Þjóðmál - 01.09.2014, Side 53

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 53
52 Þjóðmál haust 2014 Jón Kristjánsson Fiskifræði forstjóra Hafró stenst ekki dóm reynslunnar Þann 3 . júlí sl . var viðtal við Jóhann Sigurjónsson, forstjóra Hafró, á út- varpi Sögu, í þættinum „Þjóðar auð lindin“, sem Ólafur Arnarson hag fræð ingur heldur úti . Var þar rætt um fisk veiðimál vítt og breitt, m .a . um upp byggingu og nýtingu þorskstofnsins . Þar sagði forstjórinn frá þeirri fiskifræði, sem stofnunin byggir á og kom þar margt athyglisvert fram svo vægt sé til orða tekið . Fiskifræði forstjórans gengur nefnilega í berhögg við viðtekna þekkingu í fiskifræði og almennri vistfræði . Áður en farið verður nánar út í við talið er rétt að skoða fortíðina og þau loforð sem fiskifræðingar gáfu stjórn málamönnum um að í aflaþróun yrði farið að kröfum þeirra og fiskveiðum stjórnað á vísindalegan hátt . * Það var skömmu eftir miðja síðustu öld að sérfræðingar Hafrannsókna stofn- unar fóru að halda því fram að unnt væri að ná 500 þús . tonna jafnstöðuafla í þorski, ef farið yrði að þeirra ráðum . Með því að vernda smáfisk svo hann fengi að vaxa myndi stofninn stækka og þar með hrygn- ingar stofninn, sem yrði til þess að nýliðun yrði mikil og góð . Þeir tóku einnig fram að þó að ekki hefði tekist að sýna fram á já- kvætt samband hrygningarstofns og nýlið- unar, væru allar líkur á að stór hrygningar- stofn gæfi meira af sér en lítill . Eftir að útlendingar hurfu af miðun- um 1976 var hægt að hefjast handa við upp bygg ingu stofnsins . Möskvi í trolli var stækk aður úr 120 í 155 mm . Við þá aðgerð hvarf 3ja ára fiskur að mestu úr veiðinni, enda var það markmiðið . Afl inn jókst til að byrja með en fljótlega hægði á vexti fiska eftir því sem stofninn stækk aði . Fiskurinn horaðist niður og aflinn féll í 300 þús . tonn 1983 . Þyngd sex ára fiska féll úr 4 kílóum í 3 eftir að smáfiskur var friðaður . Niðurstaða tilraunar innar var sú að það var ekki fæðugrundvöllur fyrir stækk un stofns ins . Þarna hefði verið rökrétt að stíga skrefið til baka og minnka möskv- ann aftur . Það var ekki gert, heldur var hert á frið un inni með því að setja á kvótakerfi þar sem unnt var að takmarka aflann óháð afla- brögðum . Smáfiskafriðun var haldið áfram, ef þorskur undir 55 cm fór yfir 25% í afla var viðkomandi svæði lokað . Á tíma frjálsra veiða, þegar afli var gjarnan í kring um 450 þús . tonn, var veiðiálagið 35–40% af

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.