Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 69

Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 69
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin 59 frá því snemma á 17. öld en hin um dessast frá lokum 18. aldar. Ekkert bendir til þess hjá ÁBIM að dessa sé tökuorð heldur tengir hann hana sögninni að detta. Sögninni dikta er bætt við á spássíu hjá HSch en engin merking er við hana né heldur orðið diktur. Því er ekki unnt að geta sér til hvaða merkingu hann hafði í huga. BH gefur bæði merkinguna 'dictare, siger en til der skriver, dicterer' og ‘fingere, commentari, digter, sætter op'. Við nafnorðið gefur BH einnig tvær merkingar 'commentum, en Logn, en Digt' og 'poema, et Digt'. Hjá ÁBIM er merking sagnarinnar sögð: 'semja, yrkja; skrökva upp; mæla fyrir;' og nafnorðsins 'kvæði; upplogin frétt'. Hann telur orðin líklegast tökuorð úr miðlágþýsku enda bæði gömul í íslensku. Elsta dæmi í Rm er frá miðri 16. öld. Hjá HSch stendur: „ditta að einu; ísl. gjöra við, lagfæra". Hjá BH er gefið sambandið ditta að og merkingin sögð 'tætter, tilstopper Sprækker og Aabninger'. ÁBIM skrifar sögnina með -y- í merkingunni 'lagfæra, lappa upp á; troða í, þétta'. í Rm er hún bæði fletta með -i- og -y- og eru elstu dæmi frá miðri 17. öld. Öll eru þau um að ditta að e-u. Engin merking var gefin við dofníngi hjá HSch. BH segir að dofníngi sé dofinn maður, þ.e. 'en uvirksom; it. slov, dum'. ÁBIM gefur bæði orðið dofningi og dofnungur í merkingunni 'sljór og daufgerður maður'. Rm hefur hvoruga myndina en dæmi eru í Tm. Samkvæmt ÁBIM er orðið leitt af sögninni dofna 'verða dofinn eða daufur' og telur hann það ekki eiga sér samsvörun í dönsku. Líklegra er þó að að baki liggi nafnorðið dovning (sbr. ODS) í merkingunni 'latur maður'. Við dokka skrifar HSch: „ísl. tvinnahespa, tvinnabenda". Sama merking er hjá BH og vísað er í danska orðið dukke. ÁBIM tengir nokkrar merkingar orðinu dokka: 'klampi undir þóftu; samanvafin garnhespa; (leik)brúða; tás í vindu eða spili; tstúlka, kona (vísast hálfkenning)'. Elsta dæmi um merkinguna 'tvinnakefli, tvinnahespa' í Rm er frá því snemma á 19. öld. Danska orðið dukke, sem BH vísar til, merkir annars vegar 'brúða' og hins vegar 'þráðarhespa eða -knippi'. Dúkka er tökuorð í íslensku um brúðu og er aðlagað í rithætti danska orðinu. ÁBIM bendir á að ein merking orðsins dokke í nýnorsku sé 'hör- eða banddokka' og hugsanlegt að dokka í íslensku um tvinnahespu sé þaðan komin. Orðið dokke virðist ekki til í dönsku sbr. ODS. Orðið doppa skýrir HSch: „d. Doppe; ísl. málmbóla". Svipuð lýs- ing er hjá BH. ÁBIM gefur fleiri merkingar en telur orðið tökuorð úr miðlágþýsku doppe 'hylki, skál; málmbóla'. Orðið í merkingunni 'málmbóla' er gamalt í íslensku og elstu dæmi í Rm eru frá 16. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.