Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 47
staldra lengur við því auðvitað fór margt fram hjá okkur á svo yfirgripsmiklu safni sem þetta er. Vinnan, sem á bak við þetta safn býr, er ómæld því bæði er söfnun gagna og sagan stórt og umfangsmikið verkefni. Þegar við komum út úr aðalbyggingunni litum við inn í lagerhús safnsins þar sem ósköpin öll hafa safnast saman, bæði frá einstaklingum og stofnunum sem ekki er hægt að stilla upp með öðrum sýningargripum eins og er. Viðbrögð hafa víða verið mjög góð og safnið því uppskorið ríkulega. Það var sannarlega áhugavert að skoða þetta myndar- lega framtak starfsfélaga okkar í Danmörku og vonandi eigum við eftir að sjá sams konar safn verða að veruleika hér heima. Fundur með stjórn eftirlaunaþega danska hjúkrunar- félagsins í tengslum við þessa ferð kviknaði sú hugmynd að fróðlegt væri að kynnast starfsemi eftirlaunaþega í Danmörku. Haft var samband við formann þeirra með milligöngu danska hjúkrunarfélagsins. Fjórir stjórnarmenn danskra eftirlauna- þega hittu okkur íslensku þátttakendurna en Kristín Óladóttir hjúkrunarfræðingur hafði slegist í för með okkur og sat hún einnig fundinn. Fundurinn var haldinn á Koldingfjord-hótelinu og voru þar rædd sameiginleg áhugamál hópanna og dönsku félagarnir kynntu starfsemi sína sem er með nokkuð öðru sniði en hjá okkur. Við höfum áhuga á að gera því betri skil síðar. Danskir eftirlaunaþegar eru meira en 7.000 talsins, aðalstjórn er kosin frá öllum landshlutum á aðalfundi sem haldinn er hvert ár, stjórnarmenn eru mest 7 og 3 vara- menn, kosið er til tveggja ára. Meðlimir í deildinni eru allir hjúkrunarfræðingar sem eru félagar í danska hjúkrunarfélaginu og fá eftirlaun sam- kvæmt lögum um eftirlaun fyrir hjúkrunarfræðinga. Ekki þarf að sækja um aðild. Fjárhagur deildarinnar byggist á fastri upphæð frá danska hjúkrunarfélaginu. Danskir eftirlaunaþegar hafa verið mjög áhugasamir um stofnun minjasafnsins og lagt þar drjúgan skerf af mörkum. Stjórn eftirlaunaþega hefur náið samband við stjórn danska hjúkrunarfélagsins og einnig við svæðisdeildir, fulltrúar þeirra sitja í stjórnum svæðisdeilda út um landið. Danskir kollegar okkar sýndu mikinn áhuga á okkar högum og vilja gjarnan hitta okkur aftur og fræðast frekar um hvernig við störfum. Það má segja að með þessum fundi hafi verið brotið blað í sögu samtaka okkar því í lok fundarins var eftirfarandi tillaga samþykkt: Danskir og íslenskir eftirlaunaþegar ráðgera að taka upp formlegt samband sem stuðla skal að nánu samstarfi og kynnum þessara hópa til hagsbóta fyrir meðlimi þeirra og jafnframt efla norrænt samstarf. Að loknum fundi með fulltrúum frá stjórn danskra eftirlaunaþega. Markmiðið með þessari tillögu er að hún marki upphaf samstarfs allra eftirlaunaþega á Norðurlöndum, en okkur er ekki kunnugt um hvernig eftirlaunaþegar á hinum Norðurlöndunum hafa skipulagt starfsemi sína, en það munum við kynna okkur. Að lokum viljum við lýsa ánægju okkar með að hafa komist í þessa ferð sem gaf okkur tækifæri til að kynnast starfsfélögum okkar í Danmörku og síðast en ekki síst að sjá sögu hjúkrunar í máli og myndum . Hvetjum við því alla hjúkrunarfræðinga, sem eiga þess kost, að leggja leið sína til Kolding því að sjón er sögu ríkari. Til sölu á skrifstofunni! Þessi úr eru nýkomin í sölu á skrifstofunni og henta vel til tækifærisgjafa. Verðið er afar hagstætt, aðeins 650 krónur. Fylgstu með tímanum og fáðu þér nýtt úr á nýrri öld! Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.