Berklavörn - 01.06.1939, Blaðsíða 28

Berklavörn - 01.06.1939, Blaðsíða 28
jónas Þorbergsson: Göfugasta stnðsfórnin. Einn hinn göfugasti og gáfaðasti af heimspekingum Bandaríkjamanna á síð- astliðinni öld, Ingersoll að nafni, sem jafn- framt var einn hinn snjallasti mælskumað- ur, sem uppi heíir verið, lét í einum af fyr- irlestrum sínum um mælt á þessa leið: „If you have a dollar, and if you want to give a dollar, then give it, and give it as if it were a withered leaf and you were the owner of boundless forests". Þetta hljóðar svo á íslenzku: „Eigirðu krónu, og ef þig langar til að gefa krónu, þá gefðu hana, og gefðu hana eins og hún væri visið lauf, en þú værir eigandi óþrjótandi skóga“. Það hefir nokkuð oft komið fyrir á æfi minni, að ég hefi setið við sængurstokk berklasjúklinga, sem hafa þjáðst árum saman og verið milli vonar og ótta um úr- slit baráttu sinnar. Og þá hafa mér ávalt flogið í hug þessi yndislega fögru ummæli Robert Ingersolls. Læknavísindin kenna, að því lengur sem landlægir sjúkdómar herja einhverja þjóð, því meir vaxi mótstöðukraftur þjóðarinn- ar. Heilbrigðisskýrslur virðast og votta, að þetta hafi nú á allra síðustu áratugum átt sér stað um berklaveikina. Hver ný kyn- slóð, sem rís upp í landinu, verður sterkari lögum fjöldans, sé rifið niður aftur, oft á örfáum mánuðum eða jafnvel vikum, vegna framkvæmdaleysis, en ekki fátækt- ar; því að íslenzka þjóðin hefir efni á að útrýma berklaveikinni og getu líka, ef rétt er á þessum málum haldið, en hvorki getu né fjármagn til að halda þann her, sem hún nú árlega kallar á vígvöllinn, öll- um til ósegjanlegs tjóns, sem þar eiga hlut að máli. Fylkjum því liði á móti berklasýklinum! Berklavarnastöð Líknar er opin á eftirtöldum dögurn, fyrir sjúklinga vísað frá lœkni: Konur og börn: Þriðjudaga kl. 2—3 Fimtudaga kl. Þ/a—3 Karlmenn: Þriðjudaga kl. Þ/2—2 Fimtudaga kl. 5—6 Fyrir loftbrjöstaðgerðir : Mánudaga kl. 5—6 Fimtudaga kl 5—6 en þær, sem horfnar eru. Kemur þar að vísu margt til greina, en þó máske ekki sízt það, að hundruð og þúsundir manna eru búnar að stríða á móti sjúkdóminum, margir með árangri, en einnig margir við það að bíða ósigur. Stundum, þegar ég hefi hugleitt þessa, hluti, hefir mér virzt, að þessir menn og konur, sem heyja slíka baráttu ár eftir ár, kynslóð eftir kynslóð, væru að færa okkur stríðsfórn, og að vísu fegurstu stríðsfórn, sem unt er að færa. Þau hafa fórnað æskuvonum sínum, feg- urstu lífsdraumum sínum, sjálfu lífinu, til þess að herða kynstofninn gegn ágangi þessa óvinar. Vinur minn, karl eða kona, sem heyir þessa baráttu, ég skil þig vel, það, sem þú' hefir orðið að líða, og vonir þínar. Ég sezt á rúmstokkinn þinn, tek í hönd þína og óska að segja við þig þetta: Þú hefir fórnað lengri eða skemmri tíma af lífi þínu, ef til vill æsku þinni, fegurstu vonum og lífsdraumum, og ef til vill fórn- ar þú lífi þínu. En þú, sem fórnar öllu þessu, eins og það væri visið lauf, þú ert eigandi óþrjótandi skóga. Isafoldarprentsmlðja h.f. BERKLAV ÖRN 24

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.