Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 49
Hildigunnur Svavarsdóttir, M.Sc. verkefnastjóri fræðslumála á FSA í þessum fréttapistli mun greinarhöfundur kynna lesendum fyrirkomulag svokallaðrar fimmtudagsfræðslu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). í byrjun mars í fyrra var farið af stað með hálfsmánaðarlega fræðslufundi hjúkrunarfræðinga sem einnig hafa verið sendir með aðstoð fjarfundabúnaðar á nokkra staði á landsbyggðinni. Upphaflegur tilgangur með þessum fræðslufundum var að koma til móts við þarfir hjúkr- unarfræðinga á FSA svo og hjúkrunarfræðinga heil- brigðisstofnana úti á landi hvað varðar fræðslu. Þróunin hefur verið sú að nú höfða fræðslufundirnir til breiðari hóps en bara hjúkrunarfræðinga og þannig er nú reynt að ná til sem flestra starfsstétta og fræðslufundirnir ganga því undir nafninu fimmtudagsfræðsla. Þess má geta að slíkt fyrirkomulag fræðslu með aðstoð fjar- fundabúnaðar er ekki alveg nýtt af nálinni á FSA því í byrjun október 1999 var farið af stað með röð fræðslu- daga fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn sem var skipulögð af framkvæmdastjóra hjúkrunar og tölvudeild FSA. Sömuleiðis er vert að geta þess að fræðsluráð lækna á FSA hefur staðið fyrir fræðslu- fundum lækna sem einnig eru sendir út með aðstoð fjarfundabúnaðar frá því í október 1999 og gefist vel. Fyrirkomulag núverandi fimmtudagsfræðslu er þannig að hún fer fram eftir hádegi annan hvern fimmtudag og tekur fjörutíu og fimm mínútur í senn. Til þess að geta verið þátttakandi í þessari fræðslu þarf fjarfundabúnaður að vera til staðar á heilbrigðistofn- ununum. Með hjálp svokallaðrar „Byggðabrúar" geta starfsmenn hinna ýmsu heilbrigðisstofnana fylgst með fræðslunni rétt eins og að horfa á venjulegt sjónvarp þar sem hljóð og mynd koma fram auk þess sem áheyrendur geta komið með fyrirspurnir. Fimmtudagsfræðslan fer þannig fram að fyrirlesarinn er í flestum tilvikum á Akureyri og sést hann ýmist í eigin persónu eða þá að hann sýnir glærur sem unnar hafa verið í Þower Þoint forritinu. Það er þó ekki algilt að fræðslufundirnir fari fram á Akureyri því hjúkrunar- fræðingar á Heilbrigðisstofnuninni á Egilsstöðum voru með fræðsluerindi um slysavarnir barna í nóvember árið 2000 og gekk það mjög vel. Vonast er til að fleiri heilbrigðisstofnanir verði með fræðsluerindi í framtíðinni og þannig geti FSA verið „fræðsluþegi" jafnt sem „fræðslumiðiir hvað þetta varðar. í lok hvers fræðslu- fundar er boðið upp á fyrirspurnir og geta þær komið frá hvaða stað sem er á landsbyggðinni (sem er tengdur inn á Byggðabrúna) eða frá áheyrendum í fyrirlestrasal á FSA. Þátttakan í fimmtudagsfræðslunni árið 2000 hefur verið mjög góð og eru að meðaltali níu heilbrigðis- stofnanir úti á landi tengdir inn á hvern fræðslufund. Fjöldi áheyrenda af landsbyggðinni er mismunandi eða allt frá einum til tíu þátttakenda á hverjum stað (að meðaltali fjórir áheyrendur) og á Akureyri eru að meðal- tali tuttugu og sjö starfsmenn á hverjum fræðslufundi þannig að gera má ráð fyrir að sextíu og fimm manns að meðaltali hlýði á hvern fyrirlestur eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Þátttakendur í fimmtudagsfræðslu ■ FSA ■ Landsbyggðin Heildarfjöldi Efni fræðslufundanna hefur verið mjög fjölbreytt og þannig reynt að ná til sem breiðasts hóps áheyrenda eins og fyrr hefur verið greint frá og hafa fyrirlestramir verið fluttir af fulltrúum hinna ýmsu starfsstétta, s.s. hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum, sjúkra- þjálfurum, læknum, heimspekingum o.fl., við góðar undirtektir áheyrenda. Ánægja hefur verið með þetta framlag FSA bæði hjá starfsfólki FSA svo og starfsfólki heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Samskipti á þessu sviði draga úr fag- legri einangrun og efla tengsl við aðrar stofnanir en þess má geta að það er einn liður í stefnu FSA að vera í forystu í skipulagningu og framkvæmd fjarfunda og fjarkennslu til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. ÍSLENSK ERFÐAGREININC Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.