Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 8

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 8
er arðurinn undanþeginn skattlagningu í greiðslurík- inu. (I öðrum samningum má í þessu tilviki taka 5%). Þetta eru almennu reglurnar um beina þárfestingu. Vegna íslensku frádráttarreglunnar er síðan að finna sérstakt ákvæði í 4. tl. 10. gr. samningsins sem kveður á um það að hækka megi íslenskan skatt af arðgreiðslu í 15% að hámarki þegar um er að ræða beina fjárfest- ingu að svo miklu leyti sem slíkar arðgreiðslur hafa verið dregnar frá tekjum þess félags sem greiðir arðinn við álagningu tekjuskatts þess félags. Ef tekið er mið af dæminu í töflu 4 hér að framan þá hefði Island ekki mátt taka neinn skatt og 100 kr. hefðu runnið óskertar til móttökulandsins. Vegna hins sérstaka ákvæðis má Island hins vegar taka 15 % í skatt þannig að 85 kr. renna úr landi, sbr. eftirfarandi tafla 5. TAFLA 5 Norræni skattasamningurinn Hagnaðurd hfÍS 100 Greiddur arður 100 Skattskyldar tekjur d hf IS 0 Tekjuskattur d hf ÍS 0 Arður ffá d hf ÍS fyrir skatt 100 Afdráttarskattur á Islandi, 15% (15) Tekjur m hf Finnlandi eftir skatt 85 4. Tilskipun ESB um móður- og dótturfélög Með tilskipun Evrópusambandsins frá 23. júlí 1990 um móður- og dótturfélög er stefnt að því að minnka mismuninn milli annars vegar skattlagningareglna sem gilda um fyrirtækjahópa innan hvers lands og skattlagningareglna er gilda um fyrirtækjahópa sem starfa innan fleiri ESB- landa hins vegar. Tilgangur tilskipunarinnar er tvíþætmr: I fyrsta lagi að tryggja það að aðildarríki móðurfé- lagsins annað hvort falli frá skattlagningu hagnaðar dótmrfélagsins í öðru aðildarríki eða, ef það skattlegg- ur slíkan hagnað, leyfi móðurfélaginu að draga frá sköttum í heimaríkinu þann félagaskatt sem greiddur hefur verið af dótturfélaginu í hinu aðildarríkinu. I öðru lagi að undanþiggja arðgreiðslur dótmrfélags til móðurfélags staðgreiðsluskatti. Varðandi stað- greiðsluskatt af arðgreiðslum njóta Portúgal og Þýska- land tímabundinna undanþága. Samkvæmt tilskipuninni er um móður/dótturfélag að ræða ef móðurfélagið á að minnsta kosti 25% af hlutabréfum dótmrfélagsins. Hvað nánar er átt við með félagi er nánar skilgreint í tilskipuninni og við- auka með henni og einnig er gerð grein fyrir þeim skötmm sem til álita korna. Hér á eftir á töflu 6 em sýnd núgildandi skatthlut- föll staðgreiðsluskatts á arðgreiðslur sem gilda milli landa Evrópusambandsins. TAFLA6 - Au Hlutfall staðgreiðsluskatta á arð Be Br Da Fi milli móður og dótturfélaga innan ESB miðað við 1. janúar 1995 Fr Gr Ho írl íta Lú Po Sp Sv Þý Au - 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Be 0 - 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Br 0 0 - 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Da 0 0 0 - 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Fi 0 0 0 0 - 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Fr 0 0 0 0 0 - 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Gr 0 0 0 0 0 0 - 0 0 0 0 0 0 0 0 Ho 0 0 0 0 0 0 0 - 0 0 0 0 0 0 0 írl 0 0 0 0 0 0 0 0 - 0 0 0 0 0 0 íta 0 0 0 0 0 0 0 0 0 - 0 0 0 0 0 Lú 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 - 0 0 0 0 Po 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 - 15 15 15 Sp 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 - 0 0 Sv 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 - 0 Þý. 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 - 6

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.