Þjóðmál - 01.09.2014, Page 15

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 15
14 Þjóðmál haust 2014 þeirra sem með valdið fóru í dómskerfinu . Við verðum samt, þar til annað sannast, að gera ráð fyrir að þessar afgreiðslur hefðu orðið hinar sömu þó að aðrir lögmenn, sem valdsmenn telja geðþekkari, hefðu átt hlut að málum . Sami réttur fyrir alla? Margir sem til þekkja hafa veitt því athygli að stundum er eins og ágætir lögmenn, sem allir vita að eru góðvinir áhrifamestu dómaranna við réttinn, hafi fengið afgreiðslur á málum sínum sem verða að teljast sérstaklega hagstæðar og efast má um að sumir aðrir hefðu fengið . Í Hæstaréttardómi á árinu 1996 (bls . 4171 í dómasafni) er fjallað um kæru á úrskurði héraðsdóms sem send var héraðsdómara eftir að tveggja vikna kærufrestur var liðinn . Hafði úrskurðurinn gengið 23 . október 1996 en vegna mistaka lögmanns hlutaðeigandi aðila var kæru ekki skilað fyrr en 10 . nóvember . Það var of seint . Þá greip sá, sem kæra vildi, til þess ráðs að sækja um kæruleyfi, sem svo var nefnt . Veitti Hæstiréttur leyfi til kæru hinn 4 . desember . Var kærumálið tekið til efnismeðferðar á þessum forsendum . Mér er ókunnugt um að til sé annað dæmi um að þeir sem falla á kærufresti geti síðar fengið kæruleyfi . Lagatilvísanir þessu til stuðnings í dómi Hæstaréttar fá ekki staðist . Engin heimild er í lögum til að veita þeim, sem ekki kærir á lögbundna frestinum, leyfi til að kæra síðar . Í lögunum er meira að segja að finna sérstakt ákvæði um hvað héraðsdómara beri að gera ef kæra kemur of seint fram, þar sem í 1 . málsgrein 146 . greinar laga nr . 91/1991 um meðferð einkamála er kveðið á um að héraðsdómari skuli þá beina því til kæranda að taka kæruna aftur .* Þar er ekki minnst á að unnt sé að fá kæruleyfi . Ef slíks væri kostur þyrftu að vera í lögunum reglur um, hversu lengi ætti að vera unnt að fá slíkt leyfi og hver væru hin efnislegu skilyrði fyrir veitingu þess . Engu slíku er til að dreifa .** Það vekur athygli að hinn ágæti lögmaður, Gestur Jónsson hrl ., sem fór með þetta mál fyrir þann sem kærði, naut áreiðanlega sérstakrar velþóknunar hjá dómurunum, en hann hafði til dæmis verið skiptastjóri í þrotabúi Hafskips á árum áður og þá verið í góðum tengslum við þann dómara í hópnum sem líklega hefur stýrt niðurstöðunni . Ef til vill var þetta þó tilviljun? Ef til vill hefðu Jón Egilsson og Róbert Árni Hreiðarsson líka fengið kæruleyfi við þessar aðstæður? Hver veit? Það vekur athygli að hinn ágæti lögmaður, Gestur Jóns son hrl ., sem fór með þetta mál fyrir þann sem kærði, naut áreiðan lega sérstakrar velþóknunar hjá dómur- unum, en hann hafði til dæmis verið skiptastjóri í þrotabúi Haf- skips á árum áður og þá verið í góðum tengslum við þann dómara í hópn um sem líklega hefur stýrt niður stöð unni . * Héraðsdómarinn getur ekki sjálfur hafnað kröfunni og vísað málinu frá, því það heyrir undir Hæstarétt að afgreiða kærumálið . ** Hæstiréttur vísaði í dómi sínum til ákvæðis í lög- unum sem kvað á um að reglur um áfrýjun gætu átt við um atriði í kærumálum sem ekki væru sérstök ákvæði um í kærukaflanum . Þetta gat ekki átt við hér, meðal annars vegna þess að reglur skorti um hversu lengi þetta ætti að vera hægt og hver hin efnislegu skilyrði væru . Áfrýjunarreglur um þessi atriði gátu aldrei átt við . ______________________________

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.