Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 34
skipaðra stofnana og nefnda sem hafa eftirlit með starf- rækslu gagnagrunnsins. 2. Heilbrigðisstofnanir, sem afhenda íslenskri erfða- greiningu sjúkraskrár, brjóta trúnað lækna við sjúklinga Aftur er hér byggt á misskilningi. (slensk erfðagreining fær ekki afhentar sjúkraskrár sjúklinga. Einungis er um að ræða afritun og flutning á völdum ópersónugreinanlegum, flokkuðum og kóðuðum eða tölulegum gögnum en engan texta. Þetta þýðir að viðkomandi gögn verða að eiga sér hliðstæðu í viðurkenndum alþjóðlegum flokkunar- og kóðunarkerfum, svo sem NANDA, NIC og NOC í hjúkrun og ICD í læknisfræði. í regiugerð um MGH er kveðið á um að heilbrigðisstarfsmenn viðkomandi stofnunar undirbúi gögn til flutnings í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Starfsmenn íslenskrar erfðagreiningar sjá aldrei nein persónutengd gögn hvorki um hópa né einstaklinga. Samkvæmt viðauka B með rekstrarleyfi gagnagrunns- ins er gert ráð fyrir að eftirtalin gögn sé leyfilegt að flytja í MGH í fyrsta áfanga: lýðfæðilegar upplýsingar, s.s. dulkóð- aða kennitölu, sjúkdómsgreiningar (ICD), aðgerðagrein- ingar (CSP), dagsetningu innlagnar og útskriftar, aflestur röntgenmynda (SRTG), niðurstöðugildi úr rannsóknum, s.s. blóðrannsóknum, og lyfjagjafir. Þessi gögn eru dæmigerð fyrir þau gögn sem hafa verið til í dreifðum og miðlægum gagnagrunnum út um allan heim í áratugi. Það sem aðgreinir þessa gagna- grunna frá okkar MGH er að: almenningur hefur ekki vitað um tilvist þeirra, gögnin í þeim hafa í mörgum tilfellum verið persónugreinanleg, gögnin hafa verið notuð til stjórn- unarlegra ákvarðana og vísindarannsókna án þess að sjúklingum hafi verið gert kleift að segja sig úr gagna- grunnunum. Þrátt fyrir að í mörgum tilfellum sé um persónugrein- anleg gögn að ræða í þessum gagnagrunnum hafa ekki borist fregnir um misnotkun gagnanna. Samfara kröfum um aukin gæði og árangur í heil- brigðisþjónustu aukast kröfur um markvissa og skipulega skráningu. Á næstu árum er gert ráð fyrir að heilbrigðis- starfsmenn nýti sér upplýsingatæknina til betri og fljótvirk- ari skráningar. Þá er horft til sjúkraskrárkerfa með víðtæk- ari flokkunar- og kóðunarkerfum en almennt eru notuð í dag því að textainnsláttur á skráningu er hvorki fljótvirk né gagnleg skráningaraðferð. Þegar þessu stigi í skráningu er náð verður að auki óskað eftir kóðuðum gögnum úr sjúkraskrám til flutnings í MGH er varða einkenni, meðferð, árangur, lífsstíl og ýmsar lýðfræðilegar upplýsingar. Þegar þessum áfanga er náð má segja að við höfum gagna- grunn á heilbrigðissviði sem raunverulega er frábrugðinn erlendum gagnagrunnum og vísindalegt gildi hans verður margfalt bæði vegna þess að gagnagrunnurinn verður þá klínískari en flestir aðrir gagnagrunnar á heilbrigðissviði í 34 heiminum nú um stundir og vegna möguleika til sam- keyrslu við aðra gagnagrunna, svo sem erfðafræðigrunn og/eða ættfræðigrunn í samræmi við lög og reglur. 3. Með ætluðu samþykki er verið að brjóta réttindi sjúklinga Framfarir í heilbrigðisvísindum hafa m.a. annars orðið að veruleika vegna þess að vísindamenn, læknar og hjúkr- unarfræðingar hafa lært af uppsafnaðri og skráðri reynslu. Dregnar hafa verið saman upplýsingar um einkenni, með- ferð og árangur úr skráðum heimildum og gerðar aftur- skyggnar rannsóknir. Notkun persónugreinanlegra heilsu- farsupplýsinga, eins og lýst hefur verið hér að framan, hefur ekki verið talin vandamál frá sjónarhóli persónuverndar og hefur orðið til þess að þekkingu á heilbrigði og sjúkdómum hefur fleygt fram á síðustu áratugum. Við slíkar afturskyggnar rannsóknir hefur sjúklingum hérlendis og í útlöndum ekki verið gefið sérstakt tækifæri til þess að segja álit sitt á því hvort nota megi heilsufars- upplýsingar um þá til rannsókna, hafi þær orðið til við nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt lögum nr. 121 frá 1989 er hins vegar gerð krafa um leyfi til rann- sóknanna frá siðanefnd stofnana eða Vísindasiðanefnd og leyfi Tölvunefndar þarf til aðgangs að sjúkraskrám. Þetta er áréttað í reglugerð frá HTR nr. 552/1999 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Rannsóknir, sem verða gerðar með gögnum úr MGH, verða afturskyggnar. Ólíkt flestum öðrum afturskyggnum rannsóknum, sem byggja á upplýsingum úr sjúkraskrá, eru upplýsingar, sem safnað er í MGH, ópersónugreinan- legar. Það er hefð fyrir því í vísindaheiminum hér og í útlöndum að ekki sé krafist upplýsts samþykkis vegna afturskyggnrar úrvinnslu upplýsinga þeirra einstaklinga sem hafa notið þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hefðin byggist væntanlega á þeirri ætlan að þeim réttindum að njóta heilbrigðisþjónustu fylgi sú skylda sjúklinga að veita vísindamönnum afnot af uppsafnaðri reynslu allra sjúklinga til hagsbóta fyrir heildina enda fylgi því ekki skaði fyrir sjúklinginn. Þetta er staðfest í nýsamþykktum lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77 frá 23. maí 2000. í nýjum reglugerðum um aukin réttindi sjúklinga og persónuvernd í Bandaríkjum Norður-Ameríku (http://www.hhs.gov/admnsimp/pvcfact1 .htm) og Kanada (http://www.privcom.gc.ca/english/02_06_06_e.pdf) er gert ráð fyrir sams konar heimild til notkunar heilbrigðis- upplýsinga til afturskyggnra vísindarannsókna og gert er ráð fyrir í íslenskum lögum, þ.e. notkun án upplýsts samþykkis en háð leyfi og eftirliti viðeigandi aðila eins og vísindasiðanefnda og tölvunefnda. Svo sýnist sem þetta sé hin almenna regla í hinum vestræna heimi. Reyndar er ekki nefnt þar að fólk geti sagt sig frá þessari notkun en lög um MGH (1998) tryggja íslenskum þegnum þau Tfmarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.