Þjóðmál - 01.09.2014, Side 25

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 25
24 Þjóðmál haust 2014 fengu „dýrtíðaruppbót“ og sumarið 1917 kröfðust talsmenn verkalýðs þess að lands- sjóður tæki risalán erlendis til þess að bæta almenningi upp dýrtíðina . En konur lýstu óánægju sinni með að gengið væri fram hjá húsmæðrum við dýrtíðarráðstafanir . Þær hefðu nú kosningarétt, væru þar með orðnar fullgildir „þjóðfélagsborgarar“ og hefðu langbestu þekkinguna á þörfum heimilanna .26 Í mars 1917 hafði verðlag hækkað um 100% frá stríðsbyrjun .27 Þegar upp var staðið í nóvember 1918 nam hækkunin 240% .28 „Hver mundi hafa trúað því fyrir fjórum árum, að nokkru sinni yrði jafn dýrt að lifa í Reykjavík og nú er? Og hver mundi hafa trúað því, að Reykvíkingar gætu staðist aðra eins dýrtíð og nú er, án þess að mannfellir yrði?“ spurði greinarhöfundur í Morgunblaðinu í nóv ember 1917 . Og hann svaraði sjálfum sér: „Ekki ég .“29 Kom fyrir lítið þótt verðlagsnefnd fyrir skipaði oft og mörgum sinnum hámarks- verð á brauði, sykri, hveiti, mjólk, rjúpum og fleiri vöru tegundum . Á árinu 1916 syrti verulega í álinn . Lands - framleiðsla dróst saman um 10,8% .30 Bret- ar hertu eftirlit með utanlandsversl un Ís- lend inga en ráðamenn í London lögðu allt kapp á að hindra að vörur frá hlut lausu m þjóðum bærust til Þýskalands og banda- lagsríkja þeirra . Í júní gerðu Íslendingar við skiptasamning við bresku stjórnina sem meðal annars fól í sér að Bretar keyptu helstu útflutningsvörur landsmanna á föstu verði . Einnig hétu bresk stjórnvöld því að útvega Íslendingum kol og salt og aðrar nauð synjar . Á móti máttu Íslendingar sætta sig við að öll skip er sigldu héðan til Evrópu kæmu við í breskri höfn til eftirlits .31 Samn- ingurinn var endurnýjaður í febrúar 1917 og aftur í maí 1918 . „Breski samningurinn“ markaði tímamót í sögu þjóðarinnar . Í fyrsta skipti samdi íslenska landsstjórnin við erlent ríki án milligöngu Dana . Með réttu hefði danska utanríkisráðuneytið átt að annast samn- ingsgerðina . Ýmsir fundu samningnum flest til foráttu og sögðu að Íslendingar hefðu sætt afarkostum af hálfu bresku stjórnar- innar . Aðrir töldu samninginn hafa bjargað þjóðinni frá stórkostlegum þrengingum . Þjóðarvandræði Þann 1 . febrúar 1917 hófu Þjóðverjar ótak markaðan kafbátahernað og í hönd fór erfiður tími fyrir íslensku þjóð- ina . Þýskir kafbátar sökktu á þriðja tug íslenskra skipa eða skipum sem voru í siglingum fyrir Íslendinga, flestum á árinu 1917 . Oftast varð mannbjörg . Frá því í febrúarbyrjun og fram í apríl kom ekkert skip til Íslands frá Danmörku . Og fyrst eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stríði á hendur Þýskalandi 6 . apríl 1917 kyrrsettu þeir íslensk skip vikum saman vestra . Skortur varð á nauðsynjavörum . Kol, olía, sykur, hveiti og fleiri vörur voru skammt - Breski samningurinn“ markaði tímamót í sögu þjóðarinnar . Í fyrsta skipti samdi íslenska lands- stjórnin við erlent ríki án milligöngu Dana . Með réttu hefði danska utan ríkisráðuneytið átt að annast samn ingsgerðina . Ýmsir fundu samningnum flest til foráttu og sögðu að Íslendingar hefðu sætt afarkostum af hálfu bresku stjórnar- innar . Aðrir töldu samninginn hafa bjargað þjóðinni frá stórkostlegum þrengingum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.