Þjóðmál - 01.09.2014, Page 51

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 51
50 Þjóðmál haust 2014 og í viðskiptalífinu þarf að verða víðtækari og mun meira áberandi . Hvar standa Íslendingar í ensku? Eins og að ofan greinir hefur færni Ís-lendinga í ensku aukist talsvert á undanförnum árum og áratugum . Engu að síður er enskufærni Íslendinga veru lega misjöfn . Sumir hafa nánast náð móðurmáls- valdi á ensku og það þótt þeir hafi ekki dvalist langdvölum í enskumælandi landi . Aðrir hafa staðnað á vissu aldurskeiði, oft um tvítugt, og ná þar af leiðandi ekki því öryggi í enskri málnotkun sem æskilegt væri . Að sögn Erlendínu Kristjánsson, kennara í laga- og viðskiptaensku við HR, er mál- fræðikunnátta þessa fólks oft með ágætum sem og skilningur á almennu efni en öryggi til munnlegrar og skriflegrar tjáningar er oft verulega ábótavant, sér í lagi m .t .t . beitingar fjölbreytts orðaforða . Þá eiga margir í þessum hópi verulega erfitt með að skilja lengri texta um fagleg og fréttnæm málefni t .d . kennslubækur í háskóla, ýmis fagtímarit og fréttatímarit á borð við Newsweek og the Economist . Þriðji hópurinn er svo fólk sem af ýmsum ástæðum, t .d . vegna lesblindu, hefur ekki náð lengra en sem nemur grunn- færni í ensku . Þetta fólk nær yfirleitt ekki lágmarksskilningi á óeinfölduðum texta á ensku og getur einungis tjáð sig í stuttum og oft brotnum setningum og þá helst um tiltölulega hversdagslega hluti . Leiðir til að auka áhrif ensku á Íslandi En hvernig getum við aukið áhrif og ílag enskunnar með þeim hætti að hún geti með tímanum náð hlutverki annars máls á Íslandi? Hér að neðan getur að líta nokkrar hugmyndir til að svo geti orðið . Í fyrsta lagi er brýnt að aðgengi að ensku, þ .e . ílag hennar, verði aukið all veru - lega . Það er hægt t .d . með því að af nema þýðingarskyldu á erlendu efni á einka - reknum ljósvakamiðlum . Væri það gert myndi útsendingum á ensku, bæði í sjón - varpi og útvarpi, fjölga verulega . Mín spá er sú að í mörgum tilfellum yrði efnið þýtt eða talsett á íslensku eins og verið hefur; í sumum tilfellum yrði um að ræða texta á ensku í tilfelli sjónvarpsútsendinga og ís- lenska talsetningu að hluta í tilfelli út varps- sendinga, og í æ fleiri tilfellum yrði sent út efni á ensku án texta eða talsetningar . Einnig þyrfti að auka útgáfu prentmiðla um íslensk málefni á ensku, sbr . Grapevine og Iceland Review . Í öðru lagi þyrfti enskan að skipa mun hærri sess í skólum landsins . Krashen og Hellekjær myndu bæta við að jafnframt þyrfti að breyta áherslum í kennslu, þ .e . auka lestur mun meira og bæta orðaforða . Auk þess ætti óhikað að styðjast í auknum Hvernig getum við aukið áhrif og ílag enskunnar með þeim hætti að hún geti með tímanum náð hlutverki annars máls á Íslandi? Í fyrsta lagi er brýnt að aðgengi að ensku, þ .e . ílag hennar, verði aukið all veru lega . Það er hægt t .d . með því að af nema þýðingarskyldu á erlendu efni á einka reknum ljósvakamiðlum . Væri það gert myndi útsendingum á ensku bæði í sjón varpi og útvarpi fjölga verulega . . . Einnig þyrfti að auka útgáfu prentmiðla um íslensk málefni á ensku, sbr . Grapevine og Iceland Review .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.