Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 64
{iái^MtmÁ i '(YAwjuUsskólim Ásta Möller var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um heilsuvernd í framhalds- skólum en aðrir flutningsmenn eru þau Drífa Hjartardóttir, Katrín Fjeldsted, Ásta R. Jóhannesdóttir, Hjálmar Árnason, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Þuríður Backman og Arnbjörg Sveinsdóttir. Ásta sagði í samtali við Tímarit hjúkrunarfræðinga að tillagan væri m.a. byggð á baráttumálum hjúkrunarfræðinga til margra ára. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí 1997 hefði haft yfirskriftina „heilbrigt ungt fólk = björt framtíð" og í tilefni dagsins fjölluðu íslenskir hjúkrunarfræðingar víða um land um heilbrigði ungs fólks í nútíð og framtíð. Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga það sama ár, sem haldið var 15.-16. maí, voru samþykktar ályktanir til heilbrigðis- og menntamálaráðherra þar sem skorað var á yfirvöld að skólahjúkrunarfræðingar væru ráðnir til starfa í framhaldsskólum landsins. Þingsályktunartillagan felur í sér að skipuð verði nefnd til að gera tillögur um hvernig skipulagðri heilsuvernd fyrir ungt fólk verði háttað. „Eitt af því sem ég lærði í námi mínu var að færa þjónust- una til fólksins, það er t.d. sama hugsun að baki hugmyndum um að færa kirkjuna út til fólksins. Níutíu prósent ungmenna nú um stundir eru í framhaldsskólum og þeir eru að glíma við ýmis þroskaverkefni, þau eru að taka út sinn persónuþroska, byrja að fikta við reykingar, fíkniefni, áfengisneyslu, stunda kynlíf og verða ökumenn svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsvíg eru mjög tíð meðal ungs fólks og þessir krakkar eru að glíma við mjög margt, en samfélagið hefur litið svo á að ungt fólk þurfi ekki á heilbrigðisþjónustu að halda því það sé svo frískt og er þá eingöngu litið á heilbrigðisþjónustuna út frá líkamlegum þáttum. Það er ekki til sérstök heilsugæsla fyrir ungt fólk á þessum aldri eins og aðra hópa, svo sem ungbörn, smábörn og grunn- skólabörn. í nágrannalöndunum er hins vegar skipulögð heilsu- gæsla fyrir framhaldsskólanemendur og háskólanemendur. Ég held það geti verið mjög til bóta ef nemendur eiga kost á að hitta skólahjúkrunarfræðing í framhaldsskólunum, geti t.d fengið neyðargetnaðarvörnina og ráðleggingar í framhaldi af því. Mér finnst þetta vera eitt af stóru verkefnunum fram undan í heilsugæslunni að færa þjónustuna til fólksins, segir Ásta.“ f greinargerð með tillögunni segir að ýmsar rannsóknir gefi vísbendingar um hvernig heilbrigði íslenskra ungmenna sé hátt- að. Má þar nefna rannsóknir um næringu. Átraskanir séu t.d. algengar hjá þessum aldurshópi. Þá má nefna ótímabærar þunganir unglingsstúlkna, en um 5% stúlkna á aldrinum 15-19 ára verða ófrískar á ári hverju, helmingur þeirra fer í fóstureyð- ingu en hinn helmingurinn kýs að ganga með og eiga börnin. Þá eru slys ein algengasta dánarorsök og helsta orsök örorku ung- menna en á árunum 1990-1995 létust að meðaltali flögur ung- menni á aldrinum 15-18 ára árlega af völdum slysa og 1350- 1400 ungmenni leituðu til slysa- og bráðamóttöku Landspítala - Fossvogi vegna ýmiss konar slysa. Þó dregið hafi úr reykingum hjá ungu fólki reykja þó enn um 16% 16 ára unglinga daglega. Hvað varðar áfengisneyslu þá sýnir könnun Rannsóknar- stofnunar uppeldis- og menntamála um vímuefnaneyslu frá 1997 að ríflega 81% nemenda í 10. bekk hafa einhvern tíma drukkið áfengi og hátt í 62% segjast hafa orðið drukkin a.m. k. einu sinni. f samanburði 20 Evrópulanda frá árinu 1995 kemur í Ijós að hvað þetta snertir eru íslenskir unglingar í 6. sæti. Sé litið á aðrar rannsóknir á neyslu framhaldsskólanema á ólöglegum vímuefnum má sjá að neysla þeirra hefur farið vaxandi á síðustu árum. Árið 1994 höfðu um 23,3% nemenda í 4. bekk fram- haldsskóla reykt hass en fimm árum áður höfðu 15,7% notað það. Tölur frá SÁÁ benda til mikillar neysluaukningar á sterkari vímuefnum. íslensk ungmenni lenda fremur en jafnaldrar þeirra í Evrópu í vandræðum vegna áfengisneyslu, þannig hafa um 15% ungmenna í 10. bekk orðið fyrir óæskilegri kynlífsreynslu vegna áfengisneyslu, um 16% hafa lent í slagsmálum, 14% hafa orðið fyrir meiðslum eða lent í slysi og frá 9% þeirra hefur verið stolið eða þau rænd vegna eigin áfengisneyslu. Komið hefur fram í nýrri kandídatsritgerð í lyfjafræði að um 37,8% ungmenna á aldrinum 18-25 ára þjást af þunglyndi og kvíðaröskun. Þar af þjást 17,2% af þunglyndi og 4% notuðu þunglyndislyf á árinu 1999. Rannsóknin benti til sambands milli þunglyndisröskunar og áfengis- og vímuefnaneyslu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafði helmingur þátttakenda neytt ólöglegra vímuefna og 17% ungs fólks á íslandi hneigðist til að misnota áfengi. í skýrslu um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á íslandi og tillögum til úrbóta, sem gefin var út í október 1996 og unnin samkvæmt þingsályktun frá árinu 1992, kemur fram að sjálfsvíg voru næstalgengasta dánarorsök karlmanna á aldrinum 15-24 ára á árunum 1990- 94. [ skýrslu um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á íslandi er lögð áhersla á að bæta úrræði innan skólakerfisins fyrir nemendur sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna félagslegra og persónulegra vandamála. Auk þess er markviss fræðsla og almennt forvarnastarf gegn sjálfsvígum mikilvægt. Þá hefur komið fram að afbrotatíðni er há í aldurshópnum undir 18 ára því að fólk í þeim hópi á þátt í 30- 40% allra afbrota þegar allir aldurshópar eru skoðaðir. í lok þingsályktunartillögunnar er lögð áhersla á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi hvatt ríki heimsins til að ieggja áherslu á að skólastarf verði skipulagt með hliðsjón af hvatningu til heilsueflandi hegðunar. Ungmenni glími við ýmiss konar heilsufarsvanda og þurfi stuðning fagfólks í heilbrigðis- þjónustu til að leysa hann og því sé þingsályktunin lögð fram. -vkj 64 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.