Berklavörn - 01.06.1939, Blaðsíða 31

Berklavörn - 01.06.1939, Blaðsíða 31
Grundvallarreglur félagsins. 1. Félagið er verzlunarsamtök neytenda í Reykjavík og nágrenni og sainvinnufélag samkvæmt landslögum. 2. Tilgangur félagsins er að útvega félagsmönnum allskonar vörur sem vandaðastar að gæðum á sem ódýrastan og hagkvæmastan hátt. 3. Félagið verzlar að eins gegn staðgreiðslu. Féiagsmenn bera ekki per- sónulega áhyrgð á skuldbindingum þess fram yíir það, sem nemur stofnsjóðseign þeirra, livers um sig. Innganga í félagið er frjáls öllum, er gangasl vilja undir lög þess. Félagið er algerlega óháð um stjórn- mál, trúmál og önnur mál, sem eru hlutverki þess óviðkomandi. ó. Félagið starfar fullkomlega á lýðræðisgrundvelli og ráða félagsmenn sjállir öllum rekstri þess, þannig, að þeir kjósa fulltrúa á aðalfund, sem kýs félagsstjórn og endurskoðendur, en félagsstjórn ræður fram- kvæmdastjórn. Allir félagsmenn liafa jafnan atkvæðisrétt um mál félagsins. (5. Til tryggingar félaginu og til þess að standa fjárhagslega undir rekstri þess, eru sjóðir félagsins, stofnsjóður, varasjóður og aðrir sjóðir, ef stofnaðir verða. Stofnsjóður er séreignarsjóður félagsmanna, ávaxtaður í vörzlu félagsins, en varasjóður er sameignarsjóður allra félagsmanna. BERKLAVÖRN

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.