Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 13

Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 13
Gunnlaugur Ingólfsson: Ásgeir Blöndal Magnússon 3 í Ríkisútvarpinu. Af öllu þessu starfi varð Ásgeir stórlega fróður um íslenskan orðaforða og mun vart ofmælt að hann hafi verið fróðastur manna á því sviði um sína daga. Ásgeir Blöndal var því vel undir búinn, þegar hann hóf að birta á prenti greinar og ritgerðir um íslenska málfræði. Hann kvaddi sér fyrst hljóðs sem málfræðingur, svo að mér sé kunnugt, með ritdómi sem birtist í tímaritinu Arkivfór nordiskfilologi árið 1950 og fjallaði um nýútkomið verk eftir Ferdinand Holthausen (1948), Vergleichendes und etymologisches Wörterbuch des Altivestnordischen. Ritdómurinn er skrif- aður eða þýddur á þýsku. Þarna kemur Ásgeir fram sem menntaður málfræðingur, sérhæfður í orðsifjum með mikinn fróðleik og lærdóm á valdi sínu. Stíllinn og andinn er mjög sá sami og fram kemur þegar hann ritar á móðurmáli sínu, röksemdafærslan og gagnrýnin, ábend- ingar og úrlausnir komast til skila, og fæmi hans að hafa einatt á takteinum gnótt dæma að grípa til, jafnt úr fornu máli sem nýju, af bókum eða úr mæltu máli, kemur vel fram. Á þessum árum var enginn eiginlegur vettvangur á íslandi fyrir fræðilegar umræður um málfræði. Að vísu birtust málfræðileg skrif, en þau voru lengstum á víð og dreif, stundum í einstökum heftum, nánast eins og einkaprent, utan allrar eiginlegrar, reglubundinnar útgáfu. Það var helst í Skírni að eitthvað málfræðikyns birtist, nokk- uð kom út í Ritum Vísindafélags íslendinga, og í ritröðinni Studia Islandica - íslenzk fræði, sem Sigurður Nordal hóf að gefa út á 4. ára- tug síðustu aldar, birtust ritgerðir, m.a. prófritgerðir háskólanema í málfræði. Afmælis- og heiðursrit voru að vísu vettvangur þar sem eitthvað birtist um málfræðileg efni, en í hinni þrískiptu grein ís- lenskra fræða bar þar mest á sagnfræði, textafræði og bókmenntum. Undir lok 6. áratugar síðustu aldar hóf tímaritið Islenzk tunga göngu sína og kom út í sex árgöngum á tímabilinu 1959-65 að útgáfan féll niður. Rit Árnastofnunar, Gripla, frá 1975, flutti málfræðiritgerðir, a.m.k. framan af, og árið 1979 hóf tímaritið Islenskt mál að koma út og síðan rit Orðabókar Háskólans, Orð og tunga, 1988 svo að segja má að síðastliðinn aldarþriðjung hafi verið vettvangur fyrir málfræðiskrif hér innanlands. Þetta er í stórum dráttum sá veruleiki sem íslenskir málfræðingar bjuggu við lengi vel eftir síðari heimsstyrjöld. Ásgeir Blöndal birti skrif sín á þessum vettvangi: hann skrifaði í Skírni og íslenzka tungu, hann birti greinar í afmælisritum á 6., 7. og 8. áratugnum og hann birti greinar í íslensku máli nánast fram í andlátið. Málfræðiskrifum Ásgeirs má skipta í tvo meginflokka sem nefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.