Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 58
Páll Biering og Herdís Sveinsdóttir (<Cöm.huh Á vimuÁlAAÍ oa skArfoÁiíÆA)a í^len.^kv'A kjÁkriAiA.A'cfrœðinAA 2. hluti: Stuðningur í starfi, starfsánægja og möguleikar á að sinna starfinu í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga1 var kynntur 1. hluti könnunar sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fól Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands að vinna. Rannsóknin fjallar um vinnuálag og starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga. í fyrsta hlut- anum var gerð grein fyrir úrtaki rannsóknarinnar, aðferð og hvernig niðurstöður voru greindar. í rammanum hér til hliðar er endurtekið það sem kom fram í þeirri grein um greiningu niðurstaðna. Jafnframt vart greint frá helstu niðurstöðum sem snúa að vinnutíma, vinnuaðstæðum og vinnustað. Fram kom að úrtakið endurspeglar vel þýði íslenskra hjúkrunarfræðinga hvað varðar aldur, kyn og menntun. Hins vegar svöruðu hjúkrunarfræðingar í 45% starfshlutfalli eða minna spurn- ingalista rannsóknarinnar síður en þeir sem voru í meira starfshlutfalli. í heildina má því segja að úrtakið gefi nokkuð raunsanna mynd hvað þessa þætti varðar og að það endurspegli frekar hjúkrunarfræðinga í hærra starfshlutfalli. í þessum hluta verður fjallað um niðurstöður sem snúa að stuðningi í starfi frá samstarfsaðilum, starfsánægju og 58 Greining niðurstaðna Svör við spurningalistanum voru greind eftir eftirfarandi bak- grunnsbreytum: aldri, starfsaldri, námi, starfshlutfalli, stofnun, stöðu. Þar sem aðeins 3 af 216 þátttakenndum eru karlar verða niðurstöður ekki greindar eftir kyni. Aldursbreytan er fimmskipt: 1) 29 ára og yngri; 2) 30-39 ára; 3) 40-49 ára; 4) 50-59 ára; 5) sextug og eldri. Starfsaldursbreyturnar eru tvær, starfsaldur í hjúkrun og starfsaldur á núverandi vinnu- stað. Breytan starfsaldur í hjúkrun er fjórskipt: 1) 5 ár og skemur; 2) 6-15 ár; 3) 16-25 ár; 4) 25 ár og lengur. Breytan starfsaldur á vinnustað er fjórskipt: 1) þrjú ár eða skemur; 2) 3-5 ár; 3) 5-10 ár; 4) 10 ár og lengur. Námi er skipt í þrjá flokka: 1) hefur lokið prófi frá Hjúkrunarskóla íslands; 2) hefur lokið B. S. gráðu í hjúkrun; 3) hefur lokið framhaldsmenntun í hjúkrun, Ijósmóðurnámi, meistaranámi eða doktorsnámi. Starfshlutfalli er skipt í 4 flokka: 1) fullt starf við hjúkrun; 2) 80-90% starf; 3) 60-75% starf; 4) 50% eða minna. Stofnanabreytunni er skipt í 4 flokka: 1) sjúkrahús; 2) heilsu- gæslustöð; 3) hjúkrunar- og dvalarheimili; 4) einkafyrirtæki eða einkastofnun, félags- eða hagsmunasamtök og opin- berar stofnanir sem ekki eru sjúkrastofnanir. Stöðubreytunni er skipt í 4 flokka: 1) almennir hjúkrunarfræðingar; 2) aðstoðarhjúkrunardeildarstjórar; 3) hjúkrunardeildarstjórar; 4) aðrir stjórnendur en í þeim flokki eru hjúkrunarframkvæmda- stjórar, hjúkrunarforstjórar, verkefnisstjórar og fræðslustjórar. í spurningalistanum var spurt um fjölmargar aðrar bakgrunns- breytur en nefndar eru hér að ofan, s.s. hjúskaparstöðu, fjölda og aldur barna, hjúkrunarsvið, vaktavinnu og heilsu- hegðun. Niðurstöður verða greindar eftir þessum bakgrunns- breytum þegar þúast má við að orsakasamhengi sé á milli þeirra og niðurstaðnanna. Þegar niðurstöður eru ekki reiknaðar sem meðaltöl eru þær birtar sem hlutfallstölur í töflum (tíðnitöflur) sem sýna hve mörg prósent í hverjum hópi bakgrunnsbreyta svöruðu á ákveðinn hátt. ( tíðnitöflunum er notað kí-kvarðatpróf (Chi- square) til að meta hvort munur milli bakgrunnsbreytuflokka var tölfræðilega marktækur. Þegar niðurstöður eru reiknaðar sem meðaltöl er stuðst við dreifigreiningu (ANOVA) til að meta tölfræðilega marktækni. í þeim tilfellum, þegar tveir hópar eru bornir saman, eru notuð t-próf. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.