Þjóðmál - 01.09.2014, Page 19

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 19
18 Þjóðmál haust 2014 Gunnar Þór Bjarnason Hvað verður nú um Ísland? Íslendingar og heimsstyrjöldin fyrri 1914–1918 Heimkoma Síðla júlímánaðar 1914 sneri nýskipað ur ráðherra Íslands, Sigurður Eggerz, heim af konungsfundi . Frá Kaupmannahöfn hélt hann til Englands, tók sér far með enskum togara frá útgerðarbænum Hull og kom að Vík í Mýrdal miðvikudaginn 29 . júlí . Þar steig hann á land og fór ríðandi sem leið lá vestur að bænum Ægissíðu við Ytri-Rangá . Þangað höfðu menn sent bifreið eftir ráðherranum . Til Reykjavíkur kom hann skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstu- dagsins 31 . júlí .1 Sigurður stóð á fertugu, hafði setið á þingi frá því á árinu 1911 og fylgt Sjálf stæðis- flokknum eldri að málum . Sjálfstæðis menn unnu góðan sigur í alþingiskosning um í apríl 1914 sem leiddi til þess að Hannes Hafstein sagði af sér ráðherraembætti . Því hafði hann gegnt frá því um mitt sumar 1912 (og áður á árunum 1904 til 1909) . Alþingi (aukaþing) kom saman í júlíbyrjun 1914 til að afgreiða stjórnarskrárbreytingar . Mikið gekk á í veröldinni um þessar mund ir . Eftir morðið á ríkisarfa Austur- ríkis-Ung verja lands í Sarajevó 28 . júní hrönn uð ust upp ófriðarský yfir Evrópu . Stjórn völd í Vínar borg kenndu Serbíu- stjórn um ódæðis verkið og þriðjudaginn 28 . júlí, degi áður en Sigurður Eggerz gekk á land í Vík í Mýrdal, sögðu Austurríkis- menn Serbum stríð á hendur . Viku síðar réðust Þjóðverjar inn í Belgíu og bardagar hófust á vesturvígstöðvunum . „Horfurnar voðalegar“, „Evrópustríð mjög sennilegt“, „Ákafur herbúnaður“, „Frumorrusta háð“, „Allt komið í bál og brand“, „Evrópa öll í ljósum loga“ — þetta eru dæmi um fyrirsagnir á fréttaskeytum sem birtust í íslenskum blöðum hina örlaga ríku daga í júlí og ágúst .2 Íslendingar köll uðu stríðið oftast Norðurálfuófriðinn, líka Evrópu stríðið . Þetta var ekki heims- styrjöldin fyrri — ekki fyrr en síðar, eftir aðra og enn ógurlegri styrjöld . Sigurður Eggerz hafði ætlað sér að skýra alþingi frá Danmerkurferð sinni og erind- um ytra strax eftir heimkomuna en neyddist nú til að fresta því . Önnur og brýnni verk-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.