Þjóðmál - 01.09.2014, Page 49

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 49
48 Þjóðmál haust 2014 skorti á að framhaldsskólanemendur fái þá þjálf un í lestri á fræðitextum sem nauðsyn leg er . Stokka þurfi upp kennsluhætti í ensku, bæði í framhalds- og grunnskólum í Noregi, að mati Hellekjærs . Leggja eigi mun meiri áherslu á lestur og lestrartækni auk orða - forða heldur en tíðkast hefur í norsk um skólum . Í þessu sambandi má nefna dokt ors - rannsókn Ásrúnar Jóhannsdóttur, aðjúnkts í ensku við hugvísindasvið HÍ, á kunn áttu nem enda í yngstu bekkjum grunn skól ans á orð aforða í ensku . Rannsókn Ásrúnar leiddi í ljós að sjónvarpsáhorf, tónlist og tölvu - notkun skilar íslenskum börnum meiri orða forða en enskunám í fyrstu bekkjum grunn skól ans . Niðurstöður rannsóknar Hellekjærs styðja kenningar Krashens, þ .e . því meira ílag á markmálinu, því meiri færni . Krashen hefur líka haldið því fram að til að búa nemendur undir lestur á fræðitextum í háskóla þurfi þeir að lesa mikið magn af slíkum textum í framhaldsskóla . Lestur á slíku efni muni skila mun meiri árangri en bókmennta- lestur . Krashen myndi hins vegar vara við að verja of miklum tíma í beina kennslu á orðaforða; betra sé að lesa enn meira og byggja þannig upp frekari tilfinningu fyrir merk ingu og notkun orðanna í samhengi . Ílag bætir talfærni Þegar fólk hugsar um einstaklinga, sem náð hafa verulegri færni í tal aðri ensku, er viðkvæðið gjarna á þá leið að viðkomandi hljóti að hafa búið í ensku- mælandi landi eða hafi óvenju mikla hæfi- leika til tungumálanáms . Þegar grannt er skoðað kemur hins vegar oft allt annað í ljós . Viðkomandi einstaklingur hefur jafnvel aldrei komið til enskumælandi lands og gengið illa í öðrum tungumálum í skóla, t .d . dönsku . Þá telja menn oft að skýr ingin á færninni sé að viðkomandi eigi marga enskumælandi vini eða þurfi að nota ensku mikið í vinnunni . En það er sjaldnast tilfellið heldur . Hvað getur þá skýrt þá staðreynd, að talsvert margir, sem hafa aldrei búið í enskumælandi landi eða nota ensku að staðaldri, t .d . í vinnunni eða á meðal vina, geta talað ensku af það miklu öryggi að jafnvel enskukennarar væru sæmdir af? Svarið liggur í ílagskenningu Krashens . Þessir einstaklingar hafa einfaldlega lesið af athygli eða hlustað mun meira á ensku en meðalmaðurinn . Fyrsta, annað og erlent mál Í málvísindum eru þau tungumál sem fólk lærir eða elst upp við oft flokkuð í þrennt, þ .e . fyrsta, annað og erlent mál . Fyrsta mál er móðurmálið (e . first language/mother tongue), þ .e . það tungu- mál sem þú tileinkar þér frá upphafi og er jafnan þjóðtunga lands þíns . Þetta er það tungumál sem fjölskylda og vinir þínir tala flestir hverjir og er hið opinbera tungumál Fjöldi rannsókna bendir til þess að stór hópur háskólanema eigi í verulegum erfiðleikum með lestur kennslubóka og fræðigreina á ensku . Þetta á ekki einungis við háskólanema í löndum eins og Þýskalandi og Spáni þar sem ílagið í málumhverfinu er mun minna en þekkist hér á landi . Lestur kennslubóka á háskólastigi veldur líka stúdentum á Íslandi og Norðurlönd um tals verðum erfiðleikum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.