði vekti manninn til þekkingar á uppruna sínum. Og þar með hófst uppstigning hans frá efnisheimi til hins andlega heims. Gnósis, þ.e. þekking um þessi atriði er lausnin. Merkilegt hefur þótt, að þessar hugmyndir birtast fyrst í kristnum búningi á miðri 2. öld í Róm og um svipað leyti í egypzkum og gyðinglegum búningi. Trúarbragðasögulegi skólinn vildi gera ráð fyrir forkristinni gnósis, þrátt fyrir að allar heimildir um hana em miklu yngri en rit Nýja testamentisins. Hann hélt fram meira eða minna sjálfstæðri heiðingkristni (gagnvart gyðingkristni) sem hefði orðið fyrir áhrifum af heiðni. Og loks hélt skólinn fram, að kirkjan hefði þegar á dögum Nýja testamentisins þróazt í hjálpræðisstofnun burt frá óþvingaðri kristni Páls. Áhrifamesti arftaki þessa skóla var þýzki guðfræðingurinn R. Bultmann, síðast í 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.