Berklavörn - 01.06.1939, Blaðsíða 16

Berklavörn - 01.06.1939, Blaðsíða 16
Oddur Olafsson: Tuberculosis C-vitamin. Vísindamenn úti í löndum hafa á und- anförnum árum gert víðtækar rannsókn- ir á C-vitamínþörf manna, háttum C-vita- mínsins og eðli. Þeir hafa komizt að raun um, að C- vitamín er lífsnauðsynlegt mönnum. Mað- urinn verður að fá C-vitamín í fæðunni til þess að halda lífi og heilsu. C-vitamín verður að vera stöðugt í fæðunni, vegna þess að líkaminn safnar ekki forða af efnum, heldur skilar því, sem hann hefir ekki not fyrir, gegn um nýrun. Um nauð- synlegan dagskammt en skiptar skoðanir, flestir ætla að 20—40 mg. sé nægilegt. Þörf manna fyrir efnið er misjöfn, þann- ig þurfa menn með hitasótt eða langvinna sjúkdóma meira C-vm. en heilbrigðir, börn meira en gamalmenni, konur meira, þegar þær eru vanfærar. Breytt ástand í maga og þörmum getur einnig valdið því, að C. í fæðunni -hagnýtist ekki að þessa viðleitni eftir megni, og það er læknanna, að ... það er annars óþarfi að segja þeim, hvað þeirra er, það vita þeir sjálfir bezt. Þessir aðilar eiga að gera með sér hernaðarbandalag gegn berklunum á Is- landi, með fullu trausti á hvers annars hlutverki. Á meðan nágrannaþjóðir okkar spúa eldi og dauða hver á aðra og eyða til þess fjárhæðum, sem íslenzkur hugur á erfitt með að meta á raunhæfan mæli- kvarða, eigum við, vopnlausasta þjóðin í heimi, að leggja grundvöllinn að íslenzku hernaðarbandalagi, hefja innanlandsstyrj- öld við berklana með því bjarta markmiði að þeir láti af strandhöggi sínu á hendur hinni íslenzku fátækt, hinu íslenzka fá- menni. fullu. Búi menn við C.-skort til lang- frama, fá þeir skyrbjúg, en löngu áður en greinileg einkenni skyrbjúgs koma fram, er líkaminn farinn að líða, vegna C.-fátæktar. Hin óljósu einkenni C.-fá- tæktarinnar, sem er miklu algengari en skyrbjúgurinn, hafa mikla þýðingu, vegna þess að líkami, sem líður af C.-fátækt, hefir minna viðnámsþol gegn öðrum sjúk- dómum en heilbrigður líkami. Andlegt og líkamlegt starfsþol lamast. Ríkulegt C. er aftur á móti talið auka viðnámsþol manna gegn sjúkdómum. Þetta hefir mik- ið verið rannsakað á dýrum, og t. d. er talið, að marsvín, sem fá C.-auðugt fóður, sýkist seinna og vægar af berklaveiki en dýr á venjulegu fóðri. Rannsóknir á berklasjúklingum hafa leitt það í ljós, að þeir þurfa meira C. en heilbrigðir, og talið er líklegt, að C.- fátækt tefji bata þeirra. — Veturinn 1938 gerði ég meltunarrannsóknir á sjúkl- ingum í Vífilsstaðahæli, en þær byggjast á þeirri staðreynd, að líkaminn skilar aft- ur gegnum nýrun því C., sem hann get- ur ekki hagnýtt. Það má því með mæling- BERKLAVÖRN ia

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.